Lífið

Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt

Agnar Már Másson skrifar
Keith Urban og Nicole Kidman á verðlaunahátíð í maí.
Keith Urban og Nicole Kidman á verðlaunahátíð í maí. Getty/Gilbert Flores

Ástralska leikkonan Nicole Kidman og ástralski tónlistarmaðurinn Keith Urban eru skilin eftir að hafa verið gift í nítján ár.

Hollywood Reporter greinir frá skilnaðinum. Kidman, sem er Óskarsverðlaunahafi, og Urban, sem er með frægari kántrísöngvörum heims, giftu sig árið 2006. Hjónin eiga saman heimili í Beverly Hills í Kaliforníu en einnig eiga þau heimilli í Nashville í Tennessee, tvö heimili í Ástralíu og íbúð í New York-borg.

TMZ greinir enn fremur frá því að þau hafi búið hvort í sínu lagi síðan í byrjun sumars. Slúðurtímaritið People hefur eftir heimildarmanni sínum úr innsta hring að Kidman hafi upp á síðkastið „barist fyrir því að bjarga hjónabandinu.“

Saman eiga Kidman, 58 ára, og Urban, 57 ára, tvær táningsdætur sem heita Sunday Rose og Faith Margaret. Kidman ættleiddi einnig tvö börn þegar hún var gift stórleikaranum Tom Cruise og heita þau börn Isabella og Connor.

Nicole Kidman er ein af þekktustu leikkonum í heimi og á sér langan og fjölbreyttan feril í kvikmyndum, sjónvarpi og leikhúsi. Hún er þekktust fyrir Moulin Rouge! (2001), The Hours (2002) og Eyes Wide Shut (1999). Stærstu lög Keiths Urban eru meðal annars Sombody Like You, You'll think Of Me og Blue Ain't Your Color.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.