Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2025 06:50 Trump og Netanyahu voru vígreifir í Hvíta húsinu í gær. Boltinn er nú hjá Hamas og alþjóðasamfélagið bíður svara. Getty/Win McNamee Leiðtogar í Evrópu og Mið-Austurlöndum virðast almennt jákvæðir í garð 20 punkta áætlunar Bandaríkjanna um endalok átaka á Gasa. Aðrir vara við því að hún sé óraunhæf. Ísraelar hafa þegar samþykkt áætlunina en beðið er viðbragða frá Hamas. Guardian hefur eftir sérfræðingum og íbúum á Gasa að sú staðreynd að fulltrúar Hamas hafi ekki komið að útfærslu áætlunarinnar, og sú staðreynd að hún kveði á um að samtökin afsali sér öllum yfirráðum á svæðinu, vekji verulegar efasemdir um að áætlunin muni ganga upp. Joint Statement by the Foreign Ministers of Qatar, Jordan, UAE, Indonesia, Pakistan, Türkiye, Saudi Arabia, and Egypt welcome US President’s sincere efforts to end the war in Gaza#MOFAQatar pic.twitter.com/TaBIDF8ysW— Ministry of Foreign Affairs - Qatar (@MofaQatar_EN) September 29, 2025 „Það er augljóst að þessi áætlun er óraunhæf,“ sagði Ibrahim Joudeh, íbúi á Gasa, í samtali við AFP. „Hún inniheldur skilyrði sem Bandaríkin og Ísrael vita að Hamas mun aldrei sætta sig við. Fyrir okkur þýðir það áframhald stríðsins og þjáningarinna.“ Bæði Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamin Netayhaju, forsætisráðherra Ísrael, hafa verið mjög skýrir varðandi það að um er að ræða úrslitakost fyrir Hamas. Gangi samtökin ekki að samkomulaginu muni Ísraelar ekki stoppa hernað sinn fyrr en samtökunum hefur verið útrýmt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur hvatt Hamas til að samþykkja áætlunina og Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir það eina valkost samtakanna í stöðunni. Ráðgjafar í ríkisstjórnum Barack Obama og Joe Biden hafa sömuleiðis lagt blessun sína yfir áætlunina og segja hana gætu virkað. Statement by Tony Blair in response to President Trump’s announcement https://t.co/otFpDGWJca pic.twitter.com/bmX8XkFizF— Tony Blair Institute for Global Change (@InstituteGC) September 29, 2025 Heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum hefur sömuleiðis tekið vel í áætlunina en hún kveður meðal annars á um að alþjóðleg nefnd taki tímabundið yfir stjórn Gasa. Fyrst stóð til að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands færi fyrir nefndinni, en nú virðist Trump munu eiga að veita henni forystu. Blair gæti þó mögulega orðið nokkurs konar framkvæmdastjóri nefndarinnar á svæðinu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira
Ísraelar hafa þegar samþykkt áætlunina en beðið er viðbragða frá Hamas. Guardian hefur eftir sérfræðingum og íbúum á Gasa að sú staðreynd að fulltrúar Hamas hafi ekki komið að útfærslu áætlunarinnar, og sú staðreynd að hún kveði á um að samtökin afsali sér öllum yfirráðum á svæðinu, vekji verulegar efasemdir um að áætlunin muni ganga upp. Joint Statement by the Foreign Ministers of Qatar, Jordan, UAE, Indonesia, Pakistan, Türkiye, Saudi Arabia, and Egypt welcome US President’s sincere efforts to end the war in Gaza#MOFAQatar pic.twitter.com/TaBIDF8ysW— Ministry of Foreign Affairs - Qatar (@MofaQatar_EN) September 29, 2025 „Það er augljóst að þessi áætlun er óraunhæf,“ sagði Ibrahim Joudeh, íbúi á Gasa, í samtali við AFP. „Hún inniheldur skilyrði sem Bandaríkin og Ísrael vita að Hamas mun aldrei sætta sig við. Fyrir okkur þýðir það áframhald stríðsins og þjáningarinna.“ Bæði Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamin Netayhaju, forsætisráðherra Ísrael, hafa verið mjög skýrir varðandi það að um er að ræða úrslitakost fyrir Hamas. Gangi samtökin ekki að samkomulaginu muni Ísraelar ekki stoppa hernað sinn fyrr en samtökunum hefur verið útrýmt. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, hefur hvatt Hamas til að samþykkja áætlunina og Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir það eina valkost samtakanna í stöðunni. Ráðgjafar í ríkisstjórnum Barack Obama og Joe Biden hafa sömuleiðis lagt blessun sína yfir áætlunina og segja hana gætu virkað. Statement by Tony Blair in response to President Trump’s announcement https://t.co/otFpDGWJca pic.twitter.com/bmX8XkFizF— Tony Blair Institute for Global Change (@InstituteGC) September 29, 2025 Heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum hefur sömuleiðis tekið vel í áætlunina en hún kveður meðal annars á um að alþjóðleg nefnd taki tímabundið yfir stjórn Gasa. Fyrst stóð til að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands færi fyrir nefndinni, en nú virðist Trump munu eiga að veita henni forystu. Blair gæti þó mögulega orðið nokkurs konar framkvæmdastjóri nefndarinnar á svæðinu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Sjá meira