Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Smári Jökull Jónsson skrifar 30. september 2025 12:19 Jón Þór Þorvaldsson er formaður FÍA og flugstjóri hjá Icelandair. Vísir/Vilhelm Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og flugstjóri hjá Icelandair segist ekki finna til ábyrgðar vegna gjaldþrots Play. Play kvartaði til Samkeppniseftirlitsins eftir fullyrðingar hans í fjölmiðlum byrjun mánaðar þar sem hann spáði gjaldþroti Play. Hann segist hafa áhyggjur af orðspori Íslands í flugrekstri. Í tilkynningu Play til Kauphallar í gærmorgun vegna yfirvofandi gjaldþrots kom fram að flugmiðasala hafi undanfarið gengið illa og vísaði þar til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum. Er þá meðal annars verið að vísa til orða Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í Bítinu í byrjun september þar sem hann spáði fyrir um endalok Play. Play kvartaði í kjölfarið til Samkeppniseftirlitsins vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu en auk þess að vera formaður stéttarfélagsins er Jón Þór flugstjóri hjá Icelandair. Orð forstjóra hefðu þá núllað hans orð út Í viðtalinu í Bítinu á sínum tíma gagnrýndi Jón Þór áform Play um að færa starfsemi félagsins til Möltu. Í kvörtun Play til Samkeppniseftirlitsins var sagt að dylgjur og rangfærslur hafi grafið undan trausti almennings til félagsins. Jón Þór segist gefa lítið fyrir ásakanir Play í kvörtuninni. „Eigum við ekki bara að skoða hvað gerðist í gær? Það sem ég sagði þá að það væri mín skoðun, eftir að hafa lesið ársreikninga félagsins, að það væri stutt eftir. Ég spurði þar hver myndi borga það og sú spurning stendur,“ segir Jón Þór. „Ef orð geta haft áhrif hefði það átt að vera núllað út af hálfu forstjóra og segir að þetta hafi allt verið rangfærslur og dylgjur,“ bætir Jón Þór við. Einar Örn forstjóri Play svaraði Jóni Þór í Bítinu á sínum tíma og sagði hann ganga erinda Icelandair. Hafnar hagsmunaárekstrum Jafnframt neitar Jón Þór fyrir að orð hans um Play skapi hagsmunaárekstra fyrir hann, verandi formaður FÍA og starfsmaður Icelandair. Hann segist í gegnum tíðina hafa barist gegn gerviverktöku og undirboðum í flugbransanum. Félagið hafi verið stofnað á röngum forsendum og félagsleg undirboð verið staðreynd. Hann hefur áhyggjur af þeim sem störfuðu hjá Play og spyr hvert þeir fjármunir fari sem nýlega hafi verið settir inn í rekstur Play. „Hvar eru þeir? Væri ekki rétt að nýta þá til að koma því fólki, neytendum, til sinna heima sem höfðu í góðri trú bókað með félaginu? Við hljótum að þurfa að spyrja gagnrýninna spurninga, það er ekki bara því ég sagði þetta þá hafi Play farið á hausinn. Undanfari þessa viðtals var tæplega 30 þúsund milljóna taprekstur á fjórum árum,“ segir Jón Þór. „Ef við skoðum ársreikninga frá öðrum ársfjórðungi 2025 þá var eigið fé neikvætt og handbært fé rétt um 400 milljónir króna. Svo kemur þessi innspýting á fjármagni. Hvað varð um þá peninga? Áttu þeir ekki að bjarga þessu?“ segir Jón Þór. Örfáum dögum fyrir umtalaða viðtalið í Bítinu hafði Play tryggt sér á þriðja milljarð króna í hlutafjáraukningu. Jón Þór segir sögu íslensks flugreksturs ekki glæsilega undanfarin ár. „Þetta skaðar orðspor okkar út á við, Íslendinga í flugrekstri. Ég hef áhyggjur af því.“ Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Samkeppnismál Play Stéttarfélög Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Í tilkynningu Play til Kauphallar í gærmorgun vegna yfirvofandi gjaldþrots kom fram að flugmiðasala hafi undanfarið gengið illa og vísaði þar til neikvæðrar umfjöllunar um reksturinn í fjölmiðlum. Er þá meðal annars verið að vísa til orða Jóns Þórs Þorvaldssonar, formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í Bítinu í byrjun september þar sem hann spáði fyrir um endalok Play. Play kvartaði í kjölfarið til Samkeppniseftirlitsins vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu en auk þess að vera formaður stéttarfélagsins er Jón Þór flugstjóri hjá Icelandair. Orð forstjóra hefðu þá núllað hans orð út Í viðtalinu í Bítinu á sínum tíma gagnrýndi Jón Þór áform Play um að færa starfsemi félagsins til Möltu. Í kvörtun Play til Samkeppniseftirlitsins var sagt að dylgjur og rangfærslur hafi grafið undan trausti almennings til félagsins. Jón Þór segist gefa lítið fyrir ásakanir Play í kvörtuninni. „Eigum við ekki bara að skoða hvað gerðist í gær? Það sem ég sagði þá að það væri mín skoðun, eftir að hafa lesið ársreikninga félagsins, að það væri stutt eftir. Ég spurði þar hver myndi borga það og sú spurning stendur,“ segir Jón Þór. „Ef orð geta haft áhrif hefði það átt að vera núllað út af hálfu forstjóra og segir að þetta hafi allt verið rangfærslur og dylgjur,“ bætir Jón Þór við. Einar Örn forstjóri Play svaraði Jóni Þór í Bítinu á sínum tíma og sagði hann ganga erinda Icelandair. Hafnar hagsmunaárekstrum Jafnframt neitar Jón Þór fyrir að orð hans um Play skapi hagsmunaárekstra fyrir hann, verandi formaður FÍA og starfsmaður Icelandair. Hann segist í gegnum tíðina hafa barist gegn gerviverktöku og undirboðum í flugbransanum. Félagið hafi verið stofnað á röngum forsendum og félagsleg undirboð verið staðreynd. Hann hefur áhyggjur af þeim sem störfuðu hjá Play og spyr hvert þeir fjármunir fari sem nýlega hafi verið settir inn í rekstur Play. „Hvar eru þeir? Væri ekki rétt að nýta þá til að koma því fólki, neytendum, til sinna heima sem höfðu í góðri trú bókað með félaginu? Við hljótum að þurfa að spyrja gagnrýninna spurninga, það er ekki bara því ég sagði þetta þá hafi Play farið á hausinn. Undanfari þessa viðtals var tæplega 30 þúsund milljóna taprekstur á fjórum árum,“ segir Jón Þór. „Ef við skoðum ársreikninga frá öðrum ársfjórðungi 2025 þá var eigið fé neikvætt og handbært fé rétt um 400 milljónir króna. Svo kemur þessi innspýting á fjármagni. Hvað varð um þá peninga? Áttu þeir ekki að bjarga þessu?“ segir Jón Þór. Örfáum dögum fyrir umtalaða viðtalið í Bítinu hafði Play tryggt sér á þriðja milljarð króna í hlutafjáraukningu. Jón Þór segir sögu íslensks flugreksturs ekki glæsilega undanfarin ár. „Þetta skaðar orðspor okkar út á við, Íslendinga í flugrekstri. Ég hef áhyggjur af því.“
Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Samkeppnismál Play Stéttarfélög Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira