Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. september 2025 23:53 Miklar skemmdir eru á byggingum víða um eyjuna. Getty Minnst tuttugu og tveir eru látnir eftir jarðskjálfta sem mældist 6,9 að stærð á Filippseyjum fyrr í dag. Jarðskjálftinn átti upptök sín við norðurenda eyjunnar Cebu, en þar búa 3,2 milljónir manna. CNN greinir frá því að jarðskjálftinn hafi átt upptök sín um 10 kílómetrum undir sjávarbotni ekki langt undan borginni Bogo á Cebu. Jarðskjálftinn hafi orðið klukkan tíu að kvöldi að staðartíma, og björgunaraðgerðir hafi staðið yfir í nótt. Richard Gordon, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Filippseyjum, segir að minnst þrettán hafi látist í bænum San Remigio, þegar íþróttavöllur hrundi, þar sem verið var að spila körfubolta. Miklar skemmdir urðu á þessari kirkjubyggingu.AP Sjúkraliðar Rauða krossins hafi til þessa hjúkrað minnst sextíu slösuðum. „Einhverjar kirkjur hrundu að hluta til, og sumir skólar voru rýmdir.“ Margir eftirskjálftar mældust á klukkutímunum eftir skjálftann. Gefin var út flóðbylgjuviðvörun strax eftir skjálftann, sem var felld úr gildi nokkrum klukkutímum seinna. Samkvæmt umfjöllun Guardian er fjöldi látinna orðinn 22. Þar segir að viðbragðsaðilar séu að störfum í öllum þeim borgum og bæjum sem urðu fyrir áhrifum af skjálftanum. „Það eru einhverjir ennþá fastir undir byggingum sem hrundu. Við vitum ekki hversu margir eru týndir,“ sagði Wilson Ramos, björgunarmaður við Guardian. Ónýtur vegur.Getty A strong magnitude 6.9 earthquake hit Bantayan Island, Philippines, affecting the St. Peter and Paul the Apostle Parish Church in Bantayan town. pic.twitter.com/dYPAq3vGxl— Weather Monitor (@WeatherMonitors) September 30, 2025 More video from the gala night of an international pageant in Cebu shows the moment the magnitude 6.9 earthquake hit the Philippines.Terrifying!pic.twitter.com/OmDtcXjkDc— Volcaholic 🌋 (@volcaholic1) September 30, 2025 Filippseyjar Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
CNN greinir frá því að jarðskjálftinn hafi átt upptök sín um 10 kílómetrum undir sjávarbotni ekki langt undan borginni Bogo á Cebu. Jarðskjálftinn hafi orðið klukkan tíu að kvöldi að staðartíma, og björgunaraðgerðir hafi staðið yfir í nótt. Richard Gordon, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Filippseyjum, segir að minnst þrettán hafi látist í bænum San Remigio, þegar íþróttavöllur hrundi, þar sem verið var að spila körfubolta. Miklar skemmdir urðu á þessari kirkjubyggingu.AP Sjúkraliðar Rauða krossins hafi til þessa hjúkrað minnst sextíu slösuðum. „Einhverjar kirkjur hrundu að hluta til, og sumir skólar voru rýmdir.“ Margir eftirskjálftar mældust á klukkutímunum eftir skjálftann. Gefin var út flóðbylgjuviðvörun strax eftir skjálftann, sem var felld úr gildi nokkrum klukkutímum seinna. Samkvæmt umfjöllun Guardian er fjöldi látinna orðinn 22. Þar segir að viðbragðsaðilar séu að störfum í öllum þeim borgum og bæjum sem urðu fyrir áhrifum af skjálftanum. „Það eru einhverjir ennþá fastir undir byggingum sem hrundu. Við vitum ekki hversu margir eru týndir,“ sagði Wilson Ramos, björgunarmaður við Guardian. Ónýtur vegur.Getty A strong magnitude 6.9 earthquake hit Bantayan Island, Philippines, affecting the St. Peter and Paul the Apostle Parish Church in Bantayan town. pic.twitter.com/dYPAq3vGxl— Weather Monitor (@WeatherMonitors) September 30, 2025 More video from the gala night of an international pageant in Cebu shows the moment the magnitude 6.9 earthquake hit the Philippines.Terrifying!pic.twitter.com/OmDtcXjkDc— Volcaholic 🌋 (@volcaholic1) September 30, 2025
Filippseyjar Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira