Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. september 2025 23:53 Miklar skemmdir eru á byggingum víða um eyjuna. Getty Minnst tuttugu og tveir eru látnir eftir jarðskjálfta sem mældist 6,9 að stærð á Filippseyjum fyrr í dag. Jarðskjálftinn átti upptök sín við norðurenda eyjunnar Cebu, en þar búa 3,2 milljónir manna. CNN greinir frá því að jarðskjálftinn hafi átt upptök sín um 10 kílómetrum undir sjávarbotni ekki langt undan borginni Bogo á Cebu. Jarðskjálftinn hafi orðið klukkan tíu að kvöldi að staðartíma, og björgunaraðgerðir hafi staðið yfir í nótt. Richard Gordon, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Filippseyjum, segir að minnst þrettán hafi látist í bænum San Remigio, þegar íþróttavöllur hrundi, þar sem verið var að spila körfubolta. Miklar skemmdir urðu á þessari kirkjubyggingu.AP Sjúkraliðar Rauða krossins hafi til þessa hjúkrað minnst sextíu slösuðum. „Einhverjar kirkjur hrundu að hluta til, og sumir skólar voru rýmdir.“ Margir eftirskjálftar mældust á klukkutímunum eftir skjálftann. Gefin var út flóðbylgjuviðvörun strax eftir skjálftann, sem var felld úr gildi nokkrum klukkutímum seinna. Samkvæmt umfjöllun Guardian er fjöldi látinna orðinn 22. Þar segir að viðbragðsaðilar séu að störfum í öllum þeim borgum og bæjum sem urðu fyrir áhrifum af skjálftanum. „Það eru einhverjir ennþá fastir undir byggingum sem hrundu. Við vitum ekki hversu margir eru týndir,“ sagði Wilson Ramos, björgunarmaður við Guardian. Ónýtur vegur.Getty A strong magnitude 6.9 earthquake hit Bantayan Island, Philippines, affecting the St. Peter and Paul the Apostle Parish Church in Bantayan town. pic.twitter.com/dYPAq3vGxl— Weather Monitor (@WeatherMonitors) September 30, 2025 More video from the gala night of an international pageant in Cebu shows the moment the magnitude 6.9 earthquake hit the Philippines.Terrifying!pic.twitter.com/OmDtcXjkDc— Volcaholic 🌋 (@volcaholic1) September 30, 2025 Filippseyjar Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
CNN greinir frá því að jarðskjálftinn hafi átt upptök sín um 10 kílómetrum undir sjávarbotni ekki langt undan borginni Bogo á Cebu. Jarðskjálftinn hafi orðið klukkan tíu að kvöldi að staðartíma, og björgunaraðgerðir hafi staðið yfir í nótt. Richard Gordon, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Filippseyjum, segir að minnst þrettán hafi látist í bænum San Remigio, þegar íþróttavöllur hrundi, þar sem verið var að spila körfubolta. Miklar skemmdir urðu á þessari kirkjubyggingu.AP Sjúkraliðar Rauða krossins hafi til þessa hjúkrað minnst sextíu slösuðum. „Einhverjar kirkjur hrundu að hluta til, og sumir skólar voru rýmdir.“ Margir eftirskjálftar mældust á klukkutímunum eftir skjálftann. Gefin var út flóðbylgjuviðvörun strax eftir skjálftann, sem var felld úr gildi nokkrum klukkutímum seinna. Samkvæmt umfjöllun Guardian er fjöldi látinna orðinn 22. Þar segir að viðbragðsaðilar séu að störfum í öllum þeim borgum og bæjum sem urðu fyrir áhrifum af skjálftanum. „Það eru einhverjir ennþá fastir undir byggingum sem hrundu. Við vitum ekki hversu margir eru týndir,“ sagði Wilson Ramos, björgunarmaður við Guardian. Ónýtur vegur.Getty A strong magnitude 6.9 earthquake hit Bantayan Island, Philippines, affecting the St. Peter and Paul the Apostle Parish Church in Bantayan town. pic.twitter.com/dYPAq3vGxl— Weather Monitor (@WeatherMonitors) September 30, 2025 More video from the gala night of an international pageant in Cebu shows the moment the magnitude 6.9 earthquake hit the Philippines.Terrifying!pic.twitter.com/OmDtcXjkDc— Volcaholic 🌋 (@volcaholic1) September 30, 2025
Filippseyjar Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Mest lesið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent