Betra sjóðstreymi með hækkandi gullverði og mæla með kaupum í Amaroq

Vænta má þess að gullvinnsla við Nalunaq-námuna verði búin að ná fullum afköstum um mitt næsta ár, að sögn hlutabréfagreinenda, og Amaroq verði þá farið að skila arðbærum rekstri en gullverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Í nýrri greiningu er verðmatsgengi félagsins hækkað nokkuð og mælt með kaupum.
Tengdar fréttir

Stækkar verulega hlut sinn í Amaroq og segir Grænland í „strategískum forgangi“
Danskur opinber fjárfestingarsjóður er orðinn einn allra stærsti hluthafi Amaroq Minerals eftir að hafa liðlega þrefaldað eignarhlut sinn í hlutafjárútboði auðlindafyrirtækisins en forstjórinn segir að Grænland sé núna í „strategískum forgangi“ hjá sjóðnum. Vegna verulegrar umframeftirspurnar frá erlendum fjárfestum var útboð Amaroq stækkað umtalsvert en aðkoma íslenskra fjárfesta reyndist hins vegar hverfandi, einkum vegna takmarkaðs áhuga lífeyrissjóða.