„Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2025 08:31 Það var ekki auðvelt að vera Rory McIlroy á Ryderbikarnum en hér er hann með liðsfélaga sínum Tommy Fleetwood. Til hliðar má sjá grínistann Heather McMahan. EPA/ERIK S. LESSER/@heatherkmcmahan Þulurinn á Ryderbikarnum hefur beðist afsökunar á því að hafa tekið þátt í dónalegum og klúrum söng um Rory McIlroy á meðan keppninni stóð um síðustu helgi. Uppátæki hennar vakti hörð viðbrögð og hún sagði af sér áður en keppni hófst daginn eftir. Þulurinn heitir Heather McMahan og hefur nú líka beðist afsökunar opinberlega. Hún starfar sem grínisti og leikari. Á laugardeginum, næstsíðasta degi Ryder-bikarsins, þá kallaði hún „Fuck you, Rory“ í hátalarakerfið. Bandarísku áhorfendurnir þóttu fara langt yfir öll velsæmismörk til að reyna að hafa áhrif á kylfinga Evrópuliðsins sem voru lengst af að pakka bandaríska liðinu saman. From @TheAthletic: Heather McMahan, a comedian who served as emcee at the Ryder Cup, apologized for participating in a foul-mouthed chant directed at Irish golfer Rory McIlroy on the tournament’s second day.https://t.co/4olPzCYOwf— The New York Times (@nytimes) October 2, 2025 „Ég tek fulla ábyrgð á þessu sjálf. Ég vil biðja Rory afsökunar og eins allt Evrópuliðið fyrir að segja þetta. Þetta var kjánalegt hjá mér,“ sagði Heather McMahan. „Ég byrjaði ekki sönginn og ég vil bara að það sé á hreinu. Ég byrjaði ekki á þessu en hvernig sem ég kom að þessum söng og þótt að ég hafi aðeins sagt þetta einu sinni þá var heimskulegt og asnalegt hjá mér,“ sagði McMahan. McIlroy sjálfur þurfti að biðja áhorfendur um að hætta þessu áður en hann sló högg sitt á fimmtándu holunni. Evrópuliðið náði upp mikilli forystu en var næstum því búið að missa það frá sér á lokadeginum. Evrópubúarnir héldu út og unnu Ryderbikarnum annað árið í röð og í fyrsta sinn á bandarískri grundu siðan 2012. Golf Ryder-bikarinn Tengdar fréttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Þó að Evrópubúar hafi verið himinlifandi eftir sigurinn gegn Bandaríkjunum í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, voru þeir hundóánægðir með framgöngu áhorfenda í New York sem sumir fóru langt yfir strikið. 29. september 2025 09:10 Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Keegan Bradley, fyrirliði Bandaríkjanna, hefur komið stuðningsmönnum bandaríska liðsins, sem hafa látið ófriðlega í Ryder-bikarnum, til varnar. 28. september 2025 09:32 Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Rory McIlroy fékk sig fullsaddan af frammíköllum bandarískra áhorfenda á Ryder-bikarnum í dag þegar hann svaraði þeim fullum hálsi. 27. september 2025 20:00 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Uppátæki hennar vakti hörð viðbrögð og hún sagði af sér áður en keppni hófst daginn eftir. Þulurinn heitir Heather McMahan og hefur nú líka beðist afsökunar opinberlega. Hún starfar sem grínisti og leikari. Á laugardeginum, næstsíðasta degi Ryder-bikarsins, þá kallaði hún „Fuck you, Rory“ í hátalarakerfið. Bandarísku áhorfendurnir þóttu fara langt yfir öll velsæmismörk til að reyna að hafa áhrif á kylfinga Evrópuliðsins sem voru lengst af að pakka bandaríska liðinu saman. From @TheAthletic: Heather McMahan, a comedian who served as emcee at the Ryder Cup, apologized for participating in a foul-mouthed chant directed at Irish golfer Rory McIlroy on the tournament’s second day.https://t.co/4olPzCYOwf— The New York Times (@nytimes) October 2, 2025 „Ég tek fulla ábyrgð á þessu sjálf. Ég vil biðja Rory afsökunar og eins allt Evrópuliðið fyrir að segja þetta. Þetta var kjánalegt hjá mér,“ sagði Heather McMahan. „Ég byrjaði ekki sönginn og ég vil bara að það sé á hreinu. Ég byrjaði ekki á þessu en hvernig sem ég kom að þessum söng og þótt að ég hafi aðeins sagt þetta einu sinni þá var heimskulegt og asnalegt hjá mér,“ sagði McMahan. McIlroy sjálfur þurfti að biðja áhorfendur um að hætta þessu áður en hann sló högg sitt á fimmtándu holunni. Evrópuliðið náði upp mikilli forystu en var næstum því búið að missa það frá sér á lokadeginum. Evrópubúarnir héldu út og unnu Ryderbikarnum annað árið í röð og í fyrsta sinn á bandarískri grundu siðan 2012.
Golf Ryder-bikarinn Tengdar fréttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Þó að Evrópubúar hafi verið himinlifandi eftir sigurinn gegn Bandaríkjunum í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, voru þeir hundóánægðir með framgöngu áhorfenda í New York sem sumir fóru langt yfir strikið. 29. september 2025 09:10 Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Keegan Bradley, fyrirliði Bandaríkjanna, hefur komið stuðningsmönnum bandaríska liðsins, sem hafa látið ófriðlega í Ryder-bikarnum, til varnar. 28. september 2025 09:32 Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Rory McIlroy fékk sig fullsaddan af frammíköllum bandarískra áhorfenda á Ryder-bikarnum í dag þegar hann svaraði þeim fullum hálsi. 27. september 2025 20:00 Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Þó að Evrópubúar hafi verið himinlifandi eftir sigurinn gegn Bandaríkjunum í gær, í Ryder-bikarnum í golfi, voru þeir hundóánægðir með framgöngu áhorfenda í New York sem sumir fóru langt yfir strikið. 29. september 2025 09:10
Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Keegan Bradley, fyrirliði Bandaríkjanna, hefur komið stuðningsmönnum bandaríska liðsins, sem hafa látið ófriðlega í Ryder-bikarnum, til varnar. 28. september 2025 09:32
Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Rory McIlroy fékk sig fullsaddan af frammíköllum bandarískra áhorfenda á Ryder-bikarnum í dag þegar hann svaraði þeim fullum hálsi. 27. september 2025 20:00