Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. október 2025 07:56 Combs verður gerð refsing í dag. AP Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs segist breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár. Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, verður gerð refsing í dag. Diddy, sem var fundinn sekur um vændi og á yfir höfði sér 20 ára fangelsi, segir í bréfi til dómarans í málinu að fangelsisvistin hafi breytt honum og hann iðrist alls þess sársauka sem hann hafi valdið öðrum. Varðandi árás sína á þáverandi kærustu, tónlistarkonuna Cassie Venture, segist hann miður sín. „Ég bókstaflega missti vitið,“ segir hann um atvikið, sem átti sér stað á hóteli og náðist á öryggismyndavélar. „Heimilisofbeldið sem ég beitti er þung byrði sem ég mun alltaf bera.“ Þá biður hann aðra konu sem bar vitni gegn honum, en var aðeins nefnd „Jane“ í fréttaflutningi, afsökunar og segist hafa tapað sér í eiturlyfjum og ofgnótt. „Ég fór villu vegar,“ segir Diddy. „Fall mitt má rekja til sjálfselsku minnar.“ Segist hann hafa verið brotinn til mergjar. Hann sé nú edrú í fyrsta sinn í 25 ár og breyttur maður. „Gamli ég dó í fangelsinu og ný útgáfa af mér endurfæddist,“ segir Diddy í bréfinu. Hann segir það mögulega freista dómarans að gera hann að dæmisögu fyrir aðra með því að dæma hann harkalega, en hvetur hann í staðinn til að gera hann að dæmisögu um það hvað menn geta gert þegar þeir fá annað tækifæri. Í bréfinu til dómarans biðlar Combs til hans um að sýna sér miskun, barnanna sinna vegna.Getty/Eduardo Munoz Fórnarlömb tónlistarmannsins hafa hvatt dómarann til að gefa honum þungan dóm, meðal annars Ventura. Segist hún óttast hefndaraðgerðir ef hann verður látinn laus. „Hann hefur engan áhuga á því að breytast eða verða betri maður,“ segir hún. „Hann verður alltaf sami grimmi, valdagráðugi, svikuli maðurinn sem hann er.“ Combs mun taka til máls þegar hann verður dæmdur í dag og þá hyggjast verjendur hans sýna fimmtán mínútna myndskeið. Ekki er vitað hvað myndskeiðið sýnir. Saksóknarar segja tónlistarmanninn ekki hafa sýnt neina raunverulega iðrun og benda á hvernig hann hafi freistað þess að túlka ofbeldi sitt sem afleiðingu „eitraðra sambanda“ þar sem báðir áttu sök. „En það er ekkert gagnkvæmt í sambandi þar sem önnur manneskjan hefur allt vald og hin er marin og blóðug,“ segja þeir. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Diddy, sem var fundinn sekur um vændi og á yfir höfði sér 20 ára fangelsi, segir í bréfi til dómarans í málinu að fangelsisvistin hafi breytt honum og hann iðrist alls þess sársauka sem hann hafi valdið öðrum. Varðandi árás sína á þáverandi kærustu, tónlistarkonuna Cassie Venture, segist hann miður sín. „Ég bókstaflega missti vitið,“ segir hann um atvikið, sem átti sér stað á hóteli og náðist á öryggismyndavélar. „Heimilisofbeldið sem ég beitti er þung byrði sem ég mun alltaf bera.“ Þá biður hann aðra konu sem bar vitni gegn honum, en var aðeins nefnd „Jane“ í fréttaflutningi, afsökunar og segist hafa tapað sér í eiturlyfjum og ofgnótt. „Ég fór villu vegar,“ segir Diddy. „Fall mitt má rekja til sjálfselsku minnar.“ Segist hann hafa verið brotinn til mergjar. Hann sé nú edrú í fyrsta sinn í 25 ár og breyttur maður. „Gamli ég dó í fangelsinu og ný útgáfa af mér endurfæddist,“ segir Diddy í bréfinu. Hann segir það mögulega freista dómarans að gera hann að dæmisögu fyrir aðra með því að dæma hann harkalega, en hvetur hann í staðinn til að gera hann að dæmisögu um það hvað menn geta gert þegar þeir fá annað tækifæri. Í bréfinu til dómarans biðlar Combs til hans um að sýna sér miskun, barnanna sinna vegna.Getty/Eduardo Munoz Fórnarlömb tónlistarmannsins hafa hvatt dómarann til að gefa honum þungan dóm, meðal annars Ventura. Segist hún óttast hefndaraðgerðir ef hann verður látinn laus. „Hann hefur engan áhuga á því að breytast eða verða betri maður,“ segir hún. „Hann verður alltaf sami grimmi, valdagráðugi, svikuli maðurinn sem hann er.“ Combs mun taka til máls þegar hann verður dæmdur í dag og þá hyggjast verjendur hans sýna fimmtán mínútna myndskeið. Ekki er vitað hvað myndskeiðið sýnir. Saksóknarar segja tónlistarmanninn ekki hafa sýnt neina raunverulega iðrun og benda á hvernig hann hafi freistað þess að túlka ofbeldi sitt sem afleiðingu „eitraðra sambanda“ þar sem báðir áttu sök. „En það er ekkert gagnkvæmt í sambandi þar sem önnur manneskjan hefur allt vald og hin er marin og blóðug,“ segja þeir.
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira