752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar 3. október 2025 12:31 Þjóðaröryggisráð hefur verið kallað saman vegna fjölþáttaógnar sem steðja að Íslandi. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis hefur enginn dáið úr fjölþáttaógn á Íslandi. Á tíu ára tímabili, 2014 til 2023, létust hins vegar 752 Íslendingar vegna geðheilsutengds vanda (sjálfsvíg og lyfjaeitranir). Þjóðaröryggisráð hefur aldrei komið saman vegna ótímabæra dauðsfalla vegna geðræns vanda. Á þessi tíu ára tímabili dóu 17 Íslendingar yngri en 18 ára vegna geðheilsutengds vanda. Það dóu 160 á aldrinum 18 til 29 ára úr geðheilsutengdum vanda og 234 á aldrinum 30 til 44 ára. Samtals dóu 304 Íslendingar á aldrinum 10 til 29 ára á þessu 10 ára tímabili. Dánarorsök 177 þeirra var geðheilsutengdur. Þetta þýðir að 58% þeirra, sem dóu á þessum aldri, dóu vegna geðheilsutengds vanda. Vindmyllur og raunveruleiki Frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar til ársins 1991 voru Sovétríkin ógn okkar á Vesturlöndum. Þegar kaldastríðinu lauk þurftum við nýja ógn og hana fundum við í hryðjuverkum og Osama Bin Laden. Þegar búið var að ráðast inn í fjölmörg ríki og lýsa yfir sigri í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ þurfti að finna nýja ógn. Hún er nú fundin og kallast: fjölþáttaógn. Og peningarnir streyma í þessa vá – rétt eins þeir streymdu í aðrar vindmyllur alheimsógna vopnaframleiðenda. Þjóðaröryggisráðið ítrekað kallað saman og brúnaþungir ráðamenn eru ómyrkir í máli. Á 10 árum dóu 177 á aldrinum 10 til 29 ára vegna geðheilsubrests. Það þýðir 17,7 að meðaltali á ári bara í þessum aldursflokki. Þetta er hin raunverulega ógn sem steðjar að okkar samfélagi. Það hefur hins vegar enginn farið í málþóf eða kallað eftir neyðarfundi í þjóðaröryggisráði vegna þessarar banvænu ógnar. Á henni er ekki tekið í fjárlagafrumvarpi ársins 2026 – hvorki í umfjöllun eða aðgerðum. Orðið geð, sem orð eða hluti af orði, kemur 12 sinnum fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Orðin öryggi og varnar, sem heil orð eða hluti af öðrum, koma hins vegar fyrir 69 sinnum í sama frumvarpi. Þá er búið að draga frá öryggisvistun og öryggisúrræði sem tengjast fangelsis og geðheilbrigðismálum. Hver er hin raunverulega ógn sem steðjar að íslensku samfélagi? Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímur Atlason Geðheilbrigði Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þjóðaröryggisráð hefur verið kallað saman vegna fjölþáttaógnar sem steðja að Íslandi. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis hefur enginn dáið úr fjölþáttaógn á Íslandi. Á tíu ára tímabili, 2014 til 2023, létust hins vegar 752 Íslendingar vegna geðheilsutengds vanda (sjálfsvíg og lyfjaeitranir). Þjóðaröryggisráð hefur aldrei komið saman vegna ótímabæra dauðsfalla vegna geðræns vanda. Á þessi tíu ára tímabili dóu 17 Íslendingar yngri en 18 ára vegna geðheilsutengds vanda. Það dóu 160 á aldrinum 18 til 29 ára úr geðheilsutengdum vanda og 234 á aldrinum 30 til 44 ára. Samtals dóu 304 Íslendingar á aldrinum 10 til 29 ára á þessu 10 ára tímabili. Dánarorsök 177 þeirra var geðheilsutengdur. Þetta þýðir að 58% þeirra, sem dóu á þessum aldri, dóu vegna geðheilsutengds vanda. Vindmyllur og raunveruleiki Frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar til ársins 1991 voru Sovétríkin ógn okkar á Vesturlöndum. Þegar kaldastríðinu lauk þurftum við nýja ógn og hana fundum við í hryðjuverkum og Osama Bin Laden. Þegar búið var að ráðast inn í fjölmörg ríki og lýsa yfir sigri í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ þurfti að finna nýja ógn. Hún er nú fundin og kallast: fjölþáttaógn. Og peningarnir streyma í þessa vá – rétt eins þeir streymdu í aðrar vindmyllur alheimsógna vopnaframleiðenda. Þjóðaröryggisráðið ítrekað kallað saman og brúnaþungir ráðamenn eru ómyrkir í máli. Á 10 árum dóu 177 á aldrinum 10 til 29 ára vegna geðheilsubrests. Það þýðir 17,7 að meðaltali á ári bara í þessum aldursflokki. Þetta er hin raunverulega ógn sem steðjar að okkar samfélagi. Það hefur hins vegar enginn farið í málþóf eða kallað eftir neyðarfundi í þjóðaröryggisráði vegna þessarar banvænu ógnar. Á henni er ekki tekið í fjárlagafrumvarpi ársins 2026 – hvorki í umfjöllun eða aðgerðum. Orðið geð, sem orð eða hluti af orði, kemur 12 sinnum fyrir í fjárlagafrumvarpinu. Orðin öryggi og varnar, sem heil orð eða hluti af öðrum, koma hins vegar fyrir 69 sinnum í sama frumvarpi. Þá er búið að draga frá öryggisvistun og öryggisúrræði sem tengjast fangelsis og geðheilbrigðismálum. Hver er hin raunverulega ógn sem steðjar að íslensku samfélagi? Höfundur er framkvæmdastjóri Geðhjálpar.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun