Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. október 2025 10:01 Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, rifjar skemmtilega lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudagskvöldum þegar hann rifjar upp fallna spýtu og kýló óg fleira á Ísafirði þegar hann ólst upp. Á morgnana snúast samráðsfundir heimilanna helst um hversu margir verða í kvöldmat. Vísir/Anton Brink Með fjóra unglinga á heimilinu snýst stærsta spurningin á morgnana um það hversu margir verða í kvöldmat segir Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Sem segir Fallin spýta og kýló hafa verið uppáhalds útileikirnir hans á Ísafirði forðum daga. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan hringir 6:50 en ég er dyggur aðdáandi snooze takkans. Oftast er eiginkonan að koma inn eftir morgungönguna með hundinn þegar ég skríð loks framúr. Flesta morgna keyri ég einn unglinginn í menntaskóla á leið til vinnu. Nú seinkaði MR upphafi skóladags og það án þess að spyrja mig álits!“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Tek úr uppþvottavélinni, en á meðan kaffið hellist uppá skoða ég dagbókina mína í símanum, les því næst Moggann og/eða Heimildina, fer loks yfir daginn með eiginkonunni og börnunum. Við erum með fjóra unglinga eða ungt fólk í heimili og helsta markmiðið með morgunsamráðinu er að áætla fjöldann í kvöldmat. Sú áætlun stenst orðið sjaldnar en áður.“ Hver var skemmtilegasti útileikurinn þegar þú varst lítill? Fallin spýta og kýló! Ég ólst upp í efri bænum á Ísafirði. Hverfið var fullt af börnum og mikið líf á götum þess fram eftir kvöldi, sér í lagi á Hlíðarveginum. Fimmtudagskvöldin voru fjölmennust og best út af sotlu! Ég og tveir æskuvinir mínir vorum dúfnabændur þar til við lentum í stórbruna. Ég man enn tölurnar úr tjóninu; 23 dúfur og 10 egg brunnu inni. Vinur minn náði að bjarga einni úr eldhafinu en við þá aðgerð sviðnuðu augnhár hans. Eftir brunann snerum við okkur alfarið að útgerð árabáts sem við smíðuðum sjálfir, þar til bátnum hvolfdi og mæður okkar stöðvuðu frekari framþróun þeirrar útgerðar. Næsta uppátæki var uppbygging golfvallar í hlíðum Eyrarfjalls, en kylfurnar voru til að byrja með heimasmíðaðar úr aflögðum bílaþvottakústum frá bensínstöðinni. Eldri bróðir minn hafði einhvern tímann keypt eina golfkylfu, sexu, og um 11 ára aldur tókst mér að eigna mér hana. Þetta var upphafið á golfáhuganum sem svo færðist í vöxt. Golf er tímafrekt áhugamál og ég hef ekki gefið því tíma síðan á unglingsárum, en bíð eftir rólegri tíma!“ Gunnar segir spurningu um skipulagið koma á viðkvæmum tíma. Því lengi hafi hann verið súpernotandi OneNote og Outlook og því frekar seinfær, að mati unga fólksins í vinnunni, að taka venja sig á skilvirkari lausnir sem nú hafa verið innleiddar eins og Asana. Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Gerð fjárhagsáætlunar er ávallt verkefni þessa tíma árs. Í vikunni skrifuðum við jafnframt undir samning við Múlakaffi um vetrarrekstur nýrrar farþegamiðstöðvar okkar við Viðeyjarsund. Við gerum okkur vonir um að þessi glæsilega bygging verði eitt af stóru viðburðarrýmum borgarinnar á komandi árum. Innleiðing stefnu og stefnumarkmiða sem stjórnin okkar samþykkti s.l. vetur tekur einnig tíma þessi misserin og mikið er að gerast hjá okkur á hafnarsvæði Grundartanga en fjögur fyrirtæki sem eru að þróa stórverkefni eiga í viðræðum við okkur um lóðir og hafnaraðstöðu. Vegagerðin hefur boðað kynningu á niðurstöðum umhverfismats þriggja kosta við lagningu Sundabrautar. Við erum viðbúin því að tveir þeirra hafi mikil áhrif á skipulag og starfsemi Sundahafnar - hryggjastykkisins í rekstri Faxaflóahafna - og við höfum verið að undirbúa okkur undir viðræður um þessar mismunandi útfærslur. Að lokum má geta þess að mjög skyndilegar og margþáttar breytingar á skattaumhverfi skemmtiferðaskipa virðast ætla að baka okkur nokkurt tjón. Töluverður tími hefur farið í það að undanförnu að skilja áhrif þeirra breytinga og ræða við stjórnvöld um leiðir sem við teljum skynsamlegri.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Þessi spurning kemur á viðkvæmum tíma. Ég hef verið supernotandi OneNote og Outlook. Nú hef ég sannfærst að sumt sem ég geri þar ætti betur heima í nýrri og skilvirkari lausnum sem við höfum innleitt, svo sem Asana. Mér gengur hins vegar ekkert alltof vel að tileinka mér þær breytingar og ég skil sífellt betur orðatiltækið að erfitt sé að kenna gömlum hundi að sitja. Samstarfsfólk mitt af yngri kynslóðinni skilur ekki hvers vegna ég er svona lengi að þessu, en ég hef lofað bót og betrun.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þegar frágangi er lokið í eldhúsinu eftir kvöldmat sest ég við tölvuna. Það er oft besti tíminn, engin truflun og auðvelt að sökkva sér betur í flóknari mál. Ég á það til að drolla fram eftir, stundum fram yfir miðnætti, en er að reyna að hætta því. Ég reyni þó að gæta þess að bögga samstarfsfólk mitt ekki að óþörfu á þessum tíma og nota óspart fídusana í Outlook og Teams sem gera manni kleift aðsenda skilaboðin ekki fyrr en við upphaf næsta vinnudags.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Auðvitað eru það helst krimmasögur sem Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, les eða hlustar á fyrir nóttina, en í brandarabankanum segist hún mögulega ekkert endilega mjög djúp. Finnst húmorinn þó ómissandi og algjörlega vanmetinn. 20. september 2025 10:00 „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Dellukallinn Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags, er ekkert fyrir að dúlla sér á morgnana. Er ýmist kominn út á augnabliki eða korteri. Guðni segist frekar myndi velja að vera með Tinna í flugsætinu við hliðina á sér en Elon Musk. 13. september 2025 10:00 Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, segist hvorki vera A né B týpa; Hún sé C-týpa sem þýði að hún vill fara að sofa snemma og sofa út! „Ingunn mín er rólegt að gera hjá þér núna“ spyr eiginmaðurinn glöggi þegar Ingunn er eitthvað sunnan við sig. 6. september 2025 10:02 Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Unnur Ýr Konráðsdóttir, mannauðstjóri og varaformaður Mannauðs, liggur áfram upp í rúmi og kíkir á símann sinn á meðan hún bíður eftir því að baðherbergið losni á morgnana. Enda tveir unglingar á heimilinu sem hún segir þurfa sinn tíma þar. 27. september 2025 10:03 Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, er ekki góður söngvari. Að minnsta kosti hryllir fjölskyldunni við þegar hann fær lag á heilann og syngur það hástöfum. Blessunarlega erfðu börnin ekki þennan skort á sönghæfileikunum. 10. maí 2025 10:04 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Klukkan hringir 6:50 en ég er dyggur aðdáandi snooze takkans. Oftast er eiginkonan að koma inn eftir morgungönguna með hundinn þegar ég skríð loks framúr. Flesta morgna keyri ég einn unglinginn í menntaskóla á leið til vinnu. Nú seinkaði MR upphafi skóladags og það án þess að spyrja mig álits!“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Tek úr uppþvottavélinni, en á meðan kaffið hellist uppá skoða ég dagbókina mína í símanum, les því næst Moggann og/eða Heimildina, fer loks yfir daginn með eiginkonunni og börnunum. Við erum með fjóra unglinga eða ungt fólk í heimili og helsta markmiðið með morgunsamráðinu er að áætla fjöldann í kvöldmat. Sú áætlun stenst orðið sjaldnar en áður.“ Hver var skemmtilegasti útileikurinn þegar þú varst lítill? Fallin spýta og kýló! Ég ólst upp í efri bænum á Ísafirði. Hverfið var fullt af börnum og mikið líf á götum þess fram eftir kvöldi, sér í lagi á Hlíðarveginum. Fimmtudagskvöldin voru fjölmennust og best út af sotlu! Ég og tveir æskuvinir mínir vorum dúfnabændur þar til við lentum í stórbruna. Ég man enn tölurnar úr tjóninu; 23 dúfur og 10 egg brunnu inni. Vinur minn náði að bjarga einni úr eldhafinu en við þá aðgerð sviðnuðu augnhár hans. Eftir brunann snerum við okkur alfarið að útgerð árabáts sem við smíðuðum sjálfir, þar til bátnum hvolfdi og mæður okkar stöðvuðu frekari framþróun þeirrar útgerðar. Næsta uppátæki var uppbygging golfvallar í hlíðum Eyrarfjalls, en kylfurnar voru til að byrja með heimasmíðaðar úr aflögðum bílaþvottakústum frá bensínstöðinni. Eldri bróðir minn hafði einhvern tímann keypt eina golfkylfu, sexu, og um 11 ára aldur tókst mér að eigna mér hana. Þetta var upphafið á golfáhuganum sem svo færðist í vöxt. Golf er tímafrekt áhugamál og ég hef ekki gefið því tíma síðan á unglingsárum, en bíð eftir rólegri tíma!“ Gunnar segir spurningu um skipulagið koma á viðkvæmum tíma. Því lengi hafi hann verið súpernotandi OneNote og Outlook og því frekar seinfær, að mati unga fólksins í vinnunni, að taka venja sig á skilvirkari lausnir sem nú hafa verið innleiddar eins og Asana. Vísir/Anton Brink Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Gerð fjárhagsáætlunar er ávallt verkefni þessa tíma árs. Í vikunni skrifuðum við jafnframt undir samning við Múlakaffi um vetrarrekstur nýrrar farþegamiðstöðvar okkar við Viðeyjarsund. Við gerum okkur vonir um að þessi glæsilega bygging verði eitt af stóru viðburðarrýmum borgarinnar á komandi árum. Innleiðing stefnu og stefnumarkmiða sem stjórnin okkar samþykkti s.l. vetur tekur einnig tíma þessi misserin og mikið er að gerast hjá okkur á hafnarsvæði Grundartanga en fjögur fyrirtæki sem eru að þróa stórverkefni eiga í viðræðum við okkur um lóðir og hafnaraðstöðu. Vegagerðin hefur boðað kynningu á niðurstöðum umhverfismats þriggja kosta við lagningu Sundabrautar. Við erum viðbúin því að tveir þeirra hafi mikil áhrif á skipulag og starfsemi Sundahafnar - hryggjastykkisins í rekstri Faxaflóahafna - og við höfum verið að undirbúa okkur undir viðræður um þessar mismunandi útfærslur. Að lokum má geta þess að mjög skyndilegar og margþáttar breytingar á skattaumhverfi skemmtiferðaskipa virðast ætla að baka okkur nokkurt tjón. Töluverður tími hefur farið í það að undanförnu að skilja áhrif þeirra breytinga og ræða við stjórnvöld um leiðir sem við teljum skynsamlegri.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Þessi spurning kemur á viðkvæmum tíma. Ég hef verið supernotandi OneNote og Outlook. Nú hef ég sannfærst að sumt sem ég geri þar ætti betur heima í nýrri og skilvirkari lausnum sem við höfum innleitt, svo sem Asana. Mér gengur hins vegar ekkert alltof vel að tileinka mér þær breytingar og ég skil sífellt betur orðatiltækið að erfitt sé að kenna gömlum hundi að sitja. Samstarfsfólk mitt af yngri kynslóðinni skilur ekki hvers vegna ég er svona lengi að þessu, en ég hef lofað bót og betrun.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þegar frágangi er lokið í eldhúsinu eftir kvöldmat sest ég við tölvuna. Það er oft besti tíminn, engin truflun og auðvelt að sökkva sér betur í flóknari mál. Ég á það til að drolla fram eftir, stundum fram yfir miðnætti, en er að reyna að hætta því. Ég reyni þó að gæta þess að bögga samstarfsfólk mitt ekki að óþörfu á þessum tíma og nota óspart fídusana í Outlook og Teams sem gera manni kleift aðsenda skilaboðin ekki fyrr en við upphaf næsta vinnudags.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Auðvitað eru það helst krimmasögur sem Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, les eða hlustar á fyrir nóttina, en í brandarabankanum segist hún mögulega ekkert endilega mjög djúp. Finnst húmorinn þó ómissandi og algjörlega vanmetinn. 20. september 2025 10:00 „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Dellukallinn Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags, er ekkert fyrir að dúlla sér á morgnana. Er ýmist kominn út á augnabliki eða korteri. Guðni segist frekar myndi velja að vera með Tinna í flugsætinu við hliðina á sér en Elon Musk. 13. september 2025 10:00 Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, segist hvorki vera A né B týpa; Hún sé C-týpa sem þýði að hún vill fara að sofa snemma og sofa út! „Ingunn mín er rólegt að gera hjá þér núna“ spyr eiginmaðurinn glöggi þegar Ingunn er eitthvað sunnan við sig. 6. september 2025 10:02 Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Unnur Ýr Konráðsdóttir, mannauðstjóri og varaformaður Mannauðs, liggur áfram upp í rúmi og kíkir á símann sinn á meðan hún bíður eftir því að baðherbergið losni á morgnana. Enda tveir unglingar á heimilinu sem hún segir þurfa sinn tíma þar. 27. september 2025 10:03 Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, er ekki góður söngvari. Að minnsta kosti hryllir fjölskyldunni við þegar hann fær lag á heilann og syngur það hástöfum. Blessunarlega erfðu börnin ekki þennan skort á sönghæfileikunum. 10. maí 2025 10:04 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Auðvitað eru það helst krimmasögur sem Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, les eða hlustar á fyrir nóttina, en í brandarabankanum segist hún mögulega ekkert endilega mjög djúp. Finnst húmorinn þó ómissandi og algjörlega vanmetinn. 20. september 2025 10:00
„Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Dellukallinn Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags, er ekkert fyrir að dúlla sér á morgnana. Er ýmist kominn út á augnabliki eða korteri. Guðni segist frekar myndi velja að vera með Tinna í flugsætinu við hliðina á sér en Elon Musk. 13. september 2025 10:00
Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Ingunn Svala Leifsdóttir, framkvæmdastjóri Olís, segist hvorki vera A né B týpa; Hún sé C-týpa sem þýði að hún vill fara að sofa snemma og sofa út! „Ingunn mín er rólegt að gera hjá þér núna“ spyr eiginmaðurinn glöggi þegar Ingunn er eitthvað sunnan við sig. 6. september 2025 10:02
Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Unnur Ýr Konráðsdóttir, mannauðstjóri og varaformaður Mannauðs, liggur áfram upp í rúmi og kíkir á símann sinn á meðan hún bíður eftir því að baðherbergið losni á morgnana. Enda tveir unglingar á heimilinu sem hún segir þurfa sinn tíma þar. 27. september 2025 10:03
Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, er ekki góður söngvari. Að minnsta kosti hryllir fjölskyldunni við þegar hann fær lag á heilann og syngur það hástöfum. Blessunarlega erfðu börnin ekki þennan skort á sönghæfileikunum. 10. maí 2025 10:04
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent