„Algjörlega alveg út í hött“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. október 2025 23:16 Íbúar við Grettisgötu kvarta sáran yfir hljóðmengun sem fylgja framkvæmdunum. Vísir/Anton Brink Íbúi við Grettisgötu segist upplifa valdaleysi og örvæntingu gagnvart kerfinu en að hávaðasamar framkvæmdir hafa staðið yfir steinsnar frá heimili hans mörgum mánuðum lengur en upphaflega stóð til. Hann segir framkvæmdina glórulausa og heilsuspillandi. Íbúar við Grettisgötu hafa stofnað undirskriftarlista til að mótmæla framkvæmdum sem fara fram hér, steinsnar frá heimili þeirra en þau segja hávaðann hafa heilsuspillandi áhrif. „Alveg út í hött“ Framkvæmdir að grunni hafa staðið yfir síðan í apríl með skömmum hléum en íbúum var upphaflega tjáð að þeim ætti að ljúka í júní. Nú þegar október er genginn í garð segja íbúar nóg komið. Íbúi segist ekkert botna í því að leyfi hafi fengist fyrir framkvæmdinni sem hann segir glórulausa frá upphafi. Engin grenndarkynning hafi farið fram né samráð að hans sögn. „Algjörlega alveg út í hött. Sá sem gerði þetta fyrir hönd þessarar verkfræðistofu. Annað hvort hefur hann aldrei gert svona áður eða bara að menn voru vísvitandi að reyna koma þessu í gegn svona á einhverjum fölskum forsendum. Ég held að þetta verði fram að jólum. Því samkvæmt teikningum ætla þeir einn metra rúmlega til viðbótar hérna niður.“ „Bara streita og álag“ Borað er í stærðarinnar klöpp fyrir kjallara og segir hann ekki að undra að verkið gangi hægt. Hann segir að ekki sé kjallari undir neinum húsum í grenndinni vegna umrædds kletts. Fyrir utan hótel skammt frá sem hafi þó þurft að færa framkvæmdirnar örlítið á sínum tíma. Það sé erfitt að geta ekki opnað gluggann á eigin heimili en eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan þá magnast hávaðinn mikið upp við það. Hvernig áhrif hefur þetta haft á þitt líf og þína heilsu? „Bara ömurleg. Algjörlega. Ég var í svefnrannsókn núna nýlega og næ ekki 20 prósenta og hvíld og það er bara streita og álag.“ Kvartað og kvartað en engin svör Hann upplifi valdleysi gagnvart kerfinu sem ansi engu. Lögfræðingur sé kominn í málið og vonir bundnar við að Reykjavíkurborg bregðist við listanum. „Við erum búin að kvarta mikið og það hefur enginn svarað okkur.“ Og hvað vonist þið til að verði gert núna upp úr þessu? „Að þetta verði stöðvað eins og skot og þetta verði endurskoðað.“ Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Íbúar við Grettisgötu hafa stofnað undirskriftarlista til að mótmæla framkvæmdum sem fara fram hér, steinsnar frá heimili þeirra en þau segja hávaðann hafa heilsuspillandi áhrif. „Alveg út í hött“ Framkvæmdir að grunni hafa staðið yfir síðan í apríl með skömmum hléum en íbúum var upphaflega tjáð að þeim ætti að ljúka í júní. Nú þegar október er genginn í garð segja íbúar nóg komið. Íbúi segist ekkert botna í því að leyfi hafi fengist fyrir framkvæmdinni sem hann segir glórulausa frá upphafi. Engin grenndarkynning hafi farið fram né samráð að hans sögn. „Algjörlega alveg út í hött. Sá sem gerði þetta fyrir hönd þessarar verkfræðistofu. Annað hvort hefur hann aldrei gert svona áður eða bara að menn voru vísvitandi að reyna koma þessu í gegn svona á einhverjum fölskum forsendum. Ég held að þetta verði fram að jólum. Því samkvæmt teikningum ætla þeir einn metra rúmlega til viðbótar hérna niður.“ „Bara streita og álag“ Borað er í stærðarinnar klöpp fyrir kjallara og segir hann ekki að undra að verkið gangi hægt. Hann segir að ekki sé kjallari undir neinum húsum í grenndinni vegna umrædds kletts. Fyrir utan hótel skammt frá sem hafi þó þurft að færa framkvæmdirnar örlítið á sínum tíma. Það sé erfitt að geta ekki opnað gluggann á eigin heimili en eins og heyra má í spilaranum hér fyrir neðan þá magnast hávaðinn mikið upp við það. Hvernig áhrif hefur þetta haft á þitt líf og þína heilsu? „Bara ömurleg. Algjörlega. Ég var í svefnrannsókn núna nýlega og næ ekki 20 prósenta og hvíld og það er bara streita og álag.“ Kvartað og kvartað en engin svör Hann upplifi valdleysi gagnvart kerfinu sem ansi engu. Lögfræðingur sé kominn í málið og vonir bundnar við að Reykjavíkurborg bregðist við listanum. „Við erum búin að kvarta mikið og það hefur enginn svarað okkur.“ Og hvað vonist þið til að verði gert núna upp úr þessu? „Að þetta verði stöðvað eins og skot og þetta verði endurskoðað.“
Reykjavík Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira