Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2025 19:45 Andrea var mögnuð í dag. Sven Hoppe/Getty Images Alls litu tíu íslensk mörk dagsins ljós þegar Blomberg-Lippe vann útisigur á Zwickau í efstu deild þýska kvennahandboltans. Þá voru fjölmargir aðrir Íslendingar í eldlínunni. Andrea Jacobsen átti frábæran leik í sex marka sigri Blomberg-Lippe, lokatölur 29-35.Andrea var markahæst í liði Blomberg-Lippe með sex mörk, ofan á það gaf hún þrjár stoðsendingar. Díana Dögg Magnúsdóttir, sem lék áður með Zwickau, skoraði tvö mörk sem og Elín Rósa Magnúsdóttir. Eftir sigur dagsins er Blomberg-Lippe með fullt hús stig á toppi þýsku deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. Elín Klara Þorkelsdóttir átti þá frábæran leik þegar Sävehof vann tveggja marka sigur á Benfica ytra í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar, lokatölur 27-29. Elín Klara skoraði sjö mörk úr átta skotum í leiknum. Sænska liðið hafði unnið fyrri leik liðanna með eins marks mun og er því komið áfram í 3. umferð undankeppninnar. Í efstu deild karla í Þýskalandi skoraði Blær Hinriksson eitt mark og lagði upp þrjú til viðbótar þegar lið hans Leipzig steinlá á heimavelli gegn Flensburg, lokatölur 24-42. Leipzig er í 17. sæti af 18 liðum með eitt stig eftir sex umferðir. Ýmir Örn Gíslason skoraði þá tvö mörk í fjögurra marka sigri Göppingen á Burgdorf, 30-26. Göppingen er í 8. sæti með sjö stig. Viggó Kristjánsson átti svo stórleik fyrir Erlangen sem mátti þola þriggja marka tap á heimavelli gegn Füchse Berlín, 35-38. Viggó kom með beinum hætti að tíu mörkum, skoraði sjö sjálfur og gaf þrjár stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson gaf eina stoðsendingu. Erlangen er í 9. sæti með sex stig. Í Danmörku skoraði Kristján Örn Kristjánsson tvö mörk þegar lið hans SAH mátti þola þriggja marka tap á heimavelli gegn Mors-Thy, lokatölur 28-31. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði einnig tvö mörk þegar Ringsted skíttapaði fyrir Bjerringro-Silkeborg, lokatölur 23-32. Ísak Gústafsson skoraði eitt marka Ringsted í leiknum. Að endingu skoraði Elvar Ásgeirsson þrjú mörk úr jafn mörgum skotum í fimm marka útisigri Ribe-Esbjerg á Nordsjælland, 27-32 lokatölur. Kristján Örn og félagar í SH eru með 8 stig í 3. sæti þegar sex umferðir eru búnar. Ribe-Esbjerg er í 8. sæti með 5 stig á meðan Ringsted er í 12. sæti af 14 liðum með 3 stig. Fréttin hefur verið uppfærð. Handbolti Danski handboltinn Tengdar fréttir Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Aldís Ásta Heimisdóttir, Lena Valdimarsdóttir og félagar í sænska liðinu Skara komust ekki áfram í Evrópudeild kvenna í handbolta í dag. Þær öttu kappi við Molde frá Noregi og duttu út eftir tvo leiki samanlagt 51-53. Leikið var í annarri umferð Evrópudeildar EHF. 4. október 2025 14:01 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Sjá meira
Andrea Jacobsen átti frábæran leik í sex marka sigri Blomberg-Lippe, lokatölur 29-35.Andrea var markahæst í liði Blomberg-Lippe með sex mörk, ofan á það gaf hún þrjár stoðsendingar. Díana Dögg Magnúsdóttir, sem lék áður með Zwickau, skoraði tvö mörk sem og Elín Rósa Magnúsdóttir. Eftir sigur dagsins er Blomberg-Lippe með fullt hús stig á toppi þýsku deildarinnar þegar fjórar umferðir eru búnar. Elín Klara Þorkelsdóttir átti þá frábæran leik þegar Sävehof vann tveggja marka sigur á Benfica ytra í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar, lokatölur 27-29. Elín Klara skoraði sjö mörk úr átta skotum í leiknum. Sænska liðið hafði unnið fyrri leik liðanna með eins marks mun og er því komið áfram í 3. umferð undankeppninnar. Í efstu deild karla í Þýskalandi skoraði Blær Hinriksson eitt mark og lagði upp þrjú til viðbótar þegar lið hans Leipzig steinlá á heimavelli gegn Flensburg, lokatölur 24-42. Leipzig er í 17. sæti af 18 liðum með eitt stig eftir sex umferðir. Ýmir Örn Gíslason skoraði þá tvö mörk í fjögurra marka sigri Göppingen á Burgdorf, 30-26. Göppingen er í 8. sæti með sjö stig. Viggó Kristjánsson átti svo stórleik fyrir Erlangen sem mátti þola þriggja marka tap á heimavelli gegn Füchse Berlín, 35-38. Viggó kom með beinum hætti að tíu mörkum, skoraði sjö sjálfur og gaf þrjár stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson gaf eina stoðsendingu. Erlangen er í 9. sæti með sex stig. Í Danmörku skoraði Kristján Örn Kristjánsson tvö mörk þegar lið hans SAH mátti þola þriggja marka tap á heimavelli gegn Mors-Thy, lokatölur 28-31. Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði einnig tvö mörk þegar Ringsted skíttapaði fyrir Bjerringro-Silkeborg, lokatölur 23-32. Ísak Gústafsson skoraði eitt marka Ringsted í leiknum. Að endingu skoraði Elvar Ásgeirsson þrjú mörk úr jafn mörgum skotum í fimm marka útisigri Ribe-Esbjerg á Nordsjælland, 27-32 lokatölur. Kristján Örn og félagar í SH eru með 8 stig í 3. sæti þegar sex umferðir eru búnar. Ribe-Esbjerg er í 8. sæti með 5 stig á meðan Ringsted er í 12. sæti af 14 liðum með 3 stig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Handbolti Danski handboltinn Tengdar fréttir Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Aldís Ásta Heimisdóttir, Lena Valdimarsdóttir og félagar í sænska liðinu Skara komust ekki áfram í Evrópudeild kvenna í handbolta í dag. Þær öttu kappi við Molde frá Noregi og duttu út eftir tvo leiki samanlagt 51-53. Leikið var í annarri umferð Evrópudeildar EHF. 4. október 2025 14:01 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Sjá meira
Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Aldís Ásta Heimisdóttir, Lena Valdimarsdóttir og félagar í sænska liðinu Skara komust ekki áfram í Evrópudeild kvenna í handbolta í dag. Þær öttu kappi við Molde frá Noregi og duttu út eftir tvo leiki samanlagt 51-53. Leikið var í annarri umferð Evrópudeildar EHF. 4. október 2025 14:01