Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Jón Þór Stefánsson skrifar 5. október 2025 10:01 Héraðsdómur Norðurlands vestra er til húsa á Sauðárkróki. Já.is Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi karlmann á dögunum í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir hótanir og vopnalagabrot sem hann framdi í október árið 2021. Honum var gefið að sök að veitast að fyrrverandi sambýliskonu sinni, og fimm öðrum ótilgreindum einstaklingum, með því að segjast ætla að skjóta þau og sjálfan sig líka. Í ákæru segir að hann hafi sýnt einbeittan ásetning við að standa við hótanirnar með því að fara inn í búr og sækja þar kindabyssu og skotfæri, en maðurinn mun ekki hafa verið með tilskilið skotvopnaleyfi til þess. Hann er ekki sagður hafa látið af háttseminni fyrr en hann var afvopnaður og tekinn í tök uns lögregla kom á vettvang. Maðurinn játaði skýlaust sök, og þótti dómnum játninginn studd sakargögnum. Í dómnum kemur fram að maðurinn hefur ekki gerst brotlegur við refsilög áður. Þá segir að þegar atvik málsins áttu sér stað hafi maðurinn verið í andlegu ójafnvægi. Þá mildar það refsingu mannsins að tafir urðu á meðferð málsins, en líkt og áður segir gerðust atburðirnir haustið 2021. Á hinn bóginn var litið til þess að brotið beindist að manneskju sem var manninum nákomin og þótti dómnum það auka við grófleika þess. Líkt og áður segir hlaut maðurinn skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að sæta upptöku á kindabyssunni og greiða 315 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Honum var gefið að sök að veitast að fyrrverandi sambýliskonu sinni, og fimm öðrum ótilgreindum einstaklingum, með því að segjast ætla að skjóta þau og sjálfan sig líka. Í ákæru segir að hann hafi sýnt einbeittan ásetning við að standa við hótanirnar með því að fara inn í búr og sækja þar kindabyssu og skotfæri, en maðurinn mun ekki hafa verið með tilskilið skotvopnaleyfi til þess. Hann er ekki sagður hafa látið af háttseminni fyrr en hann var afvopnaður og tekinn í tök uns lögregla kom á vettvang. Maðurinn játaði skýlaust sök, og þótti dómnum játninginn studd sakargögnum. Í dómnum kemur fram að maðurinn hefur ekki gerst brotlegur við refsilög áður. Þá segir að þegar atvik málsins áttu sér stað hafi maðurinn verið í andlegu ójafnvægi. Þá mildar það refsingu mannsins að tafir urðu á meðferð málsins, en líkt og áður segir gerðust atburðirnir haustið 2021. Á hinn bóginn var litið til þess að brotið beindist að manneskju sem var manninum nákomin og þótti dómnum það auka við grófleika þess. Líkt og áður segir hlaut maðurinn skilorðsbundinn dóm. Þá er honum gert að sæta upptöku á kindabyssunni og greiða 315 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira