Handbolti

KA á­fram eftir þægi­legan sigur í Eyjum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KA er komið áfram í bikarnum.
KA er komið áfram í bikarnum. Vísir/Vilhelm

KA er komið áfram í næstu umferð Powerade-bikars karla í handbolta eftir sigur á ÍBV 2 í Vestmannaeyjum. ÍR er einnig komið áfram eftir nauman eins marks sigur á Þór Akureyri.

KA sótti B-lið Eyjamanna heim og vann því ef til vill heldur eðlilega sannfærandi átta mraka sigur, 25-33 lokatölur í Vestmannaeyjum.

Sigurbergur Sveinsson skoraði sex mörk í liði ÍBV á meðan Jens Bragi Bergþórsson skoraði átta mörk í liði KA og Logi Gautason skoraði sjö mörk.

Í Breiðholti var Þór frá Akureyri í heimsókn. Voru það heimamenn sem komust áfram þökk sé sigri með minnsta mun, lokatölur 33-32.

Baldur Fritz Bjarnason fór fyrir ÍR-ingum og var langmarkahæstur með 13 mörk. Ólafur Rafn Gíslason varði 15 skot í markinu. Oddu Grétarsson var markahæstur hjá Þór með 11 mörk og Brynjar Hólm Grétarsson kom þar á eftir með 7 mörk.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×