Erlent

For­sætis­ráð­herra Frakk­lands segir af sér

Lovísa Arnardóttir skrifar
Sebastien Lecornu kynnti ríkisstjórn sína í gær og hefur nú sagt af sér.
Sebastien Lecornu kynnti ríkisstjórn sína í gær og hefur nú sagt af sér. Vísir/EPA

Sebastien Lecornu, forsætisráðherra Frakklands, hefur sagt af sér aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hann tilkynnti um nýja ríkisstjórn sína. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, skipaði Lecornu fyrir mánuði síðan. 

Lecornu kynnti svo í gærkvöldi ríkisstjórn sína sem var næstum alveg eins og sú sem starfað hafði undir forvera hans, François Bayrou, kemur fram. 

Fjallað var um það fyrr í morgun að flokkurinn Óbeygt Frakkland (LFI) hefði þegar tilkynnt að hann hyggist leggja fram vantraust á ríkisstjórnina. 

Þá kallaði Jordan Barella, leiðtogi öfgahægriflokksins Rassemblement National (RN), eftir kosningum og Mathilde Panot, leiðtogi öfgavinstriflokksins La France Insoumise, kallaði eftir því að Macron segði af sér eftir að Lecornu tilkynnti um afsögn sína.

Macron skipaði Lecornu snemma í september í kjölfar þess að tveimur forverum hans var vísað frá í kjölfar deilna um niðurskurð á fjárlögum. 

Lecornu hefur síðustu vikur fundað með aðilum á vinstri og hægri væng í tilraun til að ná samkomulagi um fjárlögin. Macron boðaði til skyndikosninga í fyrra vegna uppgangs hægriflokka í Evrópu og Frakklandi. Mikil óvissa hefur verið í frönskum stjórnmálum frá þeim tíma því enginn flokkur náði meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×