Sport

Körfuboltakvöld Extra tekur fyrir leik Vals og Tinda­stóls í beinni

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Körfuboltakvöld Extra verður í beinni á Sýn Sport í kvöld.
Körfuboltakvöld Extra verður í beinni á Sýn Sport í kvöld. Vísir/hulda

Nýtt tímabil í Körfuboltakvöldi Extra hefst í kvöld með fyrsta þætti. Breyting verður á þættinum í vetur en ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni verður Andri Már Eggertsson, Nablinn, einnig partur af teyminu.

Þættirnir verða á mánudagskvöldum í vetur á Sýn Sport en í kvöld verður þátturinn í beinni útsendingu vegna leiks Vals og Tindastóls í Bónusdeild karla. Vanalega er Körfuboltakvöld Extra tekinn upp yfir daginn.

Valur Tindastóll hefst klukkan 19:15 í kvöld en Körfuboltakvöld Extra verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland klukkan 22:35, strax á eftir Bestumörkum kvenna.

Meðal þeirra nýjunga sem verður í þættinum í vetur eru Ólympíuleikar Extra en þar keppa Tómas og Andri sín á milli í ýmsum íþróttagreinum. Í kvöld verður keppt í sextíu metra spretti í Kaplakrika undir dyggri handleiðslu Silju Úlfarsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×