Sport

Trump fær blóðugan bar­daga í Hvíta húsinu í af­mælis­gjöf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Donald Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf.
Donald Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf. EPA/GRAEME SLOAN / POOL

Donald Trump Bandaríkjaforseti verður áttræður á næsta ári og það verður boðið upp á sögulegan bardaga á afmælisdegi hans.

Trump staðfesti það á ferð sinni um herstöð í Virginiu fylki í gær að fyrirhugaður UFC bardagi í Hvíta húsinu fari einmitt fram á afmælisdaginn hans.

„14. júní á næsta ári þá verðum við með risastóran UFC bardaga í Hvíta húsinu,“ sagði Donald Trump.

Hann var þó ekkert að taka það fram að forsetinn heldur upp á áttræðisafmælið sitt þennan sama dag. Trump fæddist í New York 14. júní 1936.

Lengi hefur staðið til að halda UFC bardaga fyrir utan Hvíta húsið, heimili og skrifstofu Bandaríkjaforseta.

Áður var samt búist við því að bardaginn færi fram á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí 2026, en það væri þá í tengslum við 250 ára afmæli Bandaríkjanna.

Nú hefur hann tekið þá ákvörðun að færa bardagann fram um tuttugu daga.

Trump er mikill áhugamaður um blandaðar bardagaíþróttir og hefur mætt á marga bardaga á þessu ári. Hann er líka mikill vinur Dana White, forseta UFC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×