Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Árni Sæberg skrifar 6. október 2025 12:21 Sigfús Aðalsteinsson fer fyrir samtökunum Ísland, þvert á flokka. Vísir Nýr stjórnmálaflokkur, Okkar borg – Þvert á flokka, hefur boðað framboð í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Forsvarsmaður flokksins hefur staðið fyrir umdeildum mótmælum gegn útlendingastefnu stjórnvalda. Í fréttatilkynningu, sem Sigfús Aðalsteinsson, forsvarsmaður Íslands, þvert á flokka, sendir, segir að undanfarið hafi fjölmargar áskoranir borist til forsvarsmanna félagsskaparins um að stofna stjórnmálaflokk, sem hafi að markmiði gagngerar breytingar á hælisleitendamálum og leggi áherslu á að tekið sé mark á vilja borgarbúa. „Krafan hefur verið skýr: að taka þessi mál föstum tökum og af alvöru.“ Reykjavíkurborg sé stór og mikilvæg breyta í málaflokknum, auk annarra mála sem þar séu í algjörum ólestri. Af þeim ástæðum hafi þeir tekið ákvörðun um að verða við þessari beiðni og bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík næsta vor. Hér að neðan má sjá stefnuskrá flokksins: 160 meðmæli til að bjóða fram í Reykjavík Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga þann 16. maí næstkomandi. Til að bjóða fram þarf að skila inn framboðslista til yfirkjörstjórnar sveitarfélagsins fyrir klukkan 12 á hádegi 36 dögum fyrir kjördag, þ.e. 10. apríl. Gögn sem þarf að skila með framboði: Tilkynning um framboð, þar sem fram koma upplýsingar um heiti stjórnmálasamtakanna. Framboðslisti, ásamt undirrituðu samþykki frambjóðenda fyrir því að fara í framboð. Tiltaka þarf nafn frambjóðenda, lögheimili, kennitölu og stöðu eða starfsheiti. Frambjóðendur þurfa að eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Á framboðslistum þurfa að vera a.m.k. jafn mörg nöfn og kjósa á í sveitarstjórn og ekki fleiri en tvöföld sú tala. Í Reykjavík eru þetta því að lágmarki 23 og að hámarki 46. Upplýsingar um umboðsmenn listans, ásamt samþykki þeirra. Meðmæli frá kjósendum í sveitarfélaginu. Í mörgum sveitarfélögum verður rafræn meðmælasöfnun í boði. Lágmarksfjöldi meðmælenda er: í sveitarfélagi með 101–500 íbúa 10 meðmælendur, í sveitarfélagi með 501–2.000 íbúa 20 meðmælendur, í sveitarfélagi með 2.001–10.000 íbúa 40 meðmælendur, í sveitarfélagi með 10.001–50.000 íbúa 80 meðmælendur, í sveitarfélagi með 50.001 og fleiri íbúa 160 meðmælendur. Hámarkstala er tvöföld tilskilin lágmarkstala, þ.e. 320 meðmælendur í Reykjavík. Borgarstjórn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Í fréttatilkynningu, sem Sigfús Aðalsteinsson, forsvarsmaður Íslands, þvert á flokka, sendir, segir að undanfarið hafi fjölmargar áskoranir borist til forsvarsmanna félagsskaparins um að stofna stjórnmálaflokk, sem hafi að markmiði gagngerar breytingar á hælisleitendamálum og leggi áherslu á að tekið sé mark á vilja borgarbúa. „Krafan hefur verið skýr: að taka þessi mál föstum tökum og af alvöru.“ Reykjavíkurborg sé stór og mikilvæg breyta í málaflokknum, auk annarra mála sem þar séu í algjörum ólestri. Af þeim ástæðum hafi þeir tekið ákvörðun um að verða við þessari beiðni og bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík næsta vor. Hér að neðan má sjá stefnuskrá flokksins: 160 meðmæli til að bjóða fram í Reykjavík Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga þann 16. maí næstkomandi. Til að bjóða fram þarf að skila inn framboðslista til yfirkjörstjórnar sveitarfélagsins fyrir klukkan 12 á hádegi 36 dögum fyrir kjördag, þ.e. 10. apríl. Gögn sem þarf að skila með framboði: Tilkynning um framboð, þar sem fram koma upplýsingar um heiti stjórnmálasamtakanna. Framboðslisti, ásamt undirrituðu samþykki frambjóðenda fyrir því að fara í framboð. Tiltaka þarf nafn frambjóðenda, lögheimili, kennitölu og stöðu eða starfsheiti. Frambjóðendur þurfa að eiga lögheimili í sveitarfélaginu. Á framboðslistum þurfa að vera a.m.k. jafn mörg nöfn og kjósa á í sveitarstjórn og ekki fleiri en tvöföld sú tala. Í Reykjavík eru þetta því að lágmarki 23 og að hámarki 46. Upplýsingar um umboðsmenn listans, ásamt samþykki þeirra. Meðmæli frá kjósendum í sveitarfélaginu. Í mörgum sveitarfélögum verður rafræn meðmælasöfnun í boði. Lágmarksfjöldi meðmælenda er: í sveitarfélagi með 101–500 íbúa 10 meðmælendur, í sveitarfélagi með 501–2.000 íbúa 20 meðmælendur, í sveitarfélagi með 2.001–10.000 íbúa 40 meðmælendur, í sveitarfélagi með 10.001–50.000 íbúa 80 meðmælendur, í sveitarfélagi með 50.001 og fleiri íbúa 160 meðmælendur. Hámarkstala er tvöföld tilskilin lágmarkstala, þ.e. 320 meðmælendur í Reykjavík.
Borgarstjórn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira