Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2025 22:37 Aron Rafn Eðvarðsson varði 27 skot í marki Hauka. vísir/ernir Haukar sigruðu Val eftir vítakastkeppni, 39-38, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í kvöld. Aron Rafn Eðvarðsson átti frábæran leik í marki Hauka. Fjölnir, sem leikur í Grill 66 deildinni, gerði sér lítið fyrir og sló Stjörnuna úr leik með sigri á heimavelli, 38-35. Staðan í hálfleik á Ásvöllum var jöfn, 13-13. Valsmenn náðu undirtökunum um miðjan seinni hálfleik og þegar rúmar ellefu mínútur voru eftir leiddu þeir með fjórum mörkum, 19-23. Þá kom frábær kafli hjá Haukum sem skoruðu sjö mörk gegn einu og náðu tveggja marka forskoti, 26-24. Magnús Óli Magnússon minnkaði muninn í 26-25 með marki úr vítakasti og Daníel Montoro jafnaði svo, 26-26. Birkir Snær Steinsson gat tryggt heimamönnum sigurinn en Björgvin Páll Gústavsson varði hörkuskot hans beint úr aukakasti. Ekki minnkaði spennan í framlengingunni. Haukar fengu síðustu sóknina og í þann mund sem tíminn var að renna út tók Þráinn Orri Jónsson aukakast. Viktor Sigurðsson truflaði framkvæmd þess, fékk rautt spjald og Haukar vítakast. Hergeir Grímsson tók það en Björgvin Páll varði og því þurfti að framlengja í annað sinn, 29-29. Staðan var áfram jöfn, 35-35, eftir aðra framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni. Björgvin Páll og Aron Rafn vörðu báðir tvö víti og staðan eftir fyrstu fimm vítin hjá hvoru liði var jöfn, 3-3. Í bráðabana varði Aron Rafn frá Degi Árna Heimissyni og Jón Ómar Gíslason tryggði Haukum svo sigurinn. Hafnfirðingar unnu vítakeppnina, 4-3, og leikinn, 39-38. Aron Rafn varði alls 27 skot í marki Hauka. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur þeirra með tíu mörk og Birkir Snær skoraði níu. Dagur Árni skoraði níu mörk fyrir Val og Björgvin Páll varði nítján skot. Stjarnan komst alla leið í bikarúrslit á síðasta tímabili en ekkert verður af því að Garðbæingar endurtaki leikinn í vetur því þeir töpuðu fyrir Fjölnismönnum, 38-35, í Grafarvoginum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson skoraði níu mörk fyrir Fjölni og Viktor Berg Grétarsson sjö. Bergur Bjartmarsson varði tólf skot í marki heimamanna sem voru með góð tök á leiknum og leiddu allan tímann. Staðan í hálfleik var 20-15, Fjölni í vil. Starri Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir Stjörnuna og Hans Jörgen Ólafsson og Ísak Logi Einarsson sitt hvor fimm mörkin. Powerade-bikarinn Haukar Valur Fjölnir Stjarnan Tengdar fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár. 6. október 2025 21:32 Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. 6. október 2025 19:35 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Staðan í hálfleik á Ásvöllum var jöfn, 13-13. Valsmenn náðu undirtökunum um miðjan seinni hálfleik og þegar rúmar ellefu mínútur voru eftir leiddu þeir með fjórum mörkum, 19-23. Þá kom frábær kafli hjá Haukum sem skoruðu sjö mörk gegn einu og náðu tveggja marka forskoti, 26-24. Magnús Óli Magnússon minnkaði muninn í 26-25 með marki úr vítakasti og Daníel Montoro jafnaði svo, 26-26. Birkir Snær Steinsson gat tryggt heimamönnum sigurinn en Björgvin Páll Gústavsson varði hörkuskot hans beint úr aukakasti. Ekki minnkaði spennan í framlengingunni. Haukar fengu síðustu sóknina og í þann mund sem tíminn var að renna út tók Þráinn Orri Jónsson aukakast. Viktor Sigurðsson truflaði framkvæmd þess, fékk rautt spjald og Haukar vítakast. Hergeir Grímsson tók það en Björgvin Páll varði og því þurfti að framlengja í annað sinn, 29-29. Staðan var áfram jöfn, 35-35, eftir aðra framlengingu og því réðust úrslitin í vítakeppni. Björgvin Páll og Aron Rafn vörðu báðir tvö víti og staðan eftir fyrstu fimm vítin hjá hvoru liði var jöfn, 3-3. Í bráðabana varði Aron Rafn frá Degi Árna Heimissyni og Jón Ómar Gíslason tryggði Haukum svo sigurinn. Hafnfirðingar unnu vítakeppnina, 4-3, og leikinn, 39-38. Aron Rafn varði alls 27 skot í marki Hauka. Skarphéðinn Ívar Einarsson var markahæstur þeirra með tíu mörk og Birkir Snær skoraði níu. Dagur Árni skoraði níu mörk fyrir Val og Björgvin Páll varði nítján skot. Stjarnan komst alla leið í bikarúrslit á síðasta tímabili en ekkert verður af því að Garðbæingar endurtaki leikinn í vetur því þeir töpuðu fyrir Fjölnismönnum, 38-35, í Grafarvoginum. Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson skoraði níu mörk fyrir Fjölni og Viktor Berg Grétarsson sjö. Bergur Bjartmarsson varði tólf skot í marki heimamanna sem voru með góð tök á leiknum og leiddu allan tímann. Staðan í hálfleik var 20-15, Fjölni í vil. Starri Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir Stjörnuna og Hans Jörgen Ólafsson og Ísak Logi Einarsson sitt hvor fimm mörkin.
Powerade-bikarinn Haukar Valur Fjölnir Stjarnan Tengdar fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár. 6. október 2025 21:32 Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. 6. október 2025 19:35 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár. 6. október 2025 21:32
Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. 6. október 2025 19:35