Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2025 11:04 Eftir því sem börn á fleiri börn á grunnskólaaldri er líklegra að það telji sumarfríið of langt. Vísir/Vilhelm Rúmlega helmingi landsmanna finnst sumarfrí grunnskólanema vera hæfilega langt á meðan þriðjungur telur það vera of langt og 16 prósent of stutt. Marktækt fleiri körlum en konum finnst sumarfríið vera of stutt en 35 prósentum þeirra finnst það of stutt og 31 prósent kvenna. Tuttugu prósent karla vilja lengja það en aðeins tólf prósent kvenna. Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents þar sem spurt var um lengd sumarfrís grunnskólanema og hvort fólk væri hlynnt eða andvígt styttingu eða lengingu þess. Spurt var í netkönnun og var úrtakið um tvö þúsund manns. Svarhlutfall var 52 prósent. Um helmingur þeirra sem á tvö börn eða fleiri telur fríið of langt. Sautján prósent þeirra sem á ekki barn á grunnskólaaldri telur það of stutt. Prósent Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að marktækt hærra hlutfall þeirra sem eru á aldrinum 25 til 44 ára telur sumarfrí grunnskólanema vera of langt í samanburði við aðra aldurshópa. Hæst er hlutfallið meðal þeirra sem eru á aldrinum 35 til 44 ára en þar telur nærri helmingur eða 46 prósent að fríið sé of langt. 44 prósent þeirra á aldrinum 25 til 34 ára eru sammála því. Dreifing eftir aldri þeirr sem svara. Flestir á aldrinum 25 til 44 ára telja fríið of langt. Líklegast er að þau eigi yngri börn á grunnskólaaldri. Prósent Hæst er hlutfallið hjá þeim sem eru 45 til 54 ára sem telja það of stutt, eða 23 prósent. Fast á eftir eru þeir sem eldri en 22 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri telja það of stutt og 20 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55 til 64 ára. Munur er á því eftir því hvar fólk býr hvort það telji sumarfríið of langt eða of stutt. Prósent Í niðurstöðunum má einnig sjá að marktækt fleirum sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst sumarfríið vera of langt en þeim sem búa á landsbyggðinni. 38 prósentum þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst fríið of langt á meðan helmingur telur það hæfilegt og tólf prósent telja það of stutt. Á landsbyggð telja 22 prósent fríið of langt, rúmur helmingur telur það hæfilegt og 23 prósent telja það of stutt. Fleiri börn, of langt frí Þá kemur einnig fram í niðurstöðum að líklegra sé að fólk telji fríið of langt eftir því sem börnunum fjölgar. Þannig telur um helmingur þeirra sem eiga tvö börn eða fleiri á grunnskólaaldri að sumarfríið sé of langt og 38 prósent þeirra sem eiga eitt barn á grunnskólaaldri. Um þriðjungur þeirra sem eiga ekki barn á grunnskólaaldri telja það of langt. Alls eru um 41 prósent andvíg því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi sé stytt um tvær vikur, 25 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 33 prósent eru hlynnt því að sumarfrí sé stytt um tvær vikur. Flest í aldurshópnum 35 til 44 ára eða 44 prósent eru hlynnt því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi yrði stytt um tvær vikur. Gögnum var safnað frá 3. til 17. september 2025 í netkönnun í kjölfar þess að Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar um að stytta sumarfrí barna. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sagði í kjölfarið að hann væri til í umræðu um sumarfrí barna. Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Frístund barna Tengdar fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. 20. september 2025 14:49 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents þar sem spurt var um lengd sumarfrís grunnskólanema og hvort fólk væri hlynnt eða andvígt styttingu eða lengingu þess. Spurt var í netkönnun og var úrtakið um tvö þúsund manns. Svarhlutfall var 52 prósent. Um helmingur þeirra sem á tvö börn eða fleiri telur fríið of langt. Sautján prósent þeirra sem á ekki barn á grunnskólaaldri telur það of stutt. Prósent Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að marktækt hærra hlutfall þeirra sem eru á aldrinum 25 til 44 ára telur sumarfrí grunnskólanema vera of langt í samanburði við aðra aldurshópa. Hæst er hlutfallið meðal þeirra sem eru á aldrinum 35 til 44 ára en þar telur nærri helmingur eða 46 prósent að fríið sé of langt. 44 prósent þeirra á aldrinum 25 til 34 ára eru sammála því. Dreifing eftir aldri þeirr sem svara. Flestir á aldrinum 25 til 44 ára telja fríið of langt. Líklegast er að þau eigi yngri börn á grunnskólaaldri. Prósent Hæst er hlutfallið hjá þeim sem eru 45 til 54 ára sem telja það of stutt, eða 23 prósent. Fast á eftir eru þeir sem eldri en 22 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri telja það of stutt og 20 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55 til 64 ára. Munur er á því eftir því hvar fólk býr hvort það telji sumarfríið of langt eða of stutt. Prósent Í niðurstöðunum má einnig sjá að marktækt fleirum sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst sumarfríið vera of langt en þeim sem búa á landsbyggðinni. 38 prósentum þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst fríið of langt á meðan helmingur telur það hæfilegt og tólf prósent telja það of stutt. Á landsbyggð telja 22 prósent fríið of langt, rúmur helmingur telur það hæfilegt og 23 prósent telja það of stutt. Fleiri börn, of langt frí Þá kemur einnig fram í niðurstöðum að líklegra sé að fólk telji fríið of langt eftir því sem börnunum fjölgar. Þannig telur um helmingur þeirra sem eiga tvö börn eða fleiri á grunnskólaaldri að sumarfríið sé of langt og 38 prósent þeirra sem eiga eitt barn á grunnskólaaldri. Um þriðjungur þeirra sem eiga ekki barn á grunnskólaaldri telja það of langt. Alls eru um 41 prósent andvíg því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi sé stytt um tvær vikur, 25 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 33 prósent eru hlynnt því að sumarfrí sé stytt um tvær vikur. Flest í aldurshópnum 35 til 44 ára eða 44 prósent eru hlynnt því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi yrði stytt um tvær vikur. Gögnum var safnað frá 3. til 17. september 2025 í netkönnun í kjölfar þess að Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar um að stytta sumarfrí barna. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sagði í kjölfarið að hann væri til í umræðu um sumarfrí barna.
Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Frístund barna Tengdar fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. 20. september 2025 14:49 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. 20. september 2025 14:49