Gamalt ráðuneyti verður hótel Árni Sæberg skrifar 7. október 2025 13:46 Kenneth Macpherson (IHG), Matthew Woollard (IHG), (Mrs) Willemijn Geels (IHG), Skorri Rafn Rafnsson (forstjóri, Alva Capital), Karin Sheppard (IHG), Farkhad Kamilov (IHG), Miguel Martins (IHG) Alva Capital Íslenska fjárfestinga- og þróunarfyrirtækið Alva Capital hefur undirritað samning við alþjóðlegu hótelkeðjuna IHG Hotels & Resorts um að opna fyrsta Candlewood Suites íbúðahótelið á Norðurlöndum í Reykjavík. Hótelið verður að Rauðarárstíg 27, þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að í samningnum felist jafnframt áform um að opna 500 gistirými á næstu þremur til fimm árum, undir vörumerkjum Holiday Inn Express og Garner hotels, sem séu í eigu IHG. IHG sé ein stærsta hótelkeðja í heimi með um 7.000 hótel og um eina milljón herbergja. Breytingar þegar hafnar Sem áður segir verður hótelið staðsett á Rauðarárstíg 27 þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa í tilkynningunni segir að framkvæmdir við breytingar séu þegar hafnar. Hótelið muni státa af 53 íbúða- og stúdíóherbergjum með eldhúsaðstöðu en Candlewood Suites þjónusti sér í lagi gesti sem hyggja á lengri gistingu. „Við erum afar stolt af því að vinna með IHG Hotels & Resorts að því að koma Candlewood Suites til Íslands en vörumerkið býður gestum upp á einstök þægindi og heimilislega dvöl. Þetta er stór áfangi í markmiði okkar að bjóða bæði íslenskum og erlendum gestum upp á fjölbreyttari og sérsniðnari hótelþjónustu en áður hefur þekkst hérlendis. Samstarfið við IHG, eina virtustu hótelkeðju heims, styður við langtímasýn okkar í fasteigna- og ferðaþjónustu og mun hafa jákvæð áhrif á íslenskan markað,“ er haft eftir Skorra Rafni Rafnssyni, forstjóra Alva Capital. Í frétt Viðskiptablaðsins síðan í mars segir að Alva Capital hafi keypt fasteignina að Rauðarárstíg 27 af Eik á 744 milljónir króna. Þrettán hótel þegar á Norðurlöndunum Í tilkynningunni segir að Candlewood Suites Reykjavík undirstriki áframhaldandi vöxt IHG á Norðurlöndum en það bætist nú í hóp þrettán hótela sem þegar eru starfandi eða í byggingu á Norðurlöndum, þar á meðal voco Stockholm – Kista,Crowne Plaza Copenhagen Towers og Hotel Indigo Helsinki. „Við hlökkum til að kynna Candlewood Suites vörumerkið á Íslandi sem er spennandi og vaxandi markaður fyrir IHG. Við erum sérstaklega stolt af hinu skilvirka samstarfi milli IHG og Alva, en undirritun var vart lokið þegar framkvæmdir við breytingar á húsnæðinu voru hafnar og stefnt verður að opnun innan skamms tíma. Alva hefur þegar getið sér góðan orðstýr á Íslandi og samningurinn býður upp á góð tækifæri fyrir vöxt beggja fyrirtækja víða um land, ég er mjög spenntur að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ er haft eftir Mario Maxeiner, framkvæmdastjóra IHG Hotels & Resorts fyrir Norður-Evrópu. Hótel á Íslandi Reykjavík Ferðaþjónusta Stjórnsýsla Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að í samningnum felist jafnframt áform um að opna 500 gistirými á næstu þremur til fimm árum, undir vörumerkjum Holiday Inn Express og Garner hotels, sem séu í eigu IHG. IHG sé ein stærsta hótelkeðja í heimi með um 7.000 hótel og um eina milljón herbergja. Breytingar þegar hafnar Sem áður segir verður hótelið staðsett á Rauðarárstíg 27 þar sem utanríkisráðuneytið var áður til húsa í tilkynningunni segir að framkvæmdir við breytingar séu þegar hafnar. Hótelið muni státa af 53 íbúða- og stúdíóherbergjum með eldhúsaðstöðu en Candlewood Suites þjónusti sér í lagi gesti sem hyggja á lengri gistingu. „Við erum afar stolt af því að vinna með IHG Hotels & Resorts að því að koma Candlewood Suites til Íslands en vörumerkið býður gestum upp á einstök þægindi og heimilislega dvöl. Þetta er stór áfangi í markmiði okkar að bjóða bæði íslenskum og erlendum gestum upp á fjölbreyttari og sérsniðnari hótelþjónustu en áður hefur þekkst hérlendis. Samstarfið við IHG, eina virtustu hótelkeðju heims, styður við langtímasýn okkar í fasteigna- og ferðaþjónustu og mun hafa jákvæð áhrif á íslenskan markað,“ er haft eftir Skorra Rafni Rafnssyni, forstjóra Alva Capital. Í frétt Viðskiptablaðsins síðan í mars segir að Alva Capital hafi keypt fasteignina að Rauðarárstíg 27 af Eik á 744 milljónir króna. Þrettán hótel þegar á Norðurlöndunum Í tilkynningunni segir að Candlewood Suites Reykjavík undirstriki áframhaldandi vöxt IHG á Norðurlöndum en það bætist nú í hóp þrettán hótela sem þegar eru starfandi eða í byggingu á Norðurlöndum, þar á meðal voco Stockholm – Kista,Crowne Plaza Copenhagen Towers og Hotel Indigo Helsinki. „Við hlökkum til að kynna Candlewood Suites vörumerkið á Íslandi sem er spennandi og vaxandi markaður fyrir IHG. Við erum sérstaklega stolt af hinu skilvirka samstarfi milli IHG og Alva, en undirritun var vart lokið þegar framkvæmdir við breytingar á húsnæðinu voru hafnar og stefnt verður að opnun innan skamms tíma. Alva hefur þegar getið sér góðan orðstýr á Íslandi og samningurinn býður upp á góð tækifæri fyrir vöxt beggja fyrirtækja víða um land, ég er mjög spenntur að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér,“ er haft eftir Mario Maxeiner, framkvæmdastjóra IHG Hotels & Resorts fyrir Norður-Evrópu.
Hótel á Íslandi Reykjavík Ferðaþjónusta Stjórnsýsla Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira