Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. október 2025 15:23 Diljá Mist skoraði á ráðherra barnamála og heilbrigðismála. Vísir/Vilhelm Diljá Mist Einarsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins segist hafa hlustað á Bítið á Bylgjunni í morgun með tárin í augunum. Þar stigu fram tvær mæður drengja með alvarlegan vímuefnavanda sem ætla að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna úrræðaleysis. Hún tók til máls þegar störf þingsins voru til umræðu og sagði að sér hefði fundist hún vera komin tuttugu ár aftur í tímann en hún missti eldri systur sína úr fíknisjúkdómi fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Ingibjörg Einarsdóttir og Jóhanna Eivinsdóttir ræddu úrræðaleysi sitt frammi fyrir alvarlegum vímuefnavanda sona sinna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær sögðu úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku og þær ætla að senda syni sína. „Þetta hefði getað verið fjölskyldan mín. Úrræðaleysið, skilningsleysið, vanmátturinn. Fjölskylduharmleikurinn. Af hverju sættum við okkur við það að börnin okkar þjáist og deyi án þess að gera okkar besta? Af hverju getur fólk fengið fjárhagslega aðstoð við efnaskipta- og liðskiptaaðgerðir erlendis, en fjölskyldur barna með vímuefnavanda bera allar byrðarnar sjálfar?“ sagði Diljá í ræðu sinni. Hlusta má á mæðurnar segja frá raunum sínum af íslenska meðferðarkerfinu í klippunni hér að neðan. „Ef ég vissi ekki betur héldi ég að þessi sjúkdómur herjaði ekki á fína fólkið; ekki á ráðherra, ekki á þingmenn, ekki á dómara og ekki á embættismenn. En ég veit betur og ég skora á hæstv. ráðherra að koma börnunum okkar til bjargar áður en það verður of seint,“ sagði hún svo. Fíkn Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira
Hún tók til máls þegar störf þingsins voru til umræðu og sagði að sér hefði fundist hún vera komin tuttugu ár aftur í tímann en hún missti eldri systur sína úr fíknisjúkdómi fyrir tæpum tuttugu árum síðan. Ingibjörg Einarsdóttir og Jóhanna Eivinsdóttir ræddu úrræðaleysi sitt frammi fyrir alvarlegum vímuefnavanda sona sinna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þær sögðu úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku og þær ætla að senda syni sína. „Þetta hefði getað verið fjölskyldan mín. Úrræðaleysið, skilningsleysið, vanmátturinn. Fjölskylduharmleikurinn. Af hverju sættum við okkur við það að börnin okkar þjáist og deyi án þess að gera okkar besta? Af hverju getur fólk fengið fjárhagslega aðstoð við efnaskipta- og liðskiptaaðgerðir erlendis, en fjölskyldur barna með vímuefnavanda bera allar byrðarnar sjálfar?“ sagði Diljá í ræðu sinni. Hlusta má á mæðurnar segja frá raunum sínum af íslenska meðferðarkerfinu í klippunni hér að neðan. „Ef ég vissi ekki betur héldi ég að þessi sjúkdómur herjaði ekki á fína fólkið; ekki á ráðherra, ekki á þingmenn, ekki á dómara og ekki á embættismenn. En ég veit betur og ég skora á hæstv. ráðherra að koma börnunum okkar til bjargar áður en það verður of seint,“ sagði hún svo.
Fíkn Börn og uppeldi Alþingi Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Sjá meira