Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Tómas Arnar Þorláksson skrifar 7. október 2025 19:09 Hundurinn Úlfgrímur Lokason og eigandi hans Margrét Víkingsdóttir. vísir/Lýður Valberg Hundaeigandi furðar sig á afskiptum Matvælastofnunar af hundi sínum vegna útiveru dýrsins á lóð hennar. Í bréfi frá stofnuninni kemur fram að aflífa eigi sjúk dýr þó að tveir dýralæknar segi hundinn í fínu ásigkomulagi. Gæludýrið skipti hana öllu máli enda á hún honum líf sitt að þakka. Í bréfinu er fundið að því að hinn tíu ára gamli Úffi, Úlfgrímur Lokason, sé oft í bandi fyrir utan heimili hennar og vísað til laga um velferð dýra þar sem segir að ekki megi tjóðra hund án eftirlits þannig að hundinum stafi hætta af. Margrét Víkingsdóttir, íbúi við Amtmannsstíg og eigandi Úffa, segir hundinn aldrei hafa verið án eftirlits. Hann var bara staddur hérna á lóðinni? „Já, bara hér eða hérna þar sem það var gras eða hérna bara við dyrnar. Og hérna inni þar sem að sófinn er. Bara labbaði hér út og inn og settist hérna. MR krakkarnir sakna hans mikið og eru alltaf að spyrja bara: Hvar er hann? Hvar er hann? Hann er kallaður MR hundurinn meira að segja. Það klappa honum allir.“ Í tilefni ábendinga hóf MAST eftirlit og komst dýralæknir þeirra að því að hundurinn væri gigtveikur og með skerta hreyfigetu. Þá er ítrekað í bréfinu að samkvæmt lögum sé eigendum skilt að aflífa sjúk dýr sé ekkert annað í stöðunni. Samkvæmt lögfræðingi hjá MAST hefur stofnunin heimild til að vörslusvipta eigendur og aflífa dýr. Tveir dýralæknar meta hins vegar lífsgæði hundsins ágæt miðað við aldur. Mast dregur mat þeirra beggja í efa og fer fram á það að lagt verði fram nýtt lífsgæðamat frá óháðum dýralækni. Dýralæknir sem hefur sinnt hundinum í nokkra mánuði segir í samtali við fréttastofu óskiljanlegt að MAST skuli ekki treysta sínu mati. Hundurinn sé ekki þjáður og alls ekki í slæmu ásigkomulagi miðað við fjölmarga hunda. Margrét segist ætla að verða við ósk um nýtt lífsgæðamat þó að það sé dýrt. Hún fékk fimm daga frest. „Ég verð nú að segja. Ég er að fara núna í næstu viku í mjaðmaskipti og þyrfti þá að aflífa mig? Því ég er að drepast í möðminni? Mér finnst þetta hræðilegt. Mér finnst þetta svo mikil hótun. Ég bý ein og þetta er eins og mitt barn. Ég á eina dóttur sem býr í Svíþjóð og ekkert barnabarn. Svo þetta er bara barnið mitt algjörlega.“ Úffi var valinn sem afrekshundur ársins árið 2024 eftir að hann bjargaði lífi Margrétar en hún var sofandi þegar eldur kom upp á neðri hæðinni. Hún segir hundinn skipta sig öllu máli. Það skjóti skökku við að hennar mati að dýravelferð skipti sér af þeim þar sem hún fari með hann út að ganga þrisvar á dag og sinni honum eins vel og hún getur. „Ég er með hann allan sólarhringinn. Það er ekki eins og hann sé heima í átta eða níu tíma einn. Hann er svo vel upp alinn og það er hugsað vel um hann. Þess vegna verð ég svo hissa á þessu. Þetta er ofboðslega særandi. Ef þú gerir ekki eins og við segjum þá kálum við hundinum þínum.“ Hún botnar ekkert í mati dýralæknis MAST og segir að hann hafi ekki skoðað hundinn í eftirlitinu sem fór fram fyrir utan heimili hennar. „Þau skoðuðu hann ekki neitt. Hann er að verða tíu ára. Það þýðir að hann er eins og sjötíu ára manneskja. Hann er eins og margir hundar af þessari tegund með mjaðmir sem eru farnar að slitna. Hann fær lyf við því einu sinni í mánuði frá dýralækni.“ Hún segir það hræðilegt að mat tveggja dýralækna sé dregið í efa. „Þeir eru gáttaðir á þessu. Það er eins og þeim sé ekki treyst. Það er eins og ég.. hvað? Borgi þeim til að þegja að hann sé nær dauða og það megi ekki segja MAST það? Ég bara skil þetta ekki.“ Hvernig blasa þessi afskipti við þér? „Mér finnst það alveg fáránlegt. Það er svo margt annað í sambandi við dýr sem er ekki í lagi.“ Hún segir engan hafa kvartað við sig vegna viðveru hundsins. Hún hafi rætt við alla nágranna í grenndinni sem sakna þess að hafa hundinn fyrir utan að hennar sögn. „Húsið brann fyrir ári síðan og ég þurfti að vera í kjallaranum sjálf og búandi þar í átta mánuði þangað til ég komst hingað á efri hæðina aftur. Hann var fyrir utan dyrnar á meðan því það var svo þröngt þarna niðri. Hann var bara í hljóðfæri frá mér og í spotta og á lóðinni. Þegar við komum heim úr göngutúr þá setur hann bara í bremsuna og vill ekkert fara inn.“ Hundar Dýr Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira
Í bréfinu er fundið að því að hinn tíu ára gamli Úffi, Úlfgrímur Lokason, sé oft í bandi fyrir utan heimili hennar og vísað til laga um velferð dýra þar sem segir að ekki megi tjóðra hund án eftirlits þannig að hundinum stafi hætta af. Margrét Víkingsdóttir, íbúi við Amtmannsstíg og eigandi Úffa, segir hundinn aldrei hafa verið án eftirlits. Hann var bara staddur hérna á lóðinni? „Já, bara hér eða hérna þar sem það var gras eða hérna bara við dyrnar. Og hérna inni þar sem að sófinn er. Bara labbaði hér út og inn og settist hérna. MR krakkarnir sakna hans mikið og eru alltaf að spyrja bara: Hvar er hann? Hvar er hann? Hann er kallaður MR hundurinn meira að segja. Það klappa honum allir.“ Í tilefni ábendinga hóf MAST eftirlit og komst dýralæknir þeirra að því að hundurinn væri gigtveikur og með skerta hreyfigetu. Þá er ítrekað í bréfinu að samkvæmt lögum sé eigendum skilt að aflífa sjúk dýr sé ekkert annað í stöðunni. Samkvæmt lögfræðingi hjá MAST hefur stofnunin heimild til að vörslusvipta eigendur og aflífa dýr. Tveir dýralæknar meta hins vegar lífsgæði hundsins ágæt miðað við aldur. Mast dregur mat þeirra beggja í efa og fer fram á það að lagt verði fram nýtt lífsgæðamat frá óháðum dýralækni. Dýralæknir sem hefur sinnt hundinum í nokkra mánuði segir í samtali við fréttastofu óskiljanlegt að MAST skuli ekki treysta sínu mati. Hundurinn sé ekki þjáður og alls ekki í slæmu ásigkomulagi miðað við fjölmarga hunda. Margrét segist ætla að verða við ósk um nýtt lífsgæðamat þó að það sé dýrt. Hún fékk fimm daga frest. „Ég verð nú að segja. Ég er að fara núna í næstu viku í mjaðmaskipti og þyrfti þá að aflífa mig? Því ég er að drepast í möðminni? Mér finnst þetta hræðilegt. Mér finnst þetta svo mikil hótun. Ég bý ein og þetta er eins og mitt barn. Ég á eina dóttur sem býr í Svíþjóð og ekkert barnabarn. Svo þetta er bara barnið mitt algjörlega.“ Úffi var valinn sem afrekshundur ársins árið 2024 eftir að hann bjargaði lífi Margrétar en hún var sofandi þegar eldur kom upp á neðri hæðinni. Hún segir hundinn skipta sig öllu máli. Það skjóti skökku við að hennar mati að dýravelferð skipti sér af þeim þar sem hún fari með hann út að ganga þrisvar á dag og sinni honum eins vel og hún getur. „Ég er með hann allan sólarhringinn. Það er ekki eins og hann sé heima í átta eða níu tíma einn. Hann er svo vel upp alinn og það er hugsað vel um hann. Þess vegna verð ég svo hissa á þessu. Þetta er ofboðslega særandi. Ef þú gerir ekki eins og við segjum þá kálum við hundinum þínum.“ Hún botnar ekkert í mati dýralæknis MAST og segir að hann hafi ekki skoðað hundinn í eftirlitinu sem fór fram fyrir utan heimili hennar. „Þau skoðuðu hann ekki neitt. Hann er að verða tíu ára. Það þýðir að hann er eins og sjötíu ára manneskja. Hann er eins og margir hundar af þessari tegund með mjaðmir sem eru farnar að slitna. Hann fær lyf við því einu sinni í mánuði frá dýralækni.“ Hún segir það hræðilegt að mat tveggja dýralækna sé dregið í efa. „Þeir eru gáttaðir á þessu. Það er eins og þeim sé ekki treyst. Það er eins og ég.. hvað? Borgi þeim til að þegja að hann sé nær dauða og það megi ekki segja MAST það? Ég bara skil þetta ekki.“ Hvernig blasa þessi afskipti við þér? „Mér finnst það alveg fáránlegt. Það er svo margt annað í sambandi við dýr sem er ekki í lagi.“ Hún segir engan hafa kvartað við sig vegna viðveru hundsins. Hún hafi rætt við alla nágranna í grenndinni sem sakna þess að hafa hundinn fyrir utan að hennar sögn. „Húsið brann fyrir ári síðan og ég þurfti að vera í kjallaranum sjálf og búandi þar í átta mánuði þangað til ég komst hingað á efri hæðina aftur. Hann var fyrir utan dyrnar á meðan því það var svo þröngt þarna niðri. Hann var bara í hljóðfæri frá mér og í spotta og á lóðinni. Þegar við komum heim úr göngutúr þá setur hann bara í bremsuna og vill ekkert fara inn.“
Hundar Dýr Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Sjá meira