Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 08:30 Íslenska hnefaleikakonan Erika Nótt Einarsdóttir vill að konurnar hafi eitthvað að segja um sína keppni Vísir/Einar Íslenska hnefaleikakonan Erika Nótt Einarsdóttir kallar eftir reglubreytingum í sinni íþrótt og því að konur fái loksins að hafa eitthvað um það að segja í hvernig búnaði þær keppa í. Erika Nótt varð í fyrra fyrst Íslendinga til þess að vinna Norðurlandameistaratitil í hnefaleikum og hefur einnig vakið heimsathygli á samfélagsmiðlum þar sem hún sýnir frá lífi sínu sem hnefaleikakona. Skjámynd af færslunni.@erika_night Erika er nú orðin nítján ára gömul og komin með yfir 88 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún notar þann vettvang til að kalla eftir breytingum í íþrótt sinni. „Núverandi opinber keppnisbúningur í hnefaleikum var hannaður án aðkomu kvenna og án þess að vinna alvöru rannsóknarvinnu,“ skrifaði Erika Nótt á samfélagsmiðilinn. „Náravörnin verndar ekkert, því konur þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu þar og við ráðum vel við að fá högg á það svæði. Ef þú getur það þá ertu í rangri íþrótt,“ skrifaði Erika. „Brjóstkassavörnin er ónauðsynleg líka. Að fá högg í brjóstin er ekki tabú, það er bara hluti af því að keppa í þessari íþrótt,“ skrifaði Erika. „Það pirrar mig ekkert að karlar hafi samið hnefaleikareglurnar upphaflega. Það sem pirrar mig er að það hefur engin vinna verið sett í það að rannsaka það hvernig er best að uppfæra þessar reglur með konur í huga,“ skrifaði Erika. „Ég er ekki að biðja um meiri athygli eða hærri laun. Ég er að biðja um sanngjarnari reglur og búnað sem eitthvað vit er í,“ skrifaði Erika. „Náravarnir, brjóstkassavarnir og skylduhöfuðbúnaður fyrir konur í áhugamannkeppni eru úr sér gegnar reglur og hluti af fortíðinni,“ skrifaði Erika. „Það er kynjamisrétti að laga þetta ekki,“ skrifaði Erika að lokum. Box Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Erika Nótt varð í fyrra fyrst Íslendinga til þess að vinna Norðurlandameistaratitil í hnefaleikum og hefur einnig vakið heimsathygli á samfélagsmiðlum þar sem hún sýnir frá lífi sínu sem hnefaleikakona. Skjámynd af færslunni.@erika_night Erika er nú orðin nítján ára gömul og komin með yfir 88 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún notar þann vettvang til að kalla eftir breytingum í íþrótt sinni. „Núverandi opinber keppnisbúningur í hnefaleikum var hannaður án aðkomu kvenna og án þess að vinna alvöru rannsóknarvinnu,“ skrifaði Erika Nótt á samfélagsmiðilinn. „Náravörnin verndar ekkert, því konur þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu þar og við ráðum vel við að fá högg á það svæði. Ef þú getur það þá ertu í rangri íþrótt,“ skrifaði Erika. „Brjóstkassavörnin er ónauðsynleg líka. Að fá högg í brjóstin er ekki tabú, það er bara hluti af því að keppa í þessari íþrótt,“ skrifaði Erika. „Það pirrar mig ekkert að karlar hafi samið hnefaleikareglurnar upphaflega. Það sem pirrar mig er að það hefur engin vinna verið sett í það að rannsaka það hvernig er best að uppfæra þessar reglur með konur í huga,“ skrifaði Erika. „Ég er ekki að biðja um meiri athygli eða hærri laun. Ég er að biðja um sanngjarnari reglur og búnað sem eitthvað vit er í,“ skrifaði Erika. „Náravarnir, brjóstkassavarnir og skylduhöfuðbúnaður fyrir konur í áhugamannkeppni eru úr sér gegnar reglur og hluti af fortíðinni,“ skrifaði Erika. „Það er kynjamisrétti að laga þetta ekki,“ skrifaði Erika að lokum.
Box Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira