Lífið

Andri og Anne selja í Foss­vogi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er 257 fetmetrar að stærð á einni hæð.
Húsið er 257 fetmetrar að stærð á einni hæð. Fastinn.is

Andri Sigþórsson, athafnamaður og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, og eiginkona hans Anne Kathrine Angvik Jacobsen hafa sett einbýlishús sitt við Traðarland í Fossvogi á sölu. Óskað er eftir tilboði í eignina. 

 Um er að ræða 257 fermetra einbýlishús á einni hæð, byggt árið 1971 og endurbyggt á árunum 2013–2014 með stækkun. Endurhönnun hússins var unnin af Rut Káradóttur, innanhússarkitekt, og er útkoman afar glæsileg.

Við húsið er stór og afgirtur gróinn garður með sólpalli, steyptum potti og útisturtu.

Sérsmíði og glæsileiki

Húsið er rúmgott og vel skipulagt Á gólfum er hlýleg sjónsteypa. Innréttingar hússins eru sérsmíðaðar og afar glæsilegar, úr súkkulaðibrúnum við sem gefur heildarmyndinni hlýlegt og fágað yfirbragð. 

með fimm herbergjum og fjórum baðherbergjum.

Inn af hjónaherberginu er fallegt baðherbergi, flísalagt að hluta, með frístandandi baðkari og „walk-in“ sturtu.

Stofa og borðstofa eru samliggjandi í björtu rými með aukinni lofthæð með arni sem skapar hlýja stemningu. Þaðan er útgengt á stóra suðurverönd. Eldhúsið er sérstaklega vandað, prýtt fallegri viðarinnréttingu og eyju með steini á borðum. Úr rýminu er útgengt út í lokaðan skólsælan innigarð.

Inn af sjónvarpsstofunni er rúmgott herbergi með útgengi á suðurverönd. Þvottahúsið er vel búið með góðu skápaplássi. Þaðan er innangengt inn í tvöfaldan bílskúr.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.

Fastinn.is





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.