„Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. október 2025 11:04 Einhverjir stuðningsmenn Íslands hafa ekki fengið miða á HM kvenna í handbolta. vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri HSÍ segir að sambandið hafi ekki haft ráð á því að taka frá fjölda miða fyrir HM í handbolta kvenna sem hefst í næsta mánuði. HSÍ hafa borist óskir um miða og reynir eftir fremsta megni að koma til móts við þá sem vilja komast á mótið. Ísland tekur þátt á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi frá 26. nóvember til 14. desember. Ísland er í C-riðli ásamt Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil. Leikirnir í C-riðli fara fram í Porsche-Arena í Stuttgart. „Við fengum forsölu á HM í júlí sem var auglýst rækilega á okkar miðlum, eins og við gerum karlamegin, nema það var styttri tími sem við fengum kvennamegin. Síðan seldist upp á mótið,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi. „HSÍ hefur ekki fjármuni til að kaupa og taka frá hundruði miða og liggja með þá upp á von og óvon. Þess vegna höfum við auglýst forsölu þannig að það voru ekki nein mistök í því. Ef þú tekur 250 miða frá hleypur það á milljónum. Fjárhagsstaða sambandsins býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda.“ Aðspurður hvort allir sem vildu fá miða á HM hafi fengið miða segir Róbert að svo hafi verið í sumar en tímasetningin á forsölunni hafi ekki verið sú heppilegasta. „Þetta er bara óheppilegur tími upp á það að gera að þetta er í miðju sumarfríi hjá fólki og það er kannski almennt ekki byrjað að skipuleggja haustið. En miðasalan var auglýst og það eru enn til miðar á milliriðla en það er uppselt á riðlakeppnina,“ sagði Róbert. En geta þeir sem vilja fá miða á leiki Íslands í riðlakeppninni því ekkert gert? „Við höfum fengið fyrirspurnir og verið að sjá hvort við getum orðið okkur út um miða, mögulega í gegnum önnur sérsambönd, en það hefur ekki gengið. En við munum að sjálfsögðu halda áfram,“ svaraði Róbert. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn heimaliði Þýskalands 26. nóvember. Tveimur dögum seinna mæta Íslendingar Serbum og svo Úrúgvæum 30. nóvember. HSÍ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Ísland tekur þátt á heimsmeistaramótinu sem fer fram í Þýskalandi og Hollandi frá 26. nóvember til 14. desember. Ísland er í C-riðli ásamt Þýskalandi, Serbíu og Úrúgvæ. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil. Leikirnir í C-riðli fara fram í Porsche-Arena í Stuttgart. „Við fengum forsölu á HM í júlí sem var auglýst rækilega á okkar miðlum, eins og við gerum karlamegin, nema það var styttri tími sem við fengum kvennamegin. Síðan seldist upp á mótið,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi. „HSÍ hefur ekki fjármuni til að kaupa og taka frá hundruði miða og liggja með þá upp á von og óvon. Þess vegna höfum við auglýst forsölu þannig að það voru ekki nein mistök í því. Ef þú tekur 250 miða frá hleypur það á milljónum. Fjárhagsstaða sambandsins býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda.“ Aðspurður hvort allir sem vildu fá miða á HM hafi fengið miða segir Róbert að svo hafi verið í sumar en tímasetningin á forsölunni hafi ekki verið sú heppilegasta. „Þetta er bara óheppilegur tími upp á það að gera að þetta er í miðju sumarfríi hjá fólki og það er kannski almennt ekki byrjað að skipuleggja haustið. En miðasalan var auglýst og það eru enn til miðar á milliriðla en það er uppselt á riðlakeppnina,“ sagði Róbert. En geta þeir sem vilja fá miða á leiki Íslands í riðlakeppninni því ekkert gert? „Við höfum fengið fyrirspurnir og verið að sjá hvort við getum orðið okkur út um miða, mögulega í gegnum önnur sérsambönd, en það hefur ekki gengið. En við munum að sjálfsögðu halda áfram,“ svaraði Róbert. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn heimaliði Þýskalands 26. nóvember. Tveimur dögum seinna mæta Íslendingar Serbum og svo Úrúgvæum 30. nóvember.
HSÍ Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira