Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar 8. október 2025 17:32 Þjóðvegir á Íslandi eru birtingarmynd stöðnunar og meðvitundarleysis stjórnvalda síðustu ára. Þau tólf ár sem ég hef verið viðloðandi stjórnmál hafa vegir landsins drabbast niður með stóraukinni viðhaldsskuld. Strandsiglingar ríkisins voru aflagðar fyrir margt löngu. Fjöldi ferðamanna er kominn yfir 2,5 milljónir. Fisk- og vöruflutningar á landi hafa aukist og svona mætti áfram telja. Bara þessi staðreynd hefur aukið álagið á vegunum um allan helming. Einn vörubíll með 40 feta trailergám, kannski um 40 tonna brúttó, slítur vegunum meira en yfir 3 þúsund fólksbílar. Undir svona þunga bíla þarf vegi með alvöru burðarþol og breidd vegarins slík að hægt sé að mætast án þess að eiga á hættu að hliðarspeglarnir sláist saman. Í viðtölum við fulltrúa Vegagerðarinnar er oft sótt að þeim eins og þeir beri ábyrgð á stöðunni, sem er ósanngjarnt. Það er ríkisstjórn hvers tíma sem ber ábyrgðina og enginn annar. Samgönguáætlanir standast aldrei og metnaðarleysi er algjört. En hvað er til ráða? Að mínu mati þarf nýja hugsun og metnað um örugga vegi sem mæta þörfum nútímans í ljósi staðreynda. Ekkert „já en“ þetta kostar meira en við ráðum við. Þeirra tíma ný hugsun eru t.d. Hvalfjarðargöngin, þar sem gjald var tekið af umferðinni og það borgaði sig upp á nokkrum árum. Ég heyrði viðtal við íslenskan verkfræðing sem unnið hefur mikið fyrir færeysk stjórnvöld um uppbyggingu samgöngumála. Þar er bygging jarðganga í miklum blóma. Athyglisvert sagði fyrirspyrjandinn, og hvernig stendur á þessum krafti fænda okkar? Tja, sagði verkfræðingurinn, allavega hafa stjórnvöld í Færeyjum mjög mikinn áhuga á bættum samgöngum. Það er nefnilega það, segi ég, er þá áhugaleysi íslenskra stjórnvalda um að kenna og eða „mosavaxinn“ hugsunargangur stöðnunar? Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðvegir á Íslandi eru birtingarmynd stöðnunar og meðvitundarleysis stjórnvalda síðustu ára. Þau tólf ár sem ég hef verið viðloðandi stjórnmál hafa vegir landsins drabbast niður með stóraukinni viðhaldsskuld. Strandsiglingar ríkisins voru aflagðar fyrir margt löngu. Fjöldi ferðamanna er kominn yfir 2,5 milljónir. Fisk- og vöruflutningar á landi hafa aukist og svona mætti áfram telja. Bara þessi staðreynd hefur aukið álagið á vegunum um allan helming. Einn vörubíll með 40 feta trailergám, kannski um 40 tonna brúttó, slítur vegunum meira en yfir 3 þúsund fólksbílar. Undir svona þunga bíla þarf vegi með alvöru burðarþol og breidd vegarins slík að hægt sé að mætast án þess að eiga á hættu að hliðarspeglarnir sláist saman. Í viðtölum við fulltrúa Vegagerðarinnar er oft sótt að þeim eins og þeir beri ábyrgð á stöðunni, sem er ósanngjarnt. Það er ríkisstjórn hvers tíma sem ber ábyrgðina og enginn annar. Samgönguáætlanir standast aldrei og metnaðarleysi er algjört. En hvað er til ráða? Að mínu mati þarf nýja hugsun og metnað um örugga vegi sem mæta þörfum nútímans í ljósi staðreynda. Ekkert „já en“ þetta kostar meira en við ráðum við. Þeirra tíma ný hugsun eru t.d. Hvalfjarðargöngin, þar sem gjald var tekið af umferðinni og það borgaði sig upp á nokkrum árum. Ég heyrði viðtal við íslenskan verkfræðing sem unnið hefur mikið fyrir færeysk stjórnvöld um uppbyggingu samgöngumála. Þar er bygging jarðganga í miklum blóma. Athyglisvert sagði fyrirspyrjandinn, og hvernig stendur á þessum krafti fænda okkar? Tja, sagði verkfræðingurinn, allavega hafa stjórnvöld í Færeyjum mjög mikinn áhuga á bættum samgöngum. Það er nefnilega það, segi ég, er þá áhugaleysi íslenskra stjórnvalda um að kenna og eða „mosavaxinn“ hugsunargangur stöðnunar? Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun