Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. október 2025 16:34 Útlendingastofnun segir ekkert benda til þess að fjölskyldan, sem samanstendur meðal annars af nokkurra vikna gömlum tvíburum, standi frammi fyrir raunverulegri hættu á að sæta ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð í Króatíu. Aðsend Útlendingastofnun segir ekkert benda til þess að rússneskri fjölskyldu sem var á dögunum vísað úr landi fái ekki vandaða og efnislega málsmeðferð í Króatíu. Hagsmunum tveggja vikna gamalla tvíbura hafi ekki verið stefnt í hættu þegar þeir voru sendir úr landi ásamt fjölskyldu þeirra á dögunum. Greint var frá því í síðustu viku að rússnesku flóttamennirnir og hjónin Mariiam Taimova og Gadzhi Gadzhiev, hafi verið handtekin á heimili sínu og fylgt úr landi og til Króatíu. Með þeim var tveggja ára sonur þeirra og tveggja vikna gamlar tvíburasystur. Fjölskyldan átti viðkomu í Króatíu á flótta sínum frá Dagestan í Rússlandi, þar sem Gadzhiev hafði verið fangelsaður fyrir að hafa úttalað sig gegn þarlendum stjórnvöldum. Arndís Ósk Magnúsdóttir lögfræðingur fjölskyldunnar sagði í samtali við fréttastofu síðustu viku að bæði Gadzhiev og Taimova hafi sætt pólitískum ofsóknum af hálfu rússneskra stjórnvalda. Þá sagði Arndís alls ekki ljóst hvort fjölskyldan fengi alþjóðlega vernd í Króatíu og að stjórnvöld þar hafi sætt gagnrýni fyrir að senda flóttamenn frá Kákasussvæðinu aftur til Rússlands. Árið 2023 bárust Króatíu ríflega átta þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd frá Rússum en þar af voru 23 samþykktar, samkvæmt gagnagrunni AIDA. Hún sagði að Útlendingastofnun hafi neitað að gera króatískum stjórnvöldum viðvart um beiðni þeirra um fjölskyldusameiningu. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. Samkvæmt reglum Dyflinarsamstarfsins, sem Ísland er aðili að, geta umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki valið í hvaða landi umsókn þeirra er afgreidd heldur er hún samkvæmt meginreglu afgreidd í því ríki sem ber ábyrgð á umsókninni. Í frétt á vef Útlendingastofnunar segir að samkomulagið byggi á gagnkvæmu trausti ríkjanna á því að umsóknir fái réttláta málsmeðferð í hverju og einu aðildarríki. „Við rannsókn máls rússneskrar fjölskyldu sem fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu, kom ekkert fram sem bendir til þess að umsækjendur um vernd fái ekki vandaða og efnislega málsmeðferð í Króatíu,“ segir í frétt Útlendingastofnunar. Réttur á allri grunnþjónustu Fram kemur að meðan mál eru til meðferðar hjá króatískum stjórnvöldum eigi umsækjendur til að mynda rétt á allri grunnþjónustu, svo sem húsnæði, mataraðstoð, framfærslu og grunnheilbrigðisþjónustu. Börnum umsækjenda um vernd sé jafnframt tryggður réttur til menntunar og aðgangur að heilbrigðisþjónustu, þar með talið ungbarnavernd. „Engin gögn benda til þess að slíkur kerfisbundinn galli sé á aðbúnaði og meðferð umsækjenda um vernd í Króatíu að þeir standi frammi fyrir raunverulegri hættu á að sæta þar ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að yfirvöld í Króatíu veiti umsækjendum ekki þá vernd sem er áskilin í alþjóðlegum skuldbindingum á sviði mannréttinda, þar á meðal reglunni um bann við því að vísa fólki brott þangað sem líf þeirra eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir í fréttinni. Í ljósi þess hafi verið niðurstaða stjórnvalda að hagsmunum barnanna væri ekki stefnt í hættu með því að fylgja foreldrum sínum til Króatíu. Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Rússland Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Króatía Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að rússnesku flóttamennirnir og hjónin Mariiam Taimova og Gadzhi Gadzhiev, hafi verið handtekin á heimili sínu og fylgt úr landi og til Króatíu. Með þeim var tveggja ára sonur þeirra og tveggja vikna gamlar tvíburasystur. Fjölskyldan átti viðkomu í Króatíu á flótta sínum frá Dagestan í Rússlandi, þar sem Gadzhiev hafði verið fangelsaður fyrir að hafa úttalað sig gegn þarlendum stjórnvöldum. Arndís Ósk Magnúsdóttir lögfræðingur fjölskyldunnar sagði í samtali við fréttastofu síðustu viku að bæði Gadzhiev og Taimova hafi sætt pólitískum ofsóknum af hálfu rússneskra stjórnvalda. Þá sagði Arndís alls ekki ljóst hvort fjölskyldan fengi alþjóðlega vernd í Króatíu og að stjórnvöld þar hafi sætt gagnrýni fyrir að senda flóttamenn frá Kákasussvæðinu aftur til Rússlands. Árið 2023 bárust Króatíu ríflega átta þúsund umsóknir um alþjóðlega vernd frá Rússum en þar af voru 23 samþykktar, samkvæmt gagnagrunni AIDA. Hún sagði að Útlendingastofnun hafi neitað að gera króatískum stjórnvöldum viðvart um beiðni þeirra um fjölskyldusameiningu. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa lýst yfir áhyggjum vegna málsins. Samkvæmt reglum Dyflinarsamstarfsins, sem Ísland er aðili að, geta umsækjendur um alþjóðlega vernd ekki valið í hvaða landi umsókn þeirra er afgreidd heldur er hún samkvæmt meginreglu afgreidd í því ríki sem ber ábyrgð á umsókninni. Í frétt á vef Útlendingastofnunar segir að samkomulagið byggi á gagnkvæmu trausti ríkjanna á því að umsóknir fái réttláta málsmeðferð í hverju og einu aðildarríki. „Við rannsókn máls rússneskrar fjölskyldu sem fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu, kom ekkert fram sem bendir til þess að umsækjendur um vernd fái ekki vandaða og efnislega málsmeðferð í Króatíu,“ segir í frétt Útlendingastofnunar. Réttur á allri grunnþjónustu Fram kemur að meðan mál eru til meðferðar hjá króatískum stjórnvöldum eigi umsækjendur til að mynda rétt á allri grunnþjónustu, svo sem húsnæði, mataraðstoð, framfærslu og grunnheilbrigðisþjónustu. Börnum umsækjenda um vernd sé jafnframt tryggður réttur til menntunar og aðgangur að heilbrigðisþjónustu, þar með talið ungbarnavernd. „Engin gögn benda til þess að slíkur kerfisbundinn galli sé á aðbúnaði og meðferð umsækjenda um vernd í Króatíu að þeir standi frammi fyrir raunverulegri hættu á að sæta þar ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að yfirvöld í Króatíu veiti umsækjendum ekki þá vernd sem er áskilin í alþjóðlegum skuldbindingum á sviði mannréttinda, þar á meðal reglunni um bann við því að vísa fólki brott þangað sem líf þeirra eða frelsi kann að vera í hættu,“ segir í fréttinni. Í ljósi þess hafi verið niðurstaða stjórnvalda að hagsmunum barnanna væri ekki stefnt í hættu með því að fylgja foreldrum sínum til Króatíu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Rússland Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Króatía Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira