Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar 8. október 2025 17:01 Því er oft haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík og að minnkandi lýðræðisþátttaka ungs fólks sé áhyggjuefni. Það er ábyggilega eitthvað til í því en ég finn þvert á móti að áhugi ungs fólks á stjórnmálum og samfélaginu er mikill og að aukast. Áhuginn birtist kannski ekki í linnulausum mótmælum á Austurvelli heldur í almennri umræðu, á samfélagsmiðlum og í daglegu amstri. Alltof oft finnst manni ungu fólki gefin þau skilaboð að þeirra pólitík eigi einungis að snúast um róttækni og uppþot og þar með er lítið gert úr áhuga ungs fólks á almennum stjórnmálum. Þessu verðum við að breyta því stjórnmál eru fyrir alla. Ungt fólk hefur skoðanir á samfélaginu og hvert það stefnir. Það kvartar undan lélegri geðheilbrigðisþjónustu, of mikilli umferð, fæðingarorlofskerfinu eða menntakerfinu. Þessar skoðanir eru mikilvægar og eiga að heyrast. Það skiptir máli að ungt fólk sé virkjað til þátttöku í mótun samfélagsins og gefnar raunverulegar ástæður til að taka þátt. Það þarf að sýna ungu fólki að það getur haft áhrif. Þátttaka í stjórnmálum er bæði sjálfsögð og skemmtileg, ekki einhver risa ákvörðun sem stimplar þig að eilífu. Það er í lagi að prófa sig áfram! Ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum 17 ára, sem venjulegur gaur í menntaskóla, því ég fann að ég hafði skoðanir og vildi hafa áhrif. Ég var heppinn að þekkja fólk sem benti mér á hvernig ég gæti tekið þátt en síðan þá hef ég fengið alls konar tækifæri og var nýlega kjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks - ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar. Ég vil nýta þann vettvang til þess að virkja ungt fólk til þátttöku og búa til raunverulegan farveg fyrir skoðanir ungs fólks, hvort sem þau eru sammála mér í flestu eða fáu. Ungt jafnaðarfólk hefur nú opnað fyrir skráningar í málefnanefndir UJ. Þær eru fjölbreyttar og fullkominn vettvangur fyrir þau sem vilja stíga sín fyrstu skref. Á föstudag verðum við svo með sérstakt Nýliðapartý á Prikinu sem hefst kl 20:00. Ég vil hvetja þig til að taka skrefið og mæta á einn viðburð hjá ungliðahreyfingu - þú munt aldrei sjá eftir því! Við viljum kynnast þér og fá þig í starfið! Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Því er oft haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á pólitík og að minnkandi lýðræðisþátttaka ungs fólks sé áhyggjuefni. Það er ábyggilega eitthvað til í því en ég finn þvert á móti að áhugi ungs fólks á stjórnmálum og samfélaginu er mikill og að aukast. Áhuginn birtist kannski ekki í linnulausum mótmælum á Austurvelli heldur í almennri umræðu, á samfélagsmiðlum og í daglegu amstri. Alltof oft finnst manni ungu fólki gefin þau skilaboð að þeirra pólitík eigi einungis að snúast um róttækni og uppþot og þar með er lítið gert úr áhuga ungs fólks á almennum stjórnmálum. Þessu verðum við að breyta því stjórnmál eru fyrir alla. Ungt fólk hefur skoðanir á samfélaginu og hvert það stefnir. Það kvartar undan lélegri geðheilbrigðisþjónustu, of mikilli umferð, fæðingarorlofskerfinu eða menntakerfinu. Þessar skoðanir eru mikilvægar og eiga að heyrast. Það skiptir máli að ungt fólk sé virkjað til þátttöku í mótun samfélagsins og gefnar raunverulegar ástæður til að taka þátt. Það þarf að sýna ungu fólki að það getur haft áhrif. Þátttaka í stjórnmálum er bæði sjálfsögð og skemmtileg, ekki einhver risa ákvörðun sem stimplar þig að eilífu. Það er í lagi að prófa sig áfram! Ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum 17 ára, sem venjulegur gaur í menntaskóla, því ég fann að ég hafði skoðanir og vildi hafa áhrif. Ég var heppinn að þekkja fólk sem benti mér á hvernig ég gæti tekið þátt en síðan þá hef ég fengið alls konar tækifæri og var nýlega kjörinn forseti Ungs jafnaðarfólks - ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar. Ég vil nýta þann vettvang til þess að virkja ungt fólk til þátttöku og búa til raunverulegan farveg fyrir skoðanir ungs fólks, hvort sem þau eru sammála mér í flestu eða fáu. Ungt jafnaðarfólk hefur nú opnað fyrir skráningar í málefnanefndir UJ. Þær eru fjölbreyttar og fullkominn vettvangur fyrir þau sem vilja stíga sín fyrstu skref. Á föstudag verðum við svo með sérstakt Nýliðapartý á Prikinu sem hefst kl 20:00. Ég vil hvetja þig til að taka skrefið og mæta á einn viðburð hjá ungliðahreyfingu - þú munt aldrei sjá eftir því! Við viljum kynnast þér og fá þig í starfið! Höfundur er forseti Ungs jafnaðarfólks.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun