Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar 9. október 2025 11:47 Þorgerður Katrín utanríkisráðherra segir í viðtali hjá RÚV að hún „vænti þess að Ísrael fari að alþjóðalögum“. Þessar væntingar ÞKG eru furðulegar. Eftir 78 ára kúgun gegn Palestínumönnum sem byggði frá upphafi á brotum gegn alþjóðasamningum og sáttmálum er merkilegt að vænta þess að Ísraelsstjórnir breyti hegðun sinni. Eftir tveggja ára morðaárásir á Gaza þar sem hver einasta grein Genfarsáttmálans er brotin daglega væntir íslenskur utanríkisráðherra þess að stjórn Ísraels fari að alþjóðalögum! Ísrael hefur aldrei farið að lögum Á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem búa 700.000 ólöglegir landræningjar. Á Vesturbakkanum umlykur ólöglegur múr byggðir Palestínumanna. Þetta framkvæmir Ísrael í krafti ólöglegs hernáms. Ísrael hélt Gazabúum í ólöglegri herkví í 17 ár og vörpuðu stöðugt sprengjum á íbúðabyggðir áður en þeir réðust inn 2023 til þess að reka endahnútinn á þjóðarmorðið. Ísrael rænir ríkisborgurum margra landa, þ.á.m. íslenskum, á alþjóðlegu hafsvæði. Listinn gæti verið lengri. Ég kom til Gaza árið 2009 eftir fyrstu stórárás Ísrael á Gaza. Ég sá með eigin augum eyðilegginguna sem þá var orðin. Eftir það gerðu Ísraelar stórárásir á Gaza árið 2012, 2014 og 2021. Þessar árásir kostuðu þúsundir mannslífa, þar af 2.427 börn. Þessar upplýsingar liggja á lausu og hafa efalaust ratað til Utanríkisráðuneytisins og ekki komið fólkinu þar á óvart. En hvað gerði ráðuneytið, sem oftast var undir stjórn fyrrum flokksfélaga Þorgerðar Katrínar? Jú - það voru sendar yfirlýsingar um nauðsyn þess að fara að alþjóðalögum. Það örlaði á aðgerðum þegar Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðinsson vermdu ráðherrastólinn - en það var aldrei gengin sú braut sem til þurfti. Tímamót? Þrítugasta september sl. skrifaði ég á fésbók: „Ef Hamas samþykkir samninginn, og lætur reyna á trúverðugleika Trumps og annarra ríkja sem standa að gerð samningsins, þá mun afstaða hins sk. alþjóðasamfélags skipta máli. Það verða vatnaskil, og þær ríkisstjórnir sem halda áfram að styðja Ísrael með aðgerðum eða aðgerðaleysi, afhjúpast sem stuðningsaðilar þjóðarmorðs.“ Þorgerður Katrín er okkar fulltrúi í hinu sk. alþjóðasamfélagi, þ.e. formlegur fulltrúi á samkomum ríkjanna sem véla um alþjóðamál. Og hún væntir þess að Ísrael fari að alþjóðalögum - bara svona allt í einu. Sjötíu og átta ára saga breytist í ævintýri þar sem allt endar vel. En hún boðar engar aðgerðir sem geta skipt máli. En það vita allir sem til þekkja og hafa enga „Ísraelsglýju“ fyrir augum að Ísrael mun ekki standa við gerða samninga frekar en áður. Þrátt fyrir að samningurinn kveði á um að Hamasliðar geti farið um óhultir þá vitum við að Mossad eltir þá um allan heim og drepur þá hvar sem við verður komið. Þetta kennir sagan okkur. Orsökin - refsileysi Ísraels Hér liggur hundurinn grafinn: Stjórnvöld Vesturlanda hafa aldrei beitt Ísrael refsiaðgerðum vegna glæpa þeirra og brota á alþjóðasáttmálum! Þess vegna er staðan í dag þessi: Gaza er í rúst, hundruð þúsunda Palestínumanna myrtir og á Vesturbakkanum ganga landræningjar berserksgang með aðstoð ísraelska hersins. Nú þegar Hamas hefur samþykkt að ganga að samningi sem Trump lagði til reynir á vestræn stjórnvöld. Það dugar ekki að fagna vopnahléi, það verður að grípa til aðgerða gegn ísrael - ekki eftir að þeir brjóta núverandi samkomulag - heldur vegna þess að ef það er ekki gert því stófelldari verða brot Netanyahu og félaga gegn samningnum. Það hefur alltaf verið Ísrael sem hefur brotið samninga og þeir munu gera það framvegis. Markmið síonista er Stór Ísrael. Þótt þeir undirriti samninga núna þá er takmarkið enn það sama og stjórn Ísraels mun leita allra leiða til þess að komast lengra með sín áform. Og þá munu yfirlýsingar utanríkisráðherra allra landa ekki duga til að hemja síonistana - þeir hafa komist upp með glæpi fyrir opnum tjöldum í 78 ár og munu gera það áfram. Nema! Nema Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og kollegar hennar í Evrópu slái skjaldborg um börnin á Gaza og alla Palestínumenn, jafnt á Vesturbakkanum sem og á Gaza og hefji refsiaðgerðir sem bíta gegn hernaðarhyggju Ísraels. Að öðrum kosti mun þjóðarmorðið halda áfram og samsekt Vesturlanda standa sem minnisvarði um siðferðilegt gjaldþrot vesturlenskra stjórnvalda. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Þorgerður Katrín utanríkisráðherra segir í viðtali hjá RÚV að hún „vænti þess að Ísrael fari að alþjóðalögum“. Þessar væntingar ÞKG eru furðulegar. Eftir 78 ára kúgun gegn Palestínumönnum sem byggði frá upphafi á brotum gegn alþjóðasamningum og sáttmálum er merkilegt að vænta þess að Ísraelsstjórnir breyti hegðun sinni. Eftir tveggja ára morðaárásir á Gaza þar sem hver einasta grein Genfarsáttmálans er brotin daglega væntir íslenskur utanríkisráðherra þess að stjórn Ísraels fari að alþjóðalögum! Ísrael hefur aldrei farið að lögum Á Vesturbakkanum og í Austur Jerúsalem búa 700.000 ólöglegir landræningjar. Á Vesturbakkanum umlykur ólöglegur múr byggðir Palestínumanna. Þetta framkvæmir Ísrael í krafti ólöglegs hernáms. Ísrael hélt Gazabúum í ólöglegri herkví í 17 ár og vörpuðu stöðugt sprengjum á íbúðabyggðir áður en þeir réðust inn 2023 til þess að reka endahnútinn á þjóðarmorðið. Ísrael rænir ríkisborgurum margra landa, þ.á.m. íslenskum, á alþjóðlegu hafsvæði. Listinn gæti verið lengri. Ég kom til Gaza árið 2009 eftir fyrstu stórárás Ísrael á Gaza. Ég sá með eigin augum eyðilegginguna sem þá var orðin. Eftir það gerðu Ísraelar stórárásir á Gaza árið 2012, 2014 og 2021. Þessar árásir kostuðu þúsundir mannslífa, þar af 2.427 börn. Þessar upplýsingar liggja á lausu og hafa efalaust ratað til Utanríkisráðuneytisins og ekki komið fólkinu þar á óvart. En hvað gerði ráðuneytið, sem oftast var undir stjórn fyrrum flokksfélaga Þorgerðar Katrínar? Jú - það voru sendar yfirlýsingar um nauðsyn þess að fara að alþjóðalögum. Það örlaði á aðgerðum þegar Ingibjörg Sólrún og Össur Skarphéðinsson vermdu ráðherrastólinn - en það var aldrei gengin sú braut sem til þurfti. Tímamót? Þrítugasta september sl. skrifaði ég á fésbók: „Ef Hamas samþykkir samninginn, og lætur reyna á trúverðugleika Trumps og annarra ríkja sem standa að gerð samningsins, þá mun afstaða hins sk. alþjóðasamfélags skipta máli. Það verða vatnaskil, og þær ríkisstjórnir sem halda áfram að styðja Ísrael með aðgerðum eða aðgerðaleysi, afhjúpast sem stuðningsaðilar þjóðarmorðs.“ Þorgerður Katrín er okkar fulltrúi í hinu sk. alþjóðasamfélagi, þ.e. formlegur fulltrúi á samkomum ríkjanna sem véla um alþjóðamál. Og hún væntir þess að Ísrael fari að alþjóðalögum - bara svona allt í einu. Sjötíu og átta ára saga breytist í ævintýri þar sem allt endar vel. En hún boðar engar aðgerðir sem geta skipt máli. En það vita allir sem til þekkja og hafa enga „Ísraelsglýju“ fyrir augum að Ísrael mun ekki standa við gerða samninga frekar en áður. Þrátt fyrir að samningurinn kveði á um að Hamasliðar geti farið um óhultir þá vitum við að Mossad eltir þá um allan heim og drepur þá hvar sem við verður komið. Þetta kennir sagan okkur. Orsökin - refsileysi Ísraels Hér liggur hundurinn grafinn: Stjórnvöld Vesturlanda hafa aldrei beitt Ísrael refsiaðgerðum vegna glæpa þeirra og brota á alþjóðasáttmálum! Þess vegna er staðan í dag þessi: Gaza er í rúst, hundruð þúsunda Palestínumanna myrtir og á Vesturbakkanum ganga landræningjar berserksgang með aðstoð ísraelska hersins. Nú þegar Hamas hefur samþykkt að ganga að samningi sem Trump lagði til reynir á vestræn stjórnvöld. Það dugar ekki að fagna vopnahléi, það verður að grípa til aðgerða gegn ísrael - ekki eftir að þeir brjóta núverandi samkomulag - heldur vegna þess að ef það er ekki gert því stófelldari verða brot Netanyahu og félaga gegn samningnum. Það hefur alltaf verið Ísrael sem hefur brotið samninga og þeir munu gera það framvegis. Markmið síonista er Stór Ísrael. Þótt þeir undirriti samninga núna þá er takmarkið enn það sama og stjórn Ísraels mun leita allra leiða til þess að komast lengra með sín áform. Og þá munu yfirlýsingar utanríkisráðherra allra landa ekki duga til að hemja síonistana - þeir hafa komist upp með glæpi fyrir opnum tjöldum í 78 ár og munu gera það áfram. Nema! Nema Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og kollegar hennar í Evrópu slái skjaldborg um börnin á Gaza og alla Palestínumenn, jafnt á Vesturbakkanum sem og á Gaza og hefji refsiaðgerðir sem bíta gegn hernaðarhyggju Ísraels. Að öðrum kosti mun þjóðarmorðið halda áfram og samsekt Vesturlanda standa sem minnisvarði um siðferðilegt gjaldþrot vesturlenskra stjórnvalda. Höfundur er formaður Félagsins Ísland – Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun