Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2025 17:54 Þórunn Anna segir þörf á regluverki utan um gjaldtöku á bílastæðum. Vísir/Sara Bílastæðamál eru meðal fyrirferðarmestu málaflokkanna sem rata inn á borð Neytendastofu. Forstjóri stofnunarinnar teldi það til bóta ef skýrar reglur væru til um gjaldskyld stæði. Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagði hún margt hafa breyst þegar kemur að bílastæðamálum, með tilkomu tækninýjunga. „Tæknin náttúrulega á að gera okkur auðveldara fyrir, en flækist líka kannski fyrir. Það þarf að aðlaga kröfurnar að þeim,“ sagði Þórunn. Neytendastofa birti í sumar fimm ákvarðanir sínar sem beindust að fyrirtækum sem sýsla með gjaldtöku bílastæða. Með þeim segir Þórunn að markmiðið hafi verið að fá fyrirtækin til að skýra merkingar sínar og sjá til þess að ökumenn áttuðu sig á því að þeir væru að leggja í gjaldskyld stæði. Neytendur þurfi bæði að vita hvort þeir eigi að greiða, og hversu mikið. „Það eru ýmsar leiðir og ýmislegt sem þarf að skoða í þessu, og er verið að skoða líka í löndunum í kringum okkur.“ Metið eftir hverju atviki fyrir sig Þórunn segir að Neytendastofa fái fjölmargar ábendingar um brotalamir þegar komi að bílastæðamálum. Þær séu hafðar til hliðsjónar þegar ákvarðanir séu teknar. „Það eru engar sérstakar reglur sem gilda um þetta. Það eru engar reglur sem segja: Þetta á að vera svona, svona á þetta að vera merkt, þetta á að koma fram, og þess háttar. Þannig að við þurftum svolítið að skoða þetta út frá hverju bílastæði fyrir sig.“ Samræmingar sé þörf Þórunn segist telja að mjög væri til bóta ef slíkar reglur væru til, sem myndu skýra rammann sem stofnunin geti unnið eftir. „Út af því að það eru ekki til reglur þurftum við að meta þetta út frá hverju bílastæði fyrir sig. Vegna þess að á litlu bílastæði er kannski nóg að hafa svona mörg skilti og þau staðsett á þessum stöðum, en annars staðar, þar sem eru kannski fleiri en einn aðili [sem innheimta gjöld] og fleira, þá þurfi merkingarnar að vera með öðrum hætti,“ segir Þórunn. Viðtalið við Þórunni má heyra í heild ofar í fréttinni. Bílar Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Sjá meira
Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar sagði hún margt hafa breyst þegar kemur að bílastæðamálum, með tilkomu tækninýjunga. „Tæknin náttúrulega á að gera okkur auðveldara fyrir, en flækist líka kannski fyrir. Það þarf að aðlaga kröfurnar að þeim,“ sagði Þórunn. Neytendastofa birti í sumar fimm ákvarðanir sínar sem beindust að fyrirtækum sem sýsla með gjaldtöku bílastæða. Með þeim segir Þórunn að markmiðið hafi verið að fá fyrirtækin til að skýra merkingar sínar og sjá til þess að ökumenn áttuðu sig á því að þeir væru að leggja í gjaldskyld stæði. Neytendur þurfi bæði að vita hvort þeir eigi að greiða, og hversu mikið. „Það eru ýmsar leiðir og ýmislegt sem þarf að skoða í þessu, og er verið að skoða líka í löndunum í kringum okkur.“ Metið eftir hverju atviki fyrir sig Þórunn segir að Neytendastofa fái fjölmargar ábendingar um brotalamir þegar komi að bílastæðamálum. Þær séu hafðar til hliðsjónar þegar ákvarðanir séu teknar. „Það eru engar sérstakar reglur sem gilda um þetta. Það eru engar reglur sem segja: Þetta á að vera svona, svona á þetta að vera merkt, þetta á að koma fram, og þess háttar. Þannig að við þurftum svolítið að skoða þetta út frá hverju bílastæði fyrir sig.“ Samræmingar sé þörf Þórunn segist telja að mjög væri til bóta ef slíkar reglur væru til, sem myndu skýra rammann sem stofnunin geti unnið eftir. „Út af því að það eru ekki til reglur þurftum við að meta þetta út frá hverju bílastæði fyrir sig. Vegna þess að á litlu bílastæði er kannski nóg að hafa svona mörg skilti og þau staðsett á þessum stöðum, en annars staðar, þar sem eru kannski fleiri en einn aðili [sem innheimta gjöld] og fleira, þá þurfi merkingarnar að vera með öðrum hætti,“ segir Þórunn. Viðtalið við Þórunni má heyra í heild ofar í fréttinni.
Bílar Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Sjá meira