Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. október 2025 13:23 Missy Elliott, Beyoncé, Kendrick Lamar, Drake og Taylor Swift eru öll með lög ofarlega á lista yfir bestu lög allra tíma. Getty Tónlistartímaritið Rolling Stone hefur tekið saman lista yfir 250 bestu lög 21. aldarinnar. Eins og við mátti búast er listinn ekki óumdeildur og trónir sömuleiðis nokkuð óvænt lag á toppnum. Rolling Stone er eitt stærsta tónlistartímarit Bandaríkjanna og hefur síðustu tuttugu ár haldið úti árlegum listum yfir 500 bestu plötur og lög allra tíma. Tímaritið hefur auk þess tekið saman, með nokkuð reglulegu millibili, ýmsa aðra lista. Í byrjun árs tók tímaritið saman lista yfir 250 bestu plötur síðustu 25 ára. Þar tróndi Beyoncé á toppnum með plötuna Lemonade frá 2016 og á eftir henni fylgdu Radiohead með Kid A og Frank Ocean með Blonde. Nú níu mánuðum síðar birtu þau sambærilegan lista yfir bestu lögin á þessari öld. Sjötta plata Beyoncé heitir Lemonade.vísir Það er áhugavert að skoða hverjir eru með flest lög á listanum. Beyonce og Drake eru með fimm lög, síðan koma Taylor Swift, Rihanna og Jay-Z með fjögur lög talsins og bæði Lady Gaga og Kendrick Lamar eru með þrjú stykki. Þá vekur athygli að Kanye West landar bara tveimur lögum á listann. En hér koma efstu tíu sæti listans: 10. Frank Ocean - „Thinkin Bout You“ Fyrsti og aðal singúllinn af fyrstu stúdíóplötu Franks Ocean, Channel Orange, sem kom út 2012. Einföld melódía, fallegur rómantískur texti og falsettuviðlag. „Þó hann virðist hafa haft lítinn áhuga á nýrri tónlist á síðustu árum er þetta lag nógu brilljant til að halda honum í kanónunni að eilífu,“ segir í texta Rolling Stone um lagið. 9. Britney Spears - „Toxic“ Það er hálfgerður skandall að Britney fái bara eitt lag á listanum en ef það á að velja bara eitt er „Toxic“ góður valkostur (og mætti jafnvel vera ofar). Annar singúllinn af fjórðu plötu söngkonunnar, In the Zone (2003), sem kom út á hápunkti ferils hennar, skömmu eftir sambandsslit hennar og Justins Timberlake. „Þetta er í grunninn um stelpu sem er háð strák,“ sagði Britney um lagið við MTV. „Þetta háskakvendi, hún gerir hvað sem er til að fá sínu fram.“ 8. Radiohead - „Idioteque“ Eftir The Bends (1995) og OK Computer (1997) voru Radiohead á miklu flugi, frekar en að halda í formúluna fóru þeir lengra frá rokkinu út í elektróníkuna og gáfu út meistaraverk sitt, Kid A (2000). Hápunktur þess er mögulega glitchaða synþabomban „Idioteque“ sem fjallar um hamfarahlýnun og endalok heimsins. Lagið er stöpull hljómsveitarinnar á öllum tónleikum og lykilpunktur á ferlinum. 7. Kendrick Lamar - „Alright“ Eftir að hafa vakið athygli heimsbyggðarinnar og hlotið einróma lof fyrir Good Kid M.A.A.D. City (2013) fylgdi Kendrick Lamar henni eftir með To Pimp a Butterfly (2015), jazzaðri, flóknari og pólitískari plötu um menningu afrískra ameríkana og kynþáttaójöfnuð. Miðpunktur plötunnar er slagarinn „Alright“ sem Pharrell pródúseraði og fjallaði um von og trú í myrkrinu. Viðlagið varð síðan að hálfgerðu slagorði í mótmælum Black Lives Matter í kjölfarið. „Þú heyrðir það kannski ekki stöðugt í útvarpinu en þú sérð það úti á götu, í fréttunum og í samfélögum fólks,“ sagði Lamar um lagið í viðtali 6. Robyn - „Dancing on My Own“ Þjóðsöngur fólks í ástarsorg og mögulega besta popplaga allra tíma. Ég hefði persónulega skellt þessu á toppinn. I'm in the corner, watching you kiss her, oh oh oh/And I'm right over here, why can't you see me? Oh oh oh/And I'm giving it my all/But I'm not the girl you're taking home, oooh/I keep dancing on my own Grípandi taktur og æðislegir synþar mynda góðan bakgrunn fyrir örvæntinguna sem Robyn lýsir, stödd í horninu að horfa á fyrrverandi kærastann kyssa hina konuna. 5. Taylor Swift - „All Too Well“ Sama hvað fólki finnst er Taylor Swift óumdeilanlega stærsti tónlistarmaður heims síðastliðin fimm ár. Hún hefur náð að þróa stíl sinn úr lágstemmdum kántrílögum yfir í stóra poppslagara með ýmiss konar tilraunamennsku á leiðinni. Best er Swift þó í að búa til lög um ástarsorg og sambandsslit en þar er um býsna auðugan garð að gresja. Hráast og ástríðufyllst er þó sennilega sambandsslitaslagarinn “All Too Well” á plötunni Red (2012). Áratug síðar gaf hún út nýja útgáfu af laginu þar sem hún bætti við versum sem hún hafði hent út. Úr varð tíu mínútna útgáfa sem varð að þaulsetnasta topplagi sögunnar á bandaríska vinsældarlistanum. 4. The White Stripes - „Seven Nation Army“ Þegar rokk-riffið virtist dautt þá dró Jack White fram þetta ódauðlega riff og úr varð gríðarlega grípandi slagari. Maður fer ekki á íþróttaleik án þess að heyra her hinna sjö þjóða. 3. Beyoncé ásamt Jay Z - „Crazy in Love“ Strax í byrjun heyrir maður á lúðrunum að það er bomba á leiðinni. Aðalsingúllinn af fyrstu stúdíóplötu Beyoncé, Dangerously in Love (2003), kynnti heiminn fyrir því sem var á leiðinni: alvöru poppstjörnu. Nútímalegt R&B en þó með gamaldags fönkþræði, sjálfsöruggið og fagmennskan lekur af Beyoncé í laginu og Jay-Z bætir ágætis versi við. Lagið hefur síðan bara orðið merkilegri með tímanum í ljósi þess sem hefur gengið á í sambandi þeirra hjóna. 2. Yeah Yeah Yeahs - „Maps“ Fyrir marga kemur þetta næstbesta lag á óvart. Um er að ræða þekktasta lag art-pönk-tríósins Yeah Yeah Yeahs sem fjallar um samband aðalsöngkonunnar Karen O við þáverandi kærasta sinn Angus Andrew úr hljómsveitinni Liars. Nafnið Maps ku standa fyrir „My Angus Please Stay“ og lagið sjálft er falleg og pínulítið endurtekningasöm rokkballaða. 1. Missy Elliott - „Get Ur Freak On“ „Headbanger... Hit me.“ Missy Elliott var orðinn ansi vinsæl eftir fyrstu tvær plötur sínar en með „Get Ur Freak On,“ aðalsingúl Miss E... So Addictive, drottnaði hún yfir vinsældarlistum allt sumarið 2001 og festi sig í sessi sem hiphop-stjarna. Missy be puttin' it down, I'm the hottest 'round/I told y'all mother- (skrrt), y'all can't stop me now Fólk hafði ekki heyrt svona furðulegan og fútúrískan tón, það má að miklu leyti þakka pródúsentinum Timbaland, sem byggir lagið á speisuðum bhangra-takti. Smellurinn er enn jafn ferskur í dag, það ferskur að Rolling Stone metur lagið sem það besta á 21. öld. Hér fyrir neðan má síðan sjá topp fimmtíu bestu lögin á listanum: Missy Elliott, ‘Get Ur Freak On’ (2001) Yeah Yeah Yeahs, ‘Maps’ (2003) Beyoncé feat. Jay Z, ‘Crazy in Love’ (2003) The White Stripes, ‘Seven Nation Army’ (2003) Taylor Swift, ‘All Too Well’ (2012) Robyn, ‘Dancing on My Own’ (2010) Kendrick Lamar, ‘Alright’ (2015) Radiohead, ‘Idioteque’ (2000) Britney Spears, ‘Toxic’ (2003) Frank Ocean, ‘Thinkin Bout You’ (2012) Bad Bunny, Ñengo Flow, and Jowell and Randy, ‘Safaera’ (2020) The Strokes, ‘Last Nite’ (2001) SZA, ‘Snooze’ (2022) Daddy Yankee, ‘Gasolina’ (2004) OutKast, ‘B.O.B. (Bombs Over Baghdad)’ (2000) Mariah Carey, ‘We Belong Together’ (2005) Drake, ‘Hotline Bling’ (2015) Billie Eilish, ‘Bad Guy’ (2019) Adele, ‘Someone Like You’ (2011) Steve Lacy, ‘Bad Habit’ (2022) Lady Gaga, ‘Bad Romance’ (2009) Wizkid feat. Tems, ‘Essence’ (2020) Chappell Roan, ‘Pink Pony Club’ (2020) D’Angelo, ‘Untitled (How Does It Feel)’ (2000) Jay-Z, ‘99 Problems’ (2003) The Killers, ‘Mr. Brightside’ (2003) Rihanna feat. Calvin Harris, ‘We Found Love’ (2011) Daft Punk, ‘One More Time’ (2000) UGK feat. OutKast, ‘Int’l Players Anthem (I Choose You)’ (2007) Usher, ‘Confessions Part II’ (2004) Kelly Clarkson, ‘Since U Been Gone’ (2004) Beyoncé, ‘Formation’ (2016) Lana Del Rey, ‘Venice Bitch’ (2018) Lorde, ‘Ribs’ (2013) LCD Soundsystem, ‘All My Friends’ (2007) Mitski, ‘Your Best American Girl’ (2016) BTS, ‘Spring Day’ (2017) Olivia Rodrigo, ‘Drivers License’ (2021) Eminem, ‘Lose Yourself’ (2002) Ariana Grande, ‘Thank U, Next’ (2018) The Weeknd, ‘Blinding Lights’ (2019) Carly Rae Jepsen, ‘Call Me Maybe’ (2011) Drake feat. Majid Jordan, ‘Hold On, We’re Going Home’ (2013) Migos feat. Lil Uzi Vert, ‘Bad and Boujee’ (2016) Kacey Musgraves, ‘Follow Your Arrow’ (2013) Amy Winehouse, ‘Back to Black’ (2006) Lil Uzi Vert, ‘XO Tour Llif3’ (2017) M.I.A., ‘Paper Planes’ (2007) Maxwell, ‘Pretty Wings’ (2009) Haim, ‘The Wire’ (2013) Tónlist Bandaríkin Mest lesið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Rolling Stone er eitt stærsta tónlistartímarit Bandaríkjanna og hefur síðustu tuttugu ár haldið úti árlegum listum yfir 500 bestu plötur og lög allra tíma. Tímaritið hefur auk þess tekið saman, með nokkuð reglulegu millibili, ýmsa aðra lista. Í byrjun árs tók tímaritið saman lista yfir 250 bestu plötur síðustu 25 ára. Þar tróndi Beyoncé á toppnum með plötuna Lemonade frá 2016 og á eftir henni fylgdu Radiohead með Kid A og Frank Ocean með Blonde. Nú níu mánuðum síðar birtu þau sambærilegan lista yfir bestu lögin á þessari öld. Sjötta plata Beyoncé heitir Lemonade.vísir Það er áhugavert að skoða hverjir eru með flest lög á listanum. Beyonce og Drake eru með fimm lög, síðan koma Taylor Swift, Rihanna og Jay-Z með fjögur lög talsins og bæði Lady Gaga og Kendrick Lamar eru með þrjú stykki. Þá vekur athygli að Kanye West landar bara tveimur lögum á listann. En hér koma efstu tíu sæti listans: 10. Frank Ocean - „Thinkin Bout You“ Fyrsti og aðal singúllinn af fyrstu stúdíóplötu Franks Ocean, Channel Orange, sem kom út 2012. Einföld melódía, fallegur rómantískur texti og falsettuviðlag. „Þó hann virðist hafa haft lítinn áhuga á nýrri tónlist á síðustu árum er þetta lag nógu brilljant til að halda honum í kanónunni að eilífu,“ segir í texta Rolling Stone um lagið. 9. Britney Spears - „Toxic“ Það er hálfgerður skandall að Britney fái bara eitt lag á listanum en ef það á að velja bara eitt er „Toxic“ góður valkostur (og mætti jafnvel vera ofar). Annar singúllinn af fjórðu plötu söngkonunnar, In the Zone (2003), sem kom út á hápunkti ferils hennar, skömmu eftir sambandsslit hennar og Justins Timberlake. „Þetta er í grunninn um stelpu sem er háð strák,“ sagði Britney um lagið við MTV. „Þetta háskakvendi, hún gerir hvað sem er til að fá sínu fram.“ 8. Radiohead - „Idioteque“ Eftir The Bends (1995) og OK Computer (1997) voru Radiohead á miklu flugi, frekar en að halda í formúluna fóru þeir lengra frá rokkinu út í elektróníkuna og gáfu út meistaraverk sitt, Kid A (2000). Hápunktur þess er mögulega glitchaða synþabomban „Idioteque“ sem fjallar um hamfarahlýnun og endalok heimsins. Lagið er stöpull hljómsveitarinnar á öllum tónleikum og lykilpunktur á ferlinum. 7. Kendrick Lamar - „Alright“ Eftir að hafa vakið athygli heimsbyggðarinnar og hlotið einróma lof fyrir Good Kid M.A.A.D. City (2013) fylgdi Kendrick Lamar henni eftir með To Pimp a Butterfly (2015), jazzaðri, flóknari og pólitískari plötu um menningu afrískra ameríkana og kynþáttaójöfnuð. Miðpunktur plötunnar er slagarinn „Alright“ sem Pharrell pródúseraði og fjallaði um von og trú í myrkrinu. Viðlagið varð síðan að hálfgerðu slagorði í mótmælum Black Lives Matter í kjölfarið. „Þú heyrðir það kannski ekki stöðugt í útvarpinu en þú sérð það úti á götu, í fréttunum og í samfélögum fólks,“ sagði Lamar um lagið í viðtali 6. Robyn - „Dancing on My Own“ Þjóðsöngur fólks í ástarsorg og mögulega besta popplaga allra tíma. Ég hefði persónulega skellt þessu á toppinn. I'm in the corner, watching you kiss her, oh oh oh/And I'm right over here, why can't you see me? Oh oh oh/And I'm giving it my all/But I'm not the girl you're taking home, oooh/I keep dancing on my own Grípandi taktur og æðislegir synþar mynda góðan bakgrunn fyrir örvæntinguna sem Robyn lýsir, stödd í horninu að horfa á fyrrverandi kærastann kyssa hina konuna. 5. Taylor Swift - „All Too Well“ Sama hvað fólki finnst er Taylor Swift óumdeilanlega stærsti tónlistarmaður heims síðastliðin fimm ár. Hún hefur náð að þróa stíl sinn úr lágstemmdum kántrílögum yfir í stóra poppslagara með ýmiss konar tilraunamennsku á leiðinni. Best er Swift þó í að búa til lög um ástarsorg og sambandsslit en þar er um býsna auðugan garð að gresja. Hráast og ástríðufyllst er þó sennilega sambandsslitaslagarinn “All Too Well” á plötunni Red (2012). Áratug síðar gaf hún út nýja útgáfu af laginu þar sem hún bætti við versum sem hún hafði hent út. Úr varð tíu mínútna útgáfa sem varð að þaulsetnasta topplagi sögunnar á bandaríska vinsældarlistanum. 4. The White Stripes - „Seven Nation Army“ Þegar rokk-riffið virtist dautt þá dró Jack White fram þetta ódauðlega riff og úr varð gríðarlega grípandi slagari. Maður fer ekki á íþróttaleik án þess að heyra her hinna sjö þjóða. 3. Beyoncé ásamt Jay Z - „Crazy in Love“ Strax í byrjun heyrir maður á lúðrunum að það er bomba á leiðinni. Aðalsingúllinn af fyrstu stúdíóplötu Beyoncé, Dangerously in Love (2003), kynnti heiminn fyrir því sem var á leiðinni: alvöru poppstjörnu. Nútímalegt R&B en þó með gamaldags fönkþræði, sjálfsöruggið og fagmennskan lekur af Beyoncé í laginu og Jay-Z bætir ágætis versi við. Lagið hefur síðan bara orðið merkilegri með tímanum í ljósi þess sem hefur gengið á í sambandi þeirra hjóna. 2. Yeah Yeah Yeahs - „Maps“ Fyrir marga kemur þetta næstbesta lag á óvart. Um er að ræða þekktasta lag art-pönk-tríósins Yeah Yeah Yeahs sem fjallar um samband aðalsöngkonunnar Karen O við þáverandi kærasta sinn Angus Andrew úr hljómsveitinni Liars. Nafnið Maps ku standa fyrir „My Angus Please Stay“ og lagið sjálft er falleg og pínulítið endurtekningasöm rokkballaða. 1. Missy Elliott - „Get Ur Freak On“ „Headbanger... Hit me.“ Missy Elliott var orðinn ansi vinsæl eftir fyrstu tvær plötur sínar en með „Get Ur Freak On,“ aðalsingúl Miss E... So Addictive, drottnaði hún yfir vinsældarlistum allt sumarið 2001 og festi sig í sessi sem hiphop-stjarna. Missy be puttin' it down, I'm the hottest 'round/I told y'all mother- (skrrt), y'all can't stop me now Fólk hafði ekki heyrt svona furðulegan og fútúrískan tón, það má að miklu leyti þakka pródúsentinum Timbaland, sem byggir lagið á speisuðum bhangra-takti. Smellurinn er enn jafn ferskur í dag, það ferskur að Rolling Stone metur lagið sem það besta á 21. öld. Hér fyrir neðan má síðan sjá topp fimmtíu bestu lögin á listanum: Missy Elliott, ‘Get Ur Freak On’ (2001) Yeah Yeah Yeahs, ‘Maps’ (2003) Beyoncé feat. Jay Z, ‘Crazy in Love’ (2003) The White Stripes, ‘Seven Nation Army’ (2003) Taylor Swift, ‘All Too Well’ (2012) Robyn, ‘Dancing on My Own’ (2010) Kendrick Lamar, ‘Alright’ (2015) Radiohead, ‘Idioteque’ (2000) Britney Spears, ‘Toxic’ (2003) Frank Ocean, ‘Thinkin Bout You’ (2012) Bad Bunny, Ñengo Flow, and Jowell and Randy, ‘Safaera’ (2020) The Strokes, ‘Last Nite’ (2001) SZA, ‘Snooze’ (2022) Daddy Yankee, ‘Gasolina’ (2004) OutKast, ‘B.O.B. (Bombs Over Baghdad)’ (2000) Mariah Carey, ‘We Belong Together’ (2005) Drake, ‘Hotline Bling’ (2015) Billie Eilish, ‘Bad Guy’ (2019) Adele, ‘Someone Like You’ (2011) Steve Lacy, ‘Bad Habit’ (2022) Lady Gaga, ‘Bad Romance’ (2009) Wizkid feat. Tems, ‘Essence’ (2020) Chappell Roan, ‘Pink Pony Club’ (2020) D’Angelo, ‘Untitled (How Does It Feel)’ (2000) Jay-Z, ‘99 Problems’ (2003) The Killers, ‘Mr. Brightside’ (2003) Rihanna feat. Calvin Harris, ‘We Found Love’ (2011) Daft Punk, ‘One More Time’ (2000) UGK feat. OutKast, ‘Int’l Players Anthem (I Choose You)’ (2007) Usher, ‘Confessions Part II’ (2004) Kelly Clarkson, ‘Since U Been Gone’ (2004) Beyoncé, ‘Formation’ (2016) Lana Del Rey, ‘Venice Bitch’ (2018) Lorde, ‘Ribs’ (2013) LCD Soundsystem, ‘All My Friends’ (2007) Mitski, ‘Your Best American Girl’ (2016) BTS, ‘Spring Day’ (2017) Olivia Rodrigo, ‘Drivers License’ (2021) Eminem, ‘Lose Yourself’ (2002) Ariana Grande, ‘Thank U, Next’ (2018) The Weeknd, ‘Blinding Lights’ (2019) Carly Rae Jepsen, ‘Call Me Maybe’ (2011) Drake feat. Majid Jordan, ‘Hold On, We’re Going Home’ (2013) Migos feat. Lil Uzi Vert, ‘Bad and Boujee’ (2016) Kacey Musgraves, ‘Follow Your Arrow’ (2013) Amy Winehouse, ‘Back to Black’ (2006) Lil Uzi Vert, ‘XO Tour Llif3’ (2017) M.I.A., ‘Paper Planes’ (2007) Maxwell, ‘Pretty Wings’ (2009) Haim, ‘The Wire’ (2013)
Tónlist Bandaríkin Mest lesið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira