Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 11. október 2025 15:50 vísir/diego Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í dag í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Fanndís Friðriksdóttir kom Val yfir í fyrri hálfleik en Karitas Tómasdóttir jafnaði með skoti utan af kanti sem endaði óvænt í markinu. Blikar eru orðnir Íslandsmeistarar og hafa komist upp með því að vinna aðeins einn af síðustu fjórum leikjum því staða liðsins var það góð fyrir úrslitakeppnina. Valskonur fóru illa með góð færi í dag og voru því í dauðafæri að vinna Íslandsmeistarana. Leikurinn fór afar hægt af stað en Íslandsmeistararnir í Breiðablik tóku fljótlega völdin á vellinum. Þvert á móti gangi leiksins skoraði Fanndís Friðriksdóttir fyrsta mark leiksins fyrir Val eftir frábæra fyrirgjöf Elísu Viðarsdóttur. Eftir markið lágu gestirnir á Valskonum en náðu ekki að skapa sér nein alvöru færi. Breiðablik fékk ellefu hornspyrnur í fyrri hálfleik en náðu því miður ekki að nýta sér það. 1-0 fyrir Val og þannig stóðu leikar í hálfleik. Breiðablik tókst að jafna metin eftir tvær mínútur í síðari hálfleik þegar Karítas Tómasdóttir skoraði furðulegt mark. Skotið sem átti að vera fyrirgjöf endaði með því að boltinn lenti á fjærstönginni og inn í markið. Það var það sama uppi á teningnum hjá Blikum sem voru töluvert meira með boltann en náðu ekki að nýta sér sóknirnar sínar og þau færi sem gáfust. Það kom sterkur lokakafli á síðustu mínútum leiksins hjá Valskonum þar sem þær komust ítrekað í góðar stöður og inn fyrir vörn Blika, en náðu ekki að koma boltanum í netið. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Valskonur lyfta sér upp í 5. sæti. Valur á næst leik við Þrótt í síðustu umferð Bestu deildar kvenna. Atvik leiksins Valur hefði hæglega getað stolið sigrinum hérna í lokin en fór afar illa dauðafæri. Stjörnur og skúrkar Markmenn Blika bæði Herdís Halla Guðbjartsdóttir og Kyla Elizabeth Burns sem spiluðu fyrstu mínútur sínar á tímabilinu og sáu til þess að Valskonur skoruðu ekki úr þeim dauðafærum sem þær fengu. Umgjörð og stemmning Þungskýjað og blautt í dag en það var fín mæting á Hlíðarenda og ágætis stemning. Dómarinn Bríet Bragadóttir var á flautunni í dag, með henni voru Kári Mímisson og Antoníus Bjarki Halldórsson. Engin vafa atriði að mínu mati í dag og þokkalega vel dæmdur leikur. Viðtöl: Matthías Guðmundsson: Ég er eiginlega ekki sáttur með úrslitin Valur klúðraði dauðafærum á lokakafla leiksins gegn Breiðablik í dag, en liðin skildu jöfn að 1-1. „Ég er eiginlega ekki sáttur með úrslitin. Þetta er kannski leikur tveggja hálfleika. Breiðablik voru ofan af í fyrri hálfleik og fengu kannski ekki dauðafæri en við vorum að þjást mikið. Við fengum urmul af færum í seinni hálfleik en því miður fór boltinn ekki inn,“ sagði Matthías Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Við lágum frekar neðarlega sem var ekki alveg planið en helst í hendur við að Breiðablik er mjög gott lið og fullt sjálfstrausts. Okkur vantar kannski smá sjálfstraust, en í seinni hálfleik fundu stelpurnar að það var pláss og þá fannst mér þær njóta sín mikið.“ Einn leikur er eftir á tímabilinu og Matthías, þjálfari liðsins, segir að liðið verði að njóta þess að spila fótbolta. „Við höldum áfram og þurfum að reyna að breyta okkur í barn, og njóta þess að spila fótbolta. Það er ótrúlega gaman að spila fótbolta.“ Besta deild kvenna Valur Breiðablik
Valur og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í dag í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Fanndís Friðriksdóttir kom Val yfir í fyrri hálfleik en Karitas Tómasdóttir jafnaði með skoti utan af kanti sem endaði óvænt í markinu. Blikar eru orðnir Íslandsmeistarar og hafa komist upp með því að vinna aðeins einn af síðustu fjórum leikjum því staða liðsins var það góð fyrir úrslitakeppnina. Valskonur fóru illa með góð færi í dag og voru því í dauðafæri að vinna Íslandsmeistarana. Leikurinn fór afar hægt af stað en Íslandsmeistararnir í Breiðablik tóku fljótlega völdin á vellinum. Þvert á móti gangi leiksins skoraði Fanndís Friðriksdóttir fyrsta mark leiksins fyrir Val eftir frábæra fyrirgjöf Elísu Viðarsdóttur. Eftir markið lágu gestirnir á Valskonum en náðu ekki að skapa sér nein alvöru færi. Breiðablik fékk ellefu hornspyrnur í fyrri hálfleik en náðu því miður ekki að nýta sér það. 1-0 fyrir Val og þannig stóðu leikar í hálfleik. Breiðablik tókst að jafna metin eftir tvær mínútur í síðari hálfleik þegar Karítas Tómasdóttir skoraði furðulegt mark. Skotið sem átti að vera fyrirgjöf endaði með því að boltinn lenti á fjærstönginni og inn í markið. Það var það sama uppi á teningnum hjá Blikum sem voru töluvert meira með boltann en náðu ekki að nýta sér sóknirnar sínar og þau færi sem gáfust. Það kom sterkur lokakafli á síðustu mínútum leiksins hjá Valskonum þar sem þær komust ítrekað í góðar stöður og inn fyrir vörn Blika, en náðu ekki að koma boltanum í netið. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Valskonur lyfta sér upp í 5. sæti. Valur á næst leik við Þrótt í síðustu umferð Bestu deildar kvenna. Atvik leiksins Valur hefði hæglega getað stolið sigrinum hérna í lokin en fór afar illa dauðafæri. Stjörnur og skúrkar Markmenn Blika bæði Herdís Halla Guðbjartsdóttir og Kyla Elizabeth Burns sem spiluðu fyrstu mínútur sínar á tímabilinu og sáu til þess að Valskonur skoruðu ekki úr þeim dauðafærum sem þær fengu. Umgjörð og stemmning Þungskýjað og blautt í dag en það var fín mæting á Hlíðarenda og ágætis stemning. Dómarinn Bríet Bragadóttir var á flautunni í dag, með henni voru Kári Mímisson og Antoníus Bjarki Halldórsson. Engin vafa atriði að mínu mati í dag og þokkalega vel dæmdur leikur. Viðtöl: Matthías Guðmundsson: Ég er eiginlega ekki sáttur með úrslitin Valur klúðraði dauðafærum á lokakafla leiksins gegn Breiðablik í dag, en liðin skildu jöfn að 1-1. „Ég er eiginlega ekki sáttur með úrslitin. Þetta er kannski leikur tveggja hálfleika. Breiðablik voru ofan af í fyrri hálfleik og fengu kannski ekki dauðafæri en við vorum að þjást mikið. Við fengum urmul af færum í seinni hálfleik en því miður fór boltinn ekki inn,“ sagði Matthías Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Við lágum frekar neðarlega sem var ekki alveg planið en helst í hendur við að Breiðablik er mjög gott lið og fullt sjálfstrausts. Okkur vantar kannski smá sjálfstraust, en í seinni hálfleik fundu stelpurnar að það var pláss og þá fannst mér þær njóta sín mikið.“ Einn leikur er eftir á tímabilinu og Matthías, þjálfari liðsins, segir að liðið verði að njóta þess að spila fótbolta. „Við höldum áfram og þurfum að reyna að breyta okkur í barn, og njóta þess að spila fótbolta. Það er ótrúlega gaman að spila fótbolta.“
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn