Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. október 2025 17:31 Skólar og foreldrar hafi verið í vandræðum með hópaskiptinguna. Vísir/Samsett Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir leiðbeiningaskjal um barnaafmæli sem finna má á heimasíðu borgarinnar ekki gert til að stýra því hvernig foreldrar halda afmælisveislur. Það hafi verið ákall um viðmið sem léttu undir með foreldrum og tryggðu að afmælisveislur væru ekki útilokandi. Leiðbeiningaskjal á heimasíðu Reykjavíkurborgar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Í skjalinu er mælst til þess að bjóða ekki í afmælisveislur barna eftir kyni vegna þess að slíkt geti verið útilokandi og vinni gegn markmiðum jafnréttislaga. Í skjalinu eru lagðar til tvær leiðir, annars vegar geti foreldrar barna komið sér saman um að halda sameiginlega veislu og þannig sé þeim fært að bjóða öllum bekknum. Hin leiðin felur í sér að bekknum sé skipt í afmælishópa út frá öðru en kyni til að skapa minni og viðráðanlegri hópa. Sem dæmi færi barnið sem á fyrst afmæli á árinu í hóp A, barnið sem á næst afmæli í hóp B, þriðja í hóp A og svo koll af kolli. Skjalið nokkurra ára gamalt Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir er sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir skjalið raunar hafa verið aðgengilegt á heimasíðu borgarinnar í nokkur ár og sé liður í ráðgjafahlutverki mannréttindaskrifstofunnar við skóla borgarinnar. Skjalið hafi ekki verið sent út til neins heldur hafi verið ætlað sem viðmið sem foreldrar gætu stuðst við. Hún segir að skólar og hópar foreldra hafi verið í vandræðum með afmælishópa. Lengi hafi verið miðað við að annað hvort sé öllum stelpum bekkjarins boðið eða öllum strákum. Jafnvel að öllum bekknum sé boðið til að enginn sé skilinn út undan. Þetta sé hins vegar ekki á allra færi enda kostnaðarsamt að halda stórar afmælisveislur. Skjalið í heild sinni.Reykjavíkurborg „Þessar leiðbeiningar koma út frá samtali um hvort ekki sé hægt að skipuleggja afmælisviðmið með öðrum hætti en kynjaskiptingu. Hvort ekki sé hægt að létta líka undir með foreldrum. Það þekkist á einhverjum stöðum í borginni og víðar og á Norðurlöndunum mikið að það séu afmælishópar þar sem nokkur börn eru saman og halda sameiginleg afmæli og bjóða öllum í bekknum. Þessar leiðbeiningar eru svolítið innlegg í þetta,“ segir hún. Engin tilmæli eða skipun felist í viðmiðunum heldur séu þær tillögur að því hvernig mætti haga afmælishópaskiptingu öðruvísi. „Þetta hefur verið aðgengilegt inni á vefsíðu borgarinnar í nokkur ár og stundum hafa skólar eða foreldrahópar notað þetta eða haft til hliðsjónar og stundum ekki. Það eru alls konar mismunandi reglur og viðmið varðandi afmæli, afmælishópa og sameiginleg afmæli hjá borginni og það er mjög mismunandi milli skóla og skólahverfa. Þessar leiðbeiningar stýra því ekki neitt,“ segir Þórhildur. Foreldra og skólastjórnenda að ákveða Hún segir borgaryfirvöld ekki skipta sér af afmælisskipulagningu foreldra. „Við erum ekkert inni í þeirri ákvarðanatöku. Það er samtal sem á sér stað í hverjum skóla og hverjum foreldrahópi fyrir sig. Jafnvel innan sömu grunnskólanna eru mismunandi reglur í gangi milli árganga, bara eftir því hvað hópurinn kemur sér saman um,“ segir Þórhildur. Það er ekki njósnað um afmælisveislur barna í borginni? „Ég get alveg fullyrt það. Ég hef nóg annað að gera í vinnunni,“ segir hún. Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Leiðbeiningaskjal á heimasíðu Reykjavíkurborgar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Í skjalinu er mælst til þess að bjóða ekki í afmælisveislur barna eftir kyni vegna þess að slíkt geti verið útilokandi og vinni gegn markmiðum jafnréttislaga. Í skjalinu eru lagðar til tvær leiðir, annars vegar geti foreldrar barna komið sér saman um að halda sameiginlega veislu og þannig sé þeim fært að bjóða öllum bekknum. Hin leiðin felur í sér að bekknum sé skipt í afmælishópa út frá öðru en kyni til að skapa minni og viðráðanlegri hópa. Sem dæmi færi barnið sem á fyrst afmæli á árinu í hóp A, barnið sem á næst afmæli í hóp B, þriðja í hóp A og svo koll af kolli. Skjalið nokkurra ára gamalt Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir er sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir skjalið raunar hafa verið aðgengilegt á heimasíðu borgarinnar í nokkur ár og sé liður í ráðgjafahlutverki mannréttindaskrifstofunnar við skóla borgarinnar. Skjalið hafi ekki verið sent út til neins heldur hafi verið ætlað sem viðmið sem foreldrar gætu stuðst við. Hún segir að skólar og hópar foreldra hafi verið í vandræðum með afmælishópa. Lengi hafi verið miðað við að annað hvort sé öllum stelpum bekkjarins boðið eða öllum strákum. Jafnvel að öllum bekknum sé boðið til að enginn sé skilinn út undan. Þetta sé hins vegar ekki á allra færi enda kostnaðarsamt að halda stórar afmælisveislur. Skjalið í heild sinni.Reykjavíkurborg „Þessar leiðbeiningar koma út frá samtali um hvort ekki sé hægt að skipuleggja afmælisviðmið með öðrum hætti en kynjaskiptingu. Hvort ekki sé hægt að létta líka undir með foreldrum. Það þekkist á einhverjum stöðum í borginni og víðar og á Norðurlöndunum mikið að það séu afmælishópar þar sem nokkur börn eru saman og halda sameiginleg afmæli og bjóða öllum í bekknum. Þessar leiðbeiningar eru svolítið innlegg í þetta,“ segir hún. Engin tilmæli eða skipun felist í viðmiðunum heldur séu þær tillögur að því hvernig mætti haga afmælishópaskiptingu öðruvísi. „Þetta hefur verið aðgengilegt inni á vefsíðu borgarinnar í nokkur ár og stundum hafa skólar eða foreldrahópar notað þetta eða haft til hliðsjónar og stundum ekki. Það eru alls konar mismunandi reglur og viðmið varðandi afmæli, afmælishópa og sameiginleg afmæli hjá borginni og það er mjög mismunandi milli skóla og skólahverfa. Þessar leiðbeiningar stýra því ekki neitt,“ segir Þórhildur. Foreldra og skólastjórnenda að ákveða Hún segir borgaryfirvöld ekki skipta sér af afmælisskipulagningu foreldra. „Við erum ekkert inni í þeirri ákvarðanatöku. Það er samtal sem á sér stað í hverjum skóla og hverjum foreldrahópi fyrir sig. Jafnvel innan sömu grunnskólanna eru mismunandi reglur í gangi milli árganga, bara eftir því hvað hópurinn kemur sér saman um,“ segir Þórhildur. Það er ekki njósnað um afmælisveislur barna í borginni? „Ég get alveg fullyrt það. Ég hef nóg annað að gera í vinnunni,“ segir hún.
Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira