Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. október 2025 12:16 Regnbogahátíðin er nú haldin í 19. sinn í Mýrdalshreppi um helgina. Helga Þorbergsdóttir Það iðar allt af lífi og fjöri þar sem gleðin er í fyrirrúmi í Vík í Mýrdal um helgina því þar fer fram Regnbogahátíð, sem er samfélagshátíð íbúa í Mýrdalshreppi. Regnbogahátíðin er nú haldin í 19. sinn og hefur dagskrá hátíðarinnar sjaldan verið eins glæsileg og í ár. Hátíðin hófst á fimmtudaginn og líkur með tónleikum síðdegis á morgun. Harpa Elín Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er sú, sem veit allt um Regnbogahátíðina. „Þemað í ár er einmitt gleðin og krafturinn, sem býr í samfélaginu þannig að þú getur ímyndað þér hvað það er gaman hjá okkur hérna“, segir Harpa Elín. Og hvað eruð þið aðallega að gera á þessari hátíð? „Við erum að hittast og vera saman og búa til samfélag og hafa gaman saman,“ segir hún. Í gærkvöldi var til dæmis boðið upp á matarsmakk í íþróttahúsinu þar sem gestir fengu að smakka á réttum frá mörgum þjóðlöndum en stór hluti íbúa í Vík eru af erlendu bergi brotnir. „Svo ætlar hún að koma til okkar hún Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Stása en hún ætlar að taka helgistund og samverustund með séra Jóhönnu í kirkjunni okkar en Yuichi Yoshimoto mun spila undir hjá henni á píanó en það er tónlistarkennarinn okkar og mikill snillingur,“ segir Harpa Elín. Harpa Elín Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er sú, sem veit allt um Regnbogahátíðina og heldur m.a. utan um dagskrá hátíðarinnar.Helga Þorbergsdóttir Ari Eldjárn lýkur svo deginum með uppistandi í kvöld og strax á eftir verður Regnbogasamsöngur íbúa. Dagskráin verður líka mjög fjölbreytt á morgun sunnudag en Kammerkór tónlistarskólans í Vík mun syngja í Icewear og Jónas Erlendsson bóndi í Fagradal við Vík mun bjóða upp á göngu að steinskipinu svo eitthvað sé nefnt. „Svo á Hótel Kríu er hinn klassíska hátíðarstunda en þá verður glæsilegt hátíðarkaffi, sem hótelin hérna skiptast á að bjóða hátíðargestum á,“ segir Harpa Elín hjá Kötlusetrinu í Vík um leið og hún bætir við að síðasta atriði Regnbogahátíðarinnar verður klukkan fimm á morgun í Víkurkirkju þar sem Kammerkór tónlistarskóla Mýrdalshrepps, Björn Thoroddsen gítarleikari og Hera Björk Þórhallsdóttir verða með fría tónleika. Gleðin verður við völd í Vík í Mýrdal um helgina, því lofar Harpa Elín. Helga Þorbergsdóttir Facebooksíða hátíðarinnar Mýrdalshreppur Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Regnbogahátíðin er nú haldin í 19. sinn og hefur dagskrá hátíðarinnar sjaldan verið eins glæsileg og í ár. Hátíðin hófst á fimmtudaginn og líkur með tónleikum síðdegis á morgun. Harpa Elín Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er sú, sem veit allt um Regnbogahátíðina. „Þemað í ár er einmitt gleðin og krafturinn, sem býr í samfélaginu þannig að þú getur ímyndað þér hvað það er gaman hjá okkur hérna“, segir Harpa Elín. Og hvað eruð þið aðallega að gera á þessari hátíð? „Við erum að hittast og vera saman og búa til samfélag og hafa gaman saman,“ segir hún. Í gærkvöldi var til dæmis boðið upp á matarsmakk í íþróttahúsinu þar sem gestir fengu að smakka á réttum frá mörgum þjóðlöndum en stór hluti íbúa í Vík eru af erlendu bergi brotnir. „Svo ætlar hún að koma til okkar hún Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Stása en hún ætlar að taka helgistund og samverustund með séra Jóhönnu í kirkjunni okkar en Yuichi Yoshimoto mun spila undir hjá henni á píanó en það er tónlistarkennarinn okkar og mikill snillingur,“ segir Harpa Elín. Harpa Elín Haraldsdóttir hjá Kötlusetrinu í Vík er sú, sem veit allt um Regnbogahátíðina og heldur m.a. utan um dagskrá hátíðarinnar.Helga Þorbergsdóttir Ari Eldjárn lýkur svo deginum með uppistandi í kvöld og strax á eftir verður Regnbogasamsöngur íbúa. Dagskráin verður líka mjög fjölbreytt á morgun sunnudag en Kammerkór tónlistarskólans í Vík mun syngja í Icewear og Jónas Erlendsson bóndi í Fagradal við Vík mun bjóða upp á göngu að steinskipinu svo eitthvað sé nefnt. „Svo á Hótel Kríu er hinn klassíska hátíðarstunda en þá verður glæsilegt hátíðarkaffi, sem hótelin hérna skiptast á að bjóða hátíðargestum á,“ segir Harpa Elín hjá Kötlusetrinu í Vík um leið og hún bætir við að síðasta atriði Regnbogahátíðarinnar verður klukkan fimm á morgun í Víkurkirkju þar sem Kammerkór tónlistarskóla Mýrdalshrepps, Björn Thoroddsen gítarleikari og Hera Björk Þórhallsdóttir verða með fría tónleika. Gleðin verður við völd í Vík í Mýrdal um helgina, því lofar Harpa Elín. Helga Þorbergsdóttir Facebooksíða hátíðarinnar
Mýrdalshreppur Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira