Fann fyrir ákalli um ferska forystu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 11. október 2025 18:06 Bergþór verður ekki varaformaður Miðflokksins. vísir/vilhelm Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. Það stefndi í þungavigtarvaraformannsslag milli hans, Snorra Mássonar og Ingibjargar Davíðsdóttur en Bergþór kveðst hafa fundið fyrir ákalli um ferska forystu. Flokkurinn hefur ekki haft varaformann síðan embættið var lagt niður árið 2020 en Bergþór hefur verið hægri hönd Sigmundar Davíðs formanns í einhvern tíma. Þeir voru til að mynda einu tveir fulltrúar Miðflokksins á Alþingi um tíma. „Þetta eru flottir frambjóðendur, Snorri Másson og Ingibjörg Davíðsdóttir, og flokkurinn verður fullsæmdur af hvoru þeirra sem fyrir valinu verður á morgun. En fyrst og fremst er ég ánægður með hvað þetta er velheppnað þing hjá okkur. Það er fjölmennt, glæsilegur hópur, góðar umræður og þetta verður pallur fyrir okkur að spyrna okkur upp frá til frekari sóknar,“ segir Bergþór. Hann vill ekki lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðandann. „Ég ætla að leyfa þeim sem hér eru að gera upp hug sinn. Annað hvort þeirra mun ég styðja á morgun, það er augljóst, en nú hafa þau sviðið og ég er algjörlega sannfærður um það að niðurstaðan úr þessu þingi verður algjörlega frábær fyrir okkur í Miðflokknum,“ segir hann. Varstu búinn að telja hausa og lesa í möguleikana varðandi þitt kjör? „Nei, ég er í raun meira að stíga inn í þessa tilfinningu sem ég skynja, fólk reiknar með því að ég verði áfram blóðugur upp að öxlum í þinginu eins og hingað til og það losni ekki við mig, en það er löngun til að fá fleiri andlit inn í forystusveitina og ég bregst vel við því og styð það af heilum hug,“ segir Bergþór. „Frábærlega velheppnað, umræðurnar góðar, mætingin frábær, fjöldinn miklu meiri heldur en við höfum séð á fyrri þingum. Þannig að það er bara áfram og upp fyrir Miðflokkinn og fyrir Ísland.“ Miðflokkurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Það stefndi í þungavigtarvaraformannsslag milli hans, Snorra Mássonar og Ingibjargar Davíðsdóttur en Bergþór kveðst hafa fundið fyrir ákalli um ferska forystu. Flokkurinn hefur ekki haft varaformann síðan embættið var lagt niður árið 2020 en Bergþór hefur verið hægri hönd Sigmundar Davíðs formanns í einhvern tíma. Þeir voru til að mynda einu tveir fulltrúar Miðflokksins á Alþingi um tíma. „Þetta eru flottir frambjóðendur, Snorri Másson og Ingibjörg Davíðsdóttir, og flokkurinn verður fullsæmdur af hvoru þeirra sem fyrir valinu verður á morgun. En fyrst og fremst er ég ánægður með hvað þetta er velheppnað þing hjá okkur. Það er fjölmennt, glæsilegur hópur, góðar umræður og þetta verður pallur fyrir okkur að spyrna okkur upp frá til frekari sóknar,“ segir Bergþór. Hann vill ekki lýsa yfir stuðningi við annan frambjóðandann. „Ég ætla að leyfa þeim sem hér eru að gera upp hug sinn. Annað hvort þeirra mun ég styðja á morgun, það er augljóst, en nú hafa þau sviðið og ég er algjörlega sannfærður um það að niðurstaðan úr þessu þingi verður algjörlega frábær fyrir okkur í Miðflokknum,“ segir hann. Varstu búinn að telja hausa og lesa í möguleikana varðandi þitt kjör? „Nei, ég er í raun meira að stíga inn í þessa tilfinningu sem ég skynja, fólk reiknar með því að ég verði áfram blóðugur upp að öxlum í þinginu eins og hingað til og það losni ekki við mig, en það er löngun til að fá fleiri andlit inn í forystusveitina og ég bregst vel við því og styð það af heilum hug,“ segir Bergþór. „Frábærlega velheppnað, umræðurnar góðar, mætingin frábær, fjöldinn miklu meiri heldur en við höfum séð á fyrri þingum. Þannig að það er bara áfram og upp fyrir Miðflokkinn og fyrir Ísland.“
Miðflokkurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira