Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Elín Margrét Böðvarsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 11. október 2025 20:04 Arild Tjomsland er sérfræðingur og ráðgjafi við Háskólann í Suðaustur-Noregi. Vísir/Stefán Kínverskir fjölskyldubílar á götum norrænna höfuðborga geta verið ógn við þjóðaröryggi. Þetta segir norskur sérfræðingur sem komst að því að kínverskur bíll, sem er vinsæll í Noregi, sendir gögn til Kína í sífellu, óháð því hvort hann sé í gangi eða ekki. Um sé að ræða eins konar gagnaver á hjólum og tilefni sé til að varast að erlend ríki nýti tæknina til njósna. Arild Tjomsland og nokkrir félagar hans hafa að undanförnu varið tíma sínum í nokkuð umfangsmikið gæluverkefni sem vakið hefur verðskuldaða athygli. „Við höfum verið að rannsaka fjölskyldubíl, sportjeppa frá Kína sömu gerðar og leigubílafyrirtæki í Ósló nota nú. Hann er líka notaður við tilraunir með sjálfkeyrandi ökutæki í Ósló. Við höfum safnað öllum gögnum sem fara inn og út úr bíl þessarar gerðar undanfarin 2-3 ár,“ segir Arild. Framleiðendur ekki hreinskilnir með áfangastað gagnanna Verkefnið fékk nafnið Ljónabúrið, eða Lion Cage Project, þar sem rannsóknin fór fram í námuhelli sem þeir fengu aðgang að til að rannsaka bílinn. „Gögn berast stöðugt frá bílnum. Þótt slökkt sé á bílnum fara margir gagnapakkar frá honum. Við höfum einnig komist að því að þessir gagnapakkar fara til Kína. Þótt framleiðandi segi að gögnin séu geymd í Frankfurt eða í Þýskalandi eða á öðrum stöðum fara gögnin í raun til Kína,“ segir hann. Tilefni til áhyggna Gögn um bílinn sem slíkan, staðsetningu hans og eiganda, eru til dæmis eitt sett af gögnum. Þá er bíllinn búinn sjö myndavélum, fimm að utan og tveimur að innan, sem mynda umhverfi bílsins í sífellu og sendir myndefni til Kína. „Til dæmis ef hann ekur fram hjá manneskju væri þá líklega hægt að þekkja andlitið. Það þýðir að þessi manneskja var á þessum stað á þessum tíma og þær upplýsingar mætti senda til Kína og yrðu þá hluti af því mikla gagnahafi sem þeir safna. Gögnin sem safnað er gætu kínversk stjórnvöld notað til að skilja hvernig vestræni heimurinn virkaði. Til dæmis til að spá fyrir um og læra af því hvernig umferðin gengur fyrir sig í vestrænum borgum,“ segir Arild. Er ástæða til að hafa áhyggjur? „Ég tel að samfélagi okkar sé hætta búin af þessum sökum,“ segir Arild Tjomsland. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð. Áður sagði að kínverskir bílar væru notaðir til njósna en rétt er að þeir eru búnir tækni sem gæti notfærst við njósnir. Kína Bílar Vistvænir bílar Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Arild Tjomsland og nokkrir félagar hans hafa að undanförnu varið tíma sínum í nokkuð umfangsmikið gæluverkefni sem vakið hefur verðskuldaða athygli. „Við höfum verið að rannsaka fjölskyldubíl, sportjeppa frá Kína sömu gerðar og leigubílafyrirtæki í Ósló nota nú. Hann er líka notaður við tilraunir með sjálfkeyrandi ökutæki í Ósló. Við höfum safnað öllum gögnum sem fara inn og út úr bíl þessarar gerðar undanfarin 2-3 ár,“ segir Arild. Framleiðendur ekki hreinskilnir með áfangastað gagnanna Verkefnið fékk nafnið Ljónabúrið, eða Lion Cage Project, þar sem rannsóknin fór fram í námuhelli sem þeir fengu aðgang að til að rannsaka bílinn. „Gögn berast stöðugt frá bílnum. Þótt slökkt sé á bílnum fara margir gagnapakkar frá honum. Við höfum einnig komist að því að þessir gagnapakkar fara til Kína. Þótt framleiðandi segi að gögnin séu geymd í Frankfurt eða í Þýskalandi eða á öðrum stöðum fara gögnin í raun til Kína,“ segir hann. Tilefni til áhyggna Gögn um bílinn sem slíkan, staðsetningu hans og eiganda, eru til dæmis eitt sett af gögnum. Þá er bíllinn búinn sjö myndavélum, fimm að utan og tveimur að innan, sem mynda umhverfi bílsins í sífellu og sendir myndefni til Kína. „Til dæmis ef hann ekur fram hjá manneskju væri þá líklega hægt að þekkja andlitið. Það þýðir að þessi manneskja var á þessum stað á þessum tíma og þær upplýsingar mætti senda til Kína og yrðu þá hluti af því mikla gagnahafi sem þeir safna. Gögnin sem safnað er gætu kínversk stjórnvöld notað til að skilja hvernig vestræni heimurinn virkaði. Til dæmis til að spá fyrir um og læra af því hvernig umferðin gengur fyrir sig í vestrænum borgum,“ segir Arild. Er ástæða til að hafa áhyggjur? „Ég tel að samfélagi okkar sé hætta búin af þessum sökum,“ segir Arild Tjomsland. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð. Áður sagði að kínverskir bílar væru notaðir til njósna en rétt er að þeir eru búnir tækni sem gæti notfærst við njósnir.
Kína Bílar Vistvænir bílar Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira