Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 15:47 Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson fer yfir málin á blaðamannafundi fyrir leik á móti Frakklandi í undankeppni HM. EPA/Jakub Kaczmarczyk P Eitt besta fótboltalandslið heims mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld og landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi sem var í beinni hér á Vísi. Arnari hitnaði í hamsi þegar hann fór yfir umræðuna eftir tapið gegn Úkraínu á föstudagskvöld. Íslenska liðið tapaði 5-3 á móti Úkraínu á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið á meðan Frakkland vann Aserbaísjan 3-0. Arnar fór vítt yfir sviðið en í lok fundar fékk hann spurning um það hver stærsti lærdómurinn sem hægt væri að taka út úr tapinu gegn Úkraínu. „Þetta er góð spurning. Þetta er eiginlega fyrir mig að gera upp leikinn þannig að strákarnir haldi áfram að trúa því að við séum með frábært lið. Því leikurinn á föstudaginn var frábær, ég held að þetta, nei ég held ekki, ég veit að þetta er besti leikur sem Ísland hefur spilað með boltann frá stofnun íslensks fótbolta. Það þarf enginn að trúa mér, þetta er bara tölfræði, opnar bækur um þetta. Þá er ég að tala um að þetta er topp 50 lið á heimslista FIFA og mögulega þurfum við að aftur fyrir 100. liðið til að finna sambærilega frammistöðu með boltann en þá erum við farin að tala um San Marínó, Liechtenstein og allt það“, byrjaði Arnar á að svara spurningunni og það var að heyra á rödd hans að hann var að hitna. „Pressan var mjög góð, opin varnarleikur var mjög góður, þegar við vorum komnir í strúktúr þá var hann mjög góður. Nema í marki nr. tvö sem var óheppilegt að því leyti að við vorum komnir í góðan strúktur og Mikael kingsaði boltann. Svo komu hin mörkin og við vitum alveg hvernig hin mörkin eru. Svo er leikurinn búinn og menn skrifa eitthvað um að þetta sé ömurlegt október kvöld og það er gott og blessað. Ég skil alveg að það það þarf að selja blöðin og svona. En ég fer í sölumanna búninginn og sýni strákunum tölfræði og reyni að sýna þeim hvernig leikurinn var í raun og veru. Vonandi trúa þeir mér og ég veit að 95% af þjóðinni hefur mikið vit á sinni íþrótt og þau trúa mér líka.“ „Hin fimm prósentin eru bara gaman. Það er gaman að hlusta á bullið í sumum. Leikurinn var frábær og var skemmtilegur. Mjög skemmtilegur. Var hann fullkominn? Nei. Afþví að við töpuðum honum og við töpuðum honum illa. Við þurfum bara að læra af því og eins og ég sagði í viðtali áðan þá eru elítu íþróttamenn, þeir vilja læra af mistökum sínum til að verða betri. Annars verða þeir ekki elítu íþróttamenn. Við erum með nokkra unga stráka, á topp aldri og geta orðið betri. Verðið minnugir þess að gullaldarliðið okkar fór á EM og HM og þeir voru þá 26 og 27 ára. Hákon, sem er hérna við hliðina á mér er 22. Er það ekki? Jú og Ísak og Orri og þessir strákar. Við erum í topp topp málum. Liðið okkar er gott. Þetta er gaman og ég er stoltur að vera þjálfari þessa liðs. Slökum aðeins á bölmóðnum eftir föstudaginn. Þetta var bara neyðarlegt á köflum þó ég skilji það mjög vel að þið eruð líka sölumenn og þurfið að selja ykkar blöð“, sagði Arnar að lokum og sagði að hann hafi bara þurft að rasa aðeins út eftir leikinn á föstudaginn þegar túlkurinn spurði hvernig hann ætti að matreiða þetta. Ræða Arnars byrjar þegar 9:50 er liðið af myndbandinu að neðan. Klippa: Blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Frökkum HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Sjá meira
Íslenska liðið tapaði 5-3 á móti Úkraínu á Laugardalsvellinum á föstudagskvöldið á meðan Frakkland vann Aserbaísjan 3-0. Arnar fór vítt yfir sviðið en í lok fundar fékk hann spurning um það hver stærsti lærdómurinn sem hægt væri að taka út úr tapinu gegn Úkraínu. „Þetta er góð spurning. Þetta er eiginlega fyrir mig að gera upp leikinn þannig að strákarnir haldi áfram að trúa því að við séum með frábært lið. Því leikurinn á föstudaginn var frábær, ég held að þetta, nei ég held ekki, ég veit að þetta er besti leikur sem Ísland hefur spilað með boltann frá stofnun íslensks fótbolta. Það þarf enginn að trúa mér, þetta er bara tölfræði, opnar bækur um þetta. Þá er ég að tala um að þetta er topp 50 lið á heimslista FIFA og mögulega þurfum við að aftur fyrir 100. liðið til að finna sambærilega frammistöðu með boltann en þá erum við farin að tala um San Marínó, Liechtenstein og allt það“, byrjaði Arnar á að svara spurningunni og það var að heyra á rödd hans að hann var að hitna. „Pressan var mjög góð, opin varnarleikur var mjög góður, þegar við vorum komnir í strúktúr þá var hann mjög góður. Nema í marki nr. tvö sem var óheppilegt að því leyti að við vorum komnir í góðan strúktur og Mikael kingsaði boltann. Svo komu hin mörkin og við vitum alveg hvernig hin mörkin eru. Svo er leikurinn búinn og menn skrifa eitthvað um að þetta sé ömurlegt október kvöld og það er gott og blessað. Ég skil alveg að það það þarf að selja blöðin og svona. En ég fer í sölumanna búninginn og sýni strákunum tölfræði og reyni að sýna þeim hvernig leikurinn var í raun og veru. Vonandi trúa þeir mér og ég veit að 95% af þjóðinni hefur mikið vit á sinni íþrótt og þau trúa mér líka.“ „Hin fimm prósentin eru bara gaman. Það er gaman að hlusta á bullið í sumum. Leikurinn var frábær og var skemmtilegur. Mjög skemmtilegur. Var hann fullkominn? Nei. Afþví að við töpuðum honum og við töpuðum honum illa. Við þurfum bara að læra af því og eins og ég sagði í viðtali áðan þá eru elítu íþróttamenn, þeir vilja læra af mistökum sínum til að verða betri. Annars verða þeir ekki elítu íþróttamenn. Við erum með nokkra unga stráka, á topp aldri og geta orðið betri. Verðið minnugir þess að gullaldarliðið okkar fór á EM og HM og þeir voru þá 26 og 27 ára. Hákon, sem er hérna við hliðina á mér er 22. Er það ekki? Jú og Ísak og Orri og þessir strákar. Við erum í topp topp málum. Liðið okkar er gott. Þetta er gaman og ég er stoltur að vera þjálfari þessa liðs. Slökum aðeins á bölmóðnum eftir föstudaginn. Þetta var bara neyðarlegt á köflum þó ég skilji það mjög vel að þið eruð líka sölumenn og þurfið að selja ykkar blöð“, sagði Arnar að lokum og sagði að hann hafi bara þurft að rasa aðeins út eftir leikinn á föstudaginn þegar túlkurinn spurði hvernig hann ætti að matreiða þetta. Ræða Arnars byrjar þegar 9:50 er liðið af myndbandinu að neðan. Klippa: Blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Frökkum
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Sjá meira