Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. október 2025 13:43 Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins með syni sínum Má Snorrasyni. Vísir/Lýður Valberg Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Greidd voru 201 atkvæði. Snorri Másson hlaut 136 atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir hlaut 64 atkvæði, og einn seðill var auður. Landsþing Miðflokksins stendur yfir á Hilton hótelinu í Reykjavík og kjörið var í embætti flokksins í dag. Upphaflega voru þrír í framboði til varaformanns, Snorri Másson, Ingibjörg Davíðsdóttir, og Bergþór Ólason, en Bergþór dró framboð sitt til baka síðdegis í gær. Gunnar Bragi Sveinsson var síðasti varaformaður Miðflokksins, sem átti síðast varaformann árið 2020. Varaformannsembættið var lagt niður á landsþingi flokksins í nóvember 2020. Hér má sjá og heyra stutt viðtal Smára Jökuls Jónssonar við Snorra skömmu eftir sigurinn á landsþingi. Óárennilegt stjórnmálaafl í uppsiglingu Snorri Másson hélt stutta tölu eftir að tilkynnt var um úrslitin þar sem hann þakkaði fyrir sig og sagðist djúpt snortinn af stuðningnum. „Ég held að hér sé í myndun býsna óárennilegt stjórnmálaafl í íslenskum stjórnmálum sem að gæti endað á að ógna mjög miklum, og já umfangsmiklum öflum sem eru nú við lýði, og þau eru það, við verðum að horfast í augu við það.“ „Mig hefur þyrst í að byggja flokkinn allan upp og styrkja hann til muna, það er að segja þetta starf með ykkur, það er starfið og undirstaðan sem ég held að við þurfum, ef við ætlum að fara á þessa margboðuðu siglingu.“ „Hún er hér með boðuð aftur, og við ætlum að vinna hana, og við ætlum að vinna inn fyrir henni. Þið eruð grunnurinn að þessu öllu og þið eruð fólkið í Miðflokknum, við ætlum að vinna þetta saman. Þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn, og ég ætla ekki að bregðast ykkur,“ sagði Snorri. Hér má sjá og heyra ræðu Snorra eftir sigurinn. Þorgrímur Sigmundsson og Heiðbrá Ólafsdóttir hlutu kjör í stjórn flokksins. Fimm voru í framboði og dreifðust atkvæði svona: Guðbjörg Ragnhildur - 29 Þorsteinn B Sæmundsson - 43 Lárus Guðmundsson - 60 Heiðbrá Ólafsdóttir - 118 Þorgrímur Sigmundsson - 130 Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. 12. október 2025 12:01 Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. 11. október 2025 18:06 Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. 3. október 2025 12:02 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Landsþing Miðflokksins stendur yfir á Hilton hótelinu í Reykjavík og kjörið var í embætti flokksins í dag. Upphaflega voru þrír í framboði til varaformanns, Snorri Másson, Ingibjörg Davíðsdóttir, og Bergþór Ólason, en Bergþór dró framboð sitt til baka síðdegis í gær. Gunnar Bragi Sveinsson var síðasti varaformaður Miðflokksins, sem átti síðast varaformann árið 2020. Varaformannsembættið var lagt niður á landsþingi flokksins í nóvember 2020. Hér má sjá og heyra stutt viðtal Smára Jökuls Jónssonar við Snorra skömmu eftir sigurinn á landsþingi. Óárennilegt stjórnmálaafl í uppsiglingu Snorri Másson hélt stutta tölu eftir að tilkynnt var um úrslitin þar sem hann þakkaði fyrir sig og sagðist djúpt snortinn af stuðningnum. „Ég held að hér sé í myndun býsna óárennilegt stjórnmálaafl í íslenskum stjórnmálum sem að gæti endað á að ógna mjög miklum, og já umfangsmiklum öflum sem eru nú við lýði, og þau eru það, við verðum að horfast í augu við það.“ „Mig hefur þyrst í að byggja flokkinn allan upp og styrkja hann til muna, það er að segja þetta starf með ykkur, það er starfið og undirstaðan sem ég held að við þurfum, ef við ætlum að fara á þessa margboðuðu siglingu.“ „Hún er hér með boðuð aftur, og við ætlum að vinna hana, og við ætlum að vinna inn fyrir henni. Þið eruð grunnurinn að þessu öllu og þið eruð fólkið í Miðflokknum, við ætlum að vinna þetta saman. Þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn, og ég ætla ekki að bregðast ykkur,“ sagði Snorri. Hér má sjá og heyra ræðu Snorra eftir sigurinn. Þorgrímur Sigmundsson og Heiðbrá Ólafsdóttir hlutu kjör í stjórn flokksins. Fimm voru í framboði og dreifðust atkvæði svona: Guðbjörg Ragnhildur - 29 Þorsteinn B Sæmundsson - 43 Lárus Guðmundsson - 60 Heiðbrá Ólafsdóttir - 118 Þorgrímur Sigmundsson - 130
Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. 12. október 2025 12:01 Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. 11. október 2025 18:06 Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. 3. október 2025 12:02 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. 12. október 2025 12:01
Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. 11. október 2025 18:06
Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. 3. október 2025 12:02