Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. október 2025 13:43 Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins með syni sínum Má Snorrasyni. Vísir/Lýður Valberg Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Greidd voru 201 atkvæði. Snorri Másson hlaut 136 atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir hlaut 64 atkvæði, og einn seðill var auður. Landsþing Miðflokksins stendur yfir á Hilton hótelinu í Reykjavík og kjörið var í embætti flokksins í dag. Upphaflega voru þrír í framboði til varaformanns, Snorri Másson, Ingibjörg Davíðsdóttir, og Bergþór Ólason, en Bergþór dró framboð sitt til baka síðdegis í gær. Gunnar Bragi Sveinsson var síðasti varaformaður Miðflokksins, sem átti síðast varaformann árið 2020. Varaformannsembættið var lagt niður á landsþingi flokksins í nóvember 2020. Hér má sjá og heyra stutt viðtal Smára Jökuls Jónssonar við Snorra skömmu eftir sigurinn á landsþingi. Óárennilegt stjórnmálaafl í uppsiglingu Snorri Másson hélt stutta tölu eftir að tilkynnt var um úrslitin þar sem hann þakkaði fyrir sig og sagðist djúpt snortinn af stuðningnum. „Ég held að hér sé í myndun býsna óárennilegt stjórnmálaafl í íslenskum stjórnmálum sem að gæti endað á að ógna mjög miklum, og já umfangsmiklum öflum sem eru nú við lýði, og þau eru það, við verðum að horfast í augu við það.“ „Mig hefur þyrst í að byggja flokkinn allan upp og styrkja hann til muna, það er að segja þetta starf með ykkur, það er starfið og undirstaðan sem ég held að við þurfum, ef við ætlum að fara á þessa margboðuðu siglingu.“ „Hún er hér með boðuð aftur, og við ætlum að vinna hana, og við ætlum að vinna inn fyrir henni. Þið eruð grunnurinn að þessu öllu og þið eruð fólkið í Miðflokknum, við ætlum að vinna þetta saman. Þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn, og ég ætla ekki að bregðast ykkur,“ sagði Snorri. Hér má sjá og heyra ræðu Snorra eftir sigurinn. Þorgrímur Sigmundsson og Heiðbrá Ólafsdóttir hlutu kjör í stjórn flokksins. Fimm voru í framboði og dreifðust atkvæði svona: Guðbjörg Ragnhildur - 29 Þorsteinn B Sæmundsson - 43 Lárus Guðmundsson - 60 Heiðbrá Ólafsdóttir - 118 Þorgrímur Sigmundsson - 130 Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. 12. október 2025 12:01 Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. 11. október 2025 18:06 Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. 3. október 2025 12:02 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Landsþing Miðflokksins stendur yfir á Hilton hótelinu í Reykjavík og kjörið var í embætti flokksins í dag. Upphaflega voru þrír í framboði til varaformanns, Snorri Másson, Ingibjörg Davíðsdóttir, og Bergþór Ólason, en Bergþór dró framboð sitt til baka síðdegis í gær. Gunnar Bragi Sveinsson var síðasti varaformaður Miðflokksins, sem átti síðast varaformann árið 2020. Varaformannsembættið var lagt niður á landsþingi flokksins í nóvember 2020. Hér má sjá og heyra stutt viðtal Smára Jökuls Jónssonar við Snorra skömmu eftir sigurinn á landsþingi. Óárennilegt stjórnmálaafl í uppsiglingu Snorri Másson hélt stutta tölu eftir að tilkynnt var um úrslitin þar sem hann þakkaði fyrir sig og sagðist djúpt snortinn af stuðningnum. „Ég held að hér sé í myndun býsna óárennilegt stjórnmálaafl í íslenskum stjórnmálum sem að gæti endað á að ógna mjög miklum, og já umfangsmiklum öflum sem eru nú við lýði, og þau eru það, við verðum að horfast í augu við það.“ „Mig hefur þyrst í að byggja flokkinn allan upp og styrkja hann til muna, það er að segja þetta starf með ykkur, það er starfið og undirstaðan sem ég held að við þurfum, ef við ætlum að fara á þessa margboðuðu siglingu.“ „Hún er hér með boðuð aftur, og við ætlum að vinna hana, og við ætlum að vinna inn fyrir henni. Þið eruð grunnurinn að þessu öllu og þið eruð fólkið í Miðflokknum, við ætlum að vinna þetta saman. Þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn, og ég ætla ekki að bregðast ykkur,“ sagði Snorri. Hér má sjá og heyra ræðu Snorra eftir sigurinn. Þorgrímur Sigmundsson og Heiðbrá Ólafsdóttir hlutu kjör í stjórn flokksins. Fimm voru í framboði og dreifðust atkvæði svona: Guðbjörg Ragnhildur - 29 Þorsteinn B Sæmundsson - 43 Lárus Guðmundsson - 60 Heiðbrá Ólafsdóttir - 118 Þorgrímur Sigmundsson - 130
Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. 12. október 2025 12:01 Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. 11. október 2025 18:06 Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. 3. október 2025 12:02 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Sigmundur endurkjörinn formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði. 12. október 2025 12:01
Fann fyrir ákalli um ferska forystu Bergþór Ólason kveðst hafa skynjað löngun meðal Miðflokksmanna til að fá ný andlit í forystu flokksins. Hann verði áfram, að eigin sögn, blóðugur upp að öxlum í þinginu. Hann gefur ekki upp hvern frambjóðendanna tveggja hann muni styðja. 11. október 2025 18:06
Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Það er varaformannsslagur í uppsiglingu hjá Miðflokknum en þrír þingmenn flokksins hafa lýst yfir framboði til embættisins. Varaformaður verður kosinn á landsþingi flokksins eftir rúma viku en öll segjast þau sem gefið hafa kost á sér eiga von á drengilegri baráttu. 3. október 2025 12:02