Innlent

„Ís­land fyrst, svo allt hitt“

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Anton Sveinn McKee er formaður ungra Miðflokksmanna í Suðvesturkjördæmi.
Anton Sveinn McKee er formaður ungra Miðflokksmanna í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Samsett

Ungir Miðflokksmenn tóku upp á að nota nýtt slagorð í aðdraganda landsfundarins sem fór fram um helgina. „Ísland fyrst, svo allt hitt“ er slagorðið og er sótt í smiðju hægriflokka bæði austanhafs og vestan-, og Flokks fólksins.

Anton Sveinn McKee formaður Freyfaxa segir ungliðahreyfinguna hafa verið að leika sér með þennan orðaleik í aðdraganda landsþingsins og á því sjálfu. Freyfaxi er félag ungra Miðflokksmanna í Suðvesturkjördæmi.

Hann segir slagorðið spinn á slagorði annars flokks og á hann þar væntanlega við Flokk fólksins sem hefur notast við slagorðið: „Fólkið fyrst, svo allt hitt.“ En þetta er einnig slagorðsskapalón víða um heim, hægra megin á hinu pólitíska litrófi. Repúblikanaflokkurinn hefur notast við „America first“ eins og frægt er, en jafnan: tiltekið land + fyrst, er algeng víða um heim.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður áritar derhúfu prýdda nýja slagorðinu.Aðsend

Anton segir slagorðið frá ungliðahreyfingunni komið og að meira „stuðs“ verði að vænta frá þeim á næstunni.


Tengdar fréttir

Snorri Más­son nýr vara­for­maður Mið­flokksins

Snorri Másson var kjörinn nýr varaformaður Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag. Greidd voru 201 atkvæði. Snorri Másson hlaut 136 atkvæði, Ingibjörg Davíðsdóttir hlaut 64 atkvæði, og einn seðill var auður. 

Sigmundur endurkjörinn formaður

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var endurkjörinn formaður Miðflokksins á landsþingi flokksins á Hilton Reykjavík Nordica Hótelinu í dag. Sigmundur var einn í framboði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×