Enski boltinn

Brakið úr bíl­slysi Michail Antonio var til sölu á eBay

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Michail Antonio lék 323 leiki fyrir West Ham United og skoraði 83 mörk.
Michail Antonio lék 323 leiki fyrir West Ham United og skoraði 83 mörk. getty/Jacques Feeney

Fótboltamaðurinn Michail Antonio lenti í lífshættulegu bílslysi á síðasta ári. Hægt var að kaupa brak bílsins á eBay.

Á leið sinni heim af æfingu í desember í fyrra ók Antonio á tré og var fastur í Ferrari-bíl sínum í 45 mínútur áður en honum var bjargað. 

Antonio fótbrotnaði í slysinu en þótti hreinlega heppinn að sleppa lifandi úr því.

Ferrari-bíll Antonios var mjög illa farinn eftir áreksturinn en brakið dúkkaði upp á uppboðssíðunni eBay. Það kostaði næstum því fjörutíu þúsund pund, eða 6,5 milljónir íslenskra króna. Auglýsingin um brakið hefur nú verið fjarlægð af eBay.

Samningur Antonios við West Ham rann út síðasta sumar og hann æfir nú með Brentford. Antonio lék í tíu ár með Hömrunum og er markahæsti leikmaður þeirra í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×