Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2025 12:47 Frakkar eru mættir til Íslands og mæta okkar mönnum á Laugardalsvellinum klukkan 18:45 í kvöld. getty/Tnani Badreddine Íslendingar geta komið í veg fyrir að Frakkar tryggi sér sæti á HM í fótbolta í kvöld. Ísland og Frakkland eigast þá við á Laugardalsvellinum í D-riðli undankeppni HM 2026. Frakkar hafa unnið alla þrjá leiki sína í undankeppninni og eru með níu stig á toppi D-riðils. Úkraínumenn eru í 2. sæti með fjögur stig, Íslendingar í 3. sætinu með þrjú og Aserar reka lestina með eitt stig. Franska liðið getur gulltryggt sér farseðilinn á HM 2026 í kvöld. Til þess þurfa Frakkar að vinna Íslendinga og treysta á að Aserar taki stig af Úkraínumönnum en liðin mætast í Kraká í Póllandi. Aserbaísjan og Úkraína gerðu 1-1 jafntefli í síðasta mánuði. Sviss getur einnig tryggt sér sæti á HM í kvöld. Svisslendingar mæta þá Slóvenum á útivelli á meðan Svíar mæta Kósovóum á heimavelli í B-riðli undankeppninnar. Ef Sviss vinnur Slóveníu og Svíþjóð tekur stig af Kósovó komast Svisslendingar á sjötta heimsmeistaramótið í röð. Í dag kemur einnig í ljós hvort Grænhöfðaeyjar eða Kamerún komast á HM. Grænhöfðaeyjar, sem hafa aldrei áður komist á HM, tryggja sér sæti í lokakeppninni með sigri á Esvatíní. Vinni Kamerún Angóla og Grænhöfðaeyjar misstíga sig gegn Esvatíni komast Kamerúnar á HM í níunda sinn. Alls hefur 21 þjóð tryggt sig inn á HM sem verður haldið í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó næsta sumar. Það verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuliðum. Lið sem eru komin á HM Kanada (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Japan Nýja-Sjáland Íran Argentína Úsbekistan Suður-Kórea Jórdanía Ástralía Brasilía Ekvador Úrúgvæ Kólumbía Paragvæ Marokkó Túnis Egyptaland Alsír Gana Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. 13. október 2025 12:01 „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. 13. október 2025 10:32 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Frakkar hafa unnið alla þrjá leiki sína í undankeppninni og eru með níu stig á toppi D-riðils. Úkraínumenn eru í 2. sæti með fjögur stig, Íslendingar í 3. sætinu með þrjú og Aserar reka lestina með eitt stig. Franska liðið getur gulltryggt sér farseðilinn á HM 2026 í kvöld. Til þess þurfa Frakkar að vinna Íslendinga og treysta á að Aserar taki stig af Úkraínumönnum en liðin mætast í Kraká í Póllandi. Aserbaísjan og Úkraína gerðu 1-1 jafntefli í síðasta mánuði. Sviss getur einnig tryggt sér sæti á HM í kvöld. Svisslendingar mæta þá Slóvenum á útivelli á meðan Svíar mæta Kósovóum á heimavelli í B-riðli undankeppninnar. Ef Sviss vinnur Slóveníu og Svíþjóð tekur stig af Kósovó komast Svisslendingar á sjötta heimsmeistaramótið í röð. Í dag kemur einnig í ljós hvort Grænhöfðaeyjar eða Kamerún komast á HM. Grænhöfðaeyjar, sem hafa aldrei áður komist á HM, tryggja sér sæti í lokakeppninni með sigri á Esvatíní. Vinni Kamerún Angóla og Grænhöfðaeyjar misstíga sig gegn Esvatíni komast Kamerúnar á HM í níunda sinn. Alls hefur 21 þjóð tryggt sig inn á HM sem verður haldið í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó næsta sumar. Það verður fyrsta heimsmeistaramótið með 48 þátttökuliðum. Lið sem eru komin á HM Kanada (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Japan Nýja-Sjáland Íran Argentína Úsbekistan Suður-Kórea Jórdanía Ástralía Brasilía Ekvador Úrúgvæ Kólumbía Paragvæ Marokkó Túnis Egyptaland Alsír Gana Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Sýn Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:00.
Kanada (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Bandaríkin (gestgjafi) Japan Nýja-Sjáland Íran Argentína Úsbekistan Suður-Kórea Jórdanía Ástralía Brasilía Ekvador Úrúgvæ Kólumbía Paragvæ Marokkó Túnis Egyptaland Alsír Gana
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. 13. október 2025 12:01 „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. 13. október 2025 10:32 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Sjá meira
Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Meiðsli herja á leikmannahóp franska landsliðsins sem sækir Ísland heim á Laugardalsvöll í undankeppni HM 2026 í kvöld. Kylian Mbappé heltist úr lestinni um helgina og eru þónokkrir framsæknir leikmenn frá vegna meiðsla. 13. október 2025 12:01
„Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Arnar Gunnlaugsson vonast til að fjarvera Kylian Mbappé reynist íslenska landsliðinu vel er Frakkar heimsækja Laugardalsvöll í undankeppni HM í kvöld. Ljóst er að sterkur maður kemur í manns stað í breiðum frönskum hópi. 13. október 2025 10:32