„Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2025 13:45 Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. vísir/vilhelm Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni borgarfulltrúa á rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins vera ósanngjarna. Borgarfulltrúi segir illa farið með almannafé en formaður ráðsins bendir á að um þjónustu við borgarbúa sé að ræða. Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins harðlega í skoðanagrein á Vísi í gær. Það sé ekki góð nýting á fjármunum borgarbúa að Reykjavíkurborg hafi veitt rúmum 3,6 milljörðum til garðsins á tíu árum, reiknað að núvirði. Mikill metnaður í að gera Reykjavík skemmtilega Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs, ítrekar að um þjónustu fyrir borgarbúa sé að ræða. „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun að tala um hallarekstur. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins eins og önnur starfsemi borgarinnar er byggð á fjárheimildum sem er samþykkt í borgarstjórn á hverju ári og endurspeglar bara þá meðvituðu stefnu okkar að verja opinberu fé í menningu, í fræðslu og afþreyingarstarfsemi fyrir börn og barnafjölskyldur. Við leggjum mikinn metnað í að vera skemmtileg borg fyrir börn og barnafjölskyldur.“ Gestir garðsins á fallegum sumardegi.Reykjavíkurborg Friðjón segir reksturinn koma enn verr út þegar tekið er tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu sem er leiga sem garðurinn greiðir borginni. „Íþrótta- og menningarsvið hefur verið rekið réttu megin við núllið undanfarin ár og það er okkar stefna og metnaður að halda því. Innri leigan endurspeglar bara þann kostnað sem liggur í húsnæðinu og því að halda því við á hverjum tíma. Það er bara reiknuð stærð sem kemur inn og út í bókhaldinu.“ Stefna að því að hagræða rekstrinum frekar Það sé einnig mikilvægt að tryggja að garðurinn sé aðgengilegur sem flestum með tilliti til miðaverðs. Þá þurfi einnig að tryggja heilnæmi garðsins. Börn 6-12 ára greiða 1170 krónur fyrir aðgang að garðinum en aðrir 1700 krónur. Ókeypis er fyrir fimm ára og yngri. Frítt er fyrir elli- og örorkulífeyrisþegar gegn framvísun skírteinis. Reykjavíkurborg „Við erum að ráðast í stefnumótun fyrir garðinn. Við erum með það markmið að móta tillögur til að bæta þjónustuna enn frekar við barnafjölskyldur. Bæta aðstöðuna og við erum að fá tillögur um það í næsta mánuði sem við munum síðan taka til meðferðar.“ Sem dæmi nefnir Friðjón Skemmtigarðinn í Grafarvogi sem er einkarekinn en nær að skila hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en húsdýragarðurinn. Skúli segir samanburðinn ósanngjarnan. Hoppað á ærslabelg í garðinum.Reykjavíkurborg „Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki einkafyrirtæki með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Þetta er mikilvæg almannaþjónusta rétt eins og sundlaugarnar okkar. Við viljum bara standa vel að þessum rekstri til að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur.“ Er það þess virði að reyna allavega að hagræða rekstrinum? „Við erum stanslaust að gera það. Það er liður í því að reka sviðið réttu megin við núllið. Við höfum einmitt gripið til aðgerða á undanförnum misserum til að draga úr kostnaðinum. Við munum halda því áfram.“ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Rekstur hins opinbera Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins harðlega í skoðanagrein á Vísi í gær. Það sé ekki góð nýting á fjármunum borgarbúa að Reykjavíkurborg hafi veitt rúmum 3,6 milljörðum til garðsins á tíu árum, reiknað að núvirði. Mikill metnaður í að gera Reykjavík skemmtilega Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs, ítrekar að um þjónustu fyrir borgarbúa sé að ræða. „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun að tala um hallarekstur. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins eins og önnur starfsemi borgarinnar er byggð á fjárheimildum sem er samþykkt í borgarstjórn á hverju ári og endurspeglar bara þá meðvituðu stefnu okkar að verja opinberu fé í menningu, í fræðslu og afþreyingarstarfsemi fyrir börn og barnafjölskyldur. Við leggjum mikinn metnað í að vera skemmtileg borg fyrir börn og barnafjölskyldur.“ Gestir garðsins á fallegum sumardegi.Reykjavíkurborg Friðjón segir reksturinn koma enn verr út þegar tekið er tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu sem er leiga sem garðurinn greiðir borginni. „Íþrótta- og menningarsvið hefur verið rekið réttu megin við núllið undanfarin ár og það er okkar stefna og metnaður að halda því. Innri leigan endurspeglar bara þann kostnað sem liggur í húsnæðinu og því að halda því við á hverjum tíma. Það er bara reiknuð stærð sem kemur inn og út í bókhaldinu.“ Stefna að því að hagræða rekstrinum frekar Það sé einnig mikilvægt að tryggja að garðurinn sé aðgengilegur sem flestum með tilliti til miðaverðs. Þá þurfi einnig að tryggja heilnæmi garðsins. Börn 6-12 ára greiða 1170 krónur fyrir aðgang að garðinum en aðrir 1700 krónur. Ókeypis er fyrir fimm ára og yngri. Frítt er fyrir elli- og örorkulífeyrisþegar gegn framvísun skírteinis. Reykjavíkurborg „Við erum að ráðast í stefnumótun fyrir garðinn. Við erum með það markmið að móta tillögur til að bæta þjónustuna enn frekar við barnafjölskyldur. Bæta aðstöðuna og við erum að fá tillögur um það í næsta mánuði sem við munum síðan taka til meðferðar.“ Sem dæmi nefnir Friðjón Skemmtigarðinn í Grafarvogi sem er einkarekinn en nær að skila hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en húsdýragarðurinn. Skúli segir samanburðinn ósanngjarnan. Hoppað á ærslabelg í garðinum.Reykjavíkurborg „Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki einkafyrirtæki með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Þetta er mikilvæg almannaþjónusta rétt eins og sundlaugarnar okkar. Við viljum bara standa vel að þessum rekstri til að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur.“ Er það þess virði að reyna allavega að hagræða rekstrinum? „Við erum stanslaust að gera það. Það er liður í því að reka sviðið réttu megin við núllið. Við höfum einmitt gripið til aðgerða á undanförnum misserum til að draga úr kostnaðinum. Við munum halda því áfram.“
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Rekstur hins opinbera Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira