Ferðalög

„Aldraðir bræður“ leigðu sér hjóla­stóla með öku­mönnum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Bræðurnir Ólafur og Tryggvi Harðarsynir kátir í hjólastólunum en restin af hópnum lét sér nægja að ganga.
Bræðurnir Ólafur og Tryggvi Harðarsynir kátir í hjólastólunum en restin af hópnum lét sér nægja að ganga.

Stjórnmálafræðingurinn Ólafur Þ. Harðarson er á ferðalagi með systkinum sínum og fjölskyldu um Kína. Á Leirhermannasafninu í Xi'an leigðu þeir bræður sér óvélknúna hjólastóla með ökumönnum sem ýttu þeim um safnsvæðið.

Ólafur Þ. Harðarson greinir frá þessu í Facebook-færslu í síðustu viku og hefur síðan mikið fjallað um ferðalagið á síðustu dögum.

Ólafur og kínverskur hershöfðingi frá þriðju öld fyrir Krist.

„Xi'an (áður nefnd Chang'an) var helsta valdamiðstöð Kína í mörg þúsund ár. Á níundu öld var hún stærsta og ríkasta borg veraldar, en þar var austurendi Silkileiðarinnar. Í dag skoðaði Ferðafélag Tryggva Harðarsonar Leirhermannasafnið (Terracotta Army Museum) í Xi'an. Það er grafhýsi frá þriðju öld fyrir Krist,“ skrifaði Ólafur í færslunni.

„Grafhýsið er gríðarstórt á miklu landflæmi. Aldraðir bræður, Tryggvi og ÓÞH leigðu sér óvélknúna hjólastóla með ökumönnum, sem ýttu þeim í stólunum um safn-svæðið í þrjár klukkustundir. Kostnaður fimm þúsund krónur á mann. Aðrir gengu ... 😉“ skrifar hann.

Tryggvi í hjólastól á Leirhermannasafninu en yfir hægri öxl hans glittir í kínverskan ökumann. Fyrir aftan Tryggva er Sigrún systir hans sem gekk þó hún sé eldri að árum.

Með bræðrunum eru systur þeirra, Sigrún og Guðrún Harðardætur, í för auk fjölda annarra. Tryggvi getur sennilega túlkað fyrir aðra í hópnum en hann lærði sögu og kínversku í Peking á árunum 1975 til 79.

Ólafur hefur verið duglegur að birta myndir úr ferðinni af Leirhemannasafninu, risapöndu-ræktunarstöð í borginni Chengdu og siglingu hópsins um Yangtze-á í Wuhan.

„Því miður komumst við ekki á leðurblöku-markaðinn í Wuhan...“ skrifar Ólafur við myndaröð af ánni og bætir við blikk-kalli. 

Ólafur í svarthvítum litum FH með pandastyttu.

Ferðafélag Tryggva Harðarsonar.

„Hvíld er góð í stóru safni - sem er á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.