Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar 13. október 2025 17:00 Félagsráðgjafar gegna lykilhlutverki í stuðningi við einstaklinga og fjölskyldur sem glíma við geðrænar áskoranir. Þeir eru oft fyrsti snertipunktur fólks við hjálparkerfi samfélagsins og brúa bilið á milli einstaklinga, fjölskyldna og þjónustu. Félagsráðgjafar vinna út frá áfallamiðaðri nálgun og byggir starf þeirra á heildrænu sjónarhorni þar sem tekið er tillit til félagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta sem hafa áhrif á andlega heilsu. Stuðningur og þverfagleg samvinna Félagsráðgjafar vinna að því að efla fólk til að takast á við erfiðleika í lífinu. Þeir veita ráðgjöf og hagnýtan stuðning við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir, hvort sem um er að ræða þunglyndi, kvíða, streituraskanir eða alvarlegar geðraskanir. Mikilvægur hluti starfsins felst í að hjálpa fólki að tengjast viðeigandi þjónustu og úrræðum í samfélaginu. Félagsráðgjafar starfa innan heilbrigðiskerfisins í þverfaglegum teymum með læknum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Þeir sjá um að meta félagslegar aðstæður sjúklinga, aðstoða við útskriftaráætlanir og tryggja samfellu í þjónustu. Forvarnir og fræðsla Félagsráðgjafar stuðla að aukinni þekkingu á geðheilbrigði, vinna gegn fordómum og styrkja samfélagsleg stuðningsnet með fræðslu, hópastarfi og upplýsingamiðlun. Með þekkingu sinni á félagslegum kerfum og mannlegum samskiptum hjálpa þeir fólki að finna styrk sinn og bæta lífsgæði sín. Aðgengi og valfrelsi Félagsráðgjafar starfa bæði í opinbera kerfinu og í einkarekstri. Til að tryggja jafnt aðgengi að samtalsmeðferð félagsráðgjafa þarf greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga að taka til þjónustunnar. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur ítrekað kallað eftir því að breytingar frá árinu 2020, á grein 21. a. í lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar, verði útfæðar og fjármagnaðar í þeim tilgangi að auka aðgengi fólks að félagsráðgjöf. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október ár hvert er tileinkaður vitundarvakningu um geðheilbrigði. Markmiðið er að auka fræðslu, sporna gegn fordómum og minna á að enn er þörf á öflugum stuðningi og samstilltu átaki til að bæta geðheilbrigði í samfélaginu. Félagsráðgjafar eru ómissandi hlekkur í geðheilbrigðisþjónustu. Með fagþekkingu, teymisvinnu og heildrænni nálgun styðja þeir fólk til aukins styrks, betri lífgæða og samfélagslegrar þátttöku. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafar gegna lykilhlutverki í stuðningi við einstaklinga og fjölskyldur sem glíma við geðrænar áskoranir. Þeir eru oft fyrsti snertipunktur fólks við hjálparkerfi samfélagsins og brúa bilið á milli einstaklinga, fjölskyldna og þjónustu. Félagsráðgjafar vinna út frá áfallamiðaðri nálgun og byggir starf þeirra á heildrænu sjónarhorni þar sem tekið er tillit til félagslegra, efnahagslegra og umhverfislegra þátta sem hafa áhrif á andlega heilsu. Stuðningur og þverfagleg samvinna Félagsráðgjafar vinna að því að efla fólk til að takast á við erfiðleika í lífinu. Þeir veita ráðgjöf og hagnýtan stuðning við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir, hvort sem um er að ræða þunglyndi, kvíða, streituraskanir eða alvarlegar geðraskanir. Mikilvægur hluti starfsins felst í að hjálpa fólki að tengjast viðeigandi þjónustu og úrræðum í samfélaginu. Félagsráðgjafar starfa innan heilbrigðiskerfisins í þverfaglegum teymum með læknum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Þeir sjá um að meta félagslegar aðstæður sjúklinga, aðstoða við útskriftaráætlanir og tryggja samfellu í þjónustu. Forvarnir og fræðsla Félagsráðgjafar stuðla að aukinni þekkingu á geðheilbrigði, vinna gegn fordómum og styrkja samfélagsleg stuðningsnet með fræðslu, hópastarfi og upplýsingamiðlun. Með þekkingu sinni á félagslegum kerfum og mannlegum samskiptum hjálpa þeir fólki að finna styrk sinn og bæta lífsgæði sín. Aðgengi og valfrelsi Félagsráðgjafar starfa bæði í opinbera kerfinu og í einkarekstri. Til að tryggja jafnt aðgengi að samtalsmeðferð félagsráðgjafa þarf greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga að taka til þjónustunnar. Félagsráðgjafafélag Íslands hefur ítrekað kallað eftir því að breytingar frá árinu 2020, á grein 21. a. í lögum nr. 152/2008 um sjúkratryggingar, verði útfæðar og fjármagnaðar í þeim tilgangi að auka aðgengi fólks að félagsráðgjöf. Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn 10. október ár hvert er tileinkaður vitundarvakningu um geðheilbrigði. Markmiðið er að auka fræðslu, sporna gegn fordómum og minna á að enn er þörf á öflugum stuðningi og samstilltu átaki til að bæta geðheilbrigði í samfélaginu. Félagsráðgjafar eru ómissandi hlekkur í geðheilbrigðisþjónustu. Með fagþekkingu, teymisvinnu og heildrænni nálgun styðja þeir fólk til aukins styrks, betri lífgæða og samfélagslegrar þátttöku. Höfundur er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar