Fótbolti

„Ljóð­rænt rétt­læti eftir það sem gerðist í París“

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Algjört kraðak myndaðist í teignum og Manu Koné stóð á haus áður en Guðlaugur Victor skoraði. 
Algjört kraðak myndaðist í teignum og Manu Koné stóð á haus áður en Guðlaugur Victor skoraði.  vísir / anton brink

Franski landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps ku hafa verið ósáttur með fyrsta mark Íslands í 2-2 jafntefli gegn Frakklandi og talið að það hafi ekki átt að standa. Arnar Gunnlaugsson var spurður út í málið og sagði það fallegt ljóðrænt réttlæti, eftir að mark var dæmt af Íslandi í fyrri leik liðanna.

Franskur blaðamaður spurði Arnar út í ummæli sem Deschamps lét víst falla eftir leik, þar sem hann á að hafa sagt fyrra mark Íslands ólöglegt. Arnar lét sér lítið um málið finnast og fannst Guðlaugur einfaldlega sterkari.

„Guðlaugur Victor Pálsson var bara sterkari í boxinu þegar markið var skorað. Kannski var þetta brot, kannski var þetta ekki brot, það skiptir engu máli núna,“ sagði Arnar.

Það er mörgum kunnugt að jöfnunarmark Íslands í síðasta leik gegn Frakklandi var dæmt af, þar sem VAR-dómari leiksins taldi Andra Lucas Guðjohnsen hafa togað í treyju Ibrahim Konaté í aðdraganda marksins. Umdeilanlegur dómur að mati margra og fóru því Frakkar með 2-1 sigur í þeim leik.

„Þetta var fallegt ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París þegar það var tekið mark af okkur vegna brots á síðustu mínútu leiksins. Stundum er karma gott.“

Markið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×