Erlent

Sarkozy hefur af­plánun í næstu viku

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nicolas Sarkozy var forsetinn Frakklands frá 2007 til 2012. Hann hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2017.
Nicolas Sarkozy var forsetinn Frakklands frá 2007 til 2012. Hann hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2017. AP/Ludovic Marin

Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, hefur verið gert að gefa sig fram við La Santé fangelsið í suðurhluta Parísar þann 21. október næstkomandi, til að hefja afplánun.

Sarkozy var dæmdur í fimm ára fangelsi í september, fyrir að þiggja ólögleg kosningaframlög frá Muammar Gaddafi, þáverandi einræðisherra í Líbíu, þegar hann sigraði í forsetakosningunum árið 2007. Hann sat í embætti til 2012.

Forsetinn fyrrverandi verður fyrsti leiðtogi Frakklands eftir stríð og fyrsti fyrrverandi leiðtogi Evrópusambandsríkis sem afplánar fangelsisvist. 

Sarkozy, sem er 70 ára, neitaði sök og hefur áfrýjað niðurstöðunni. Búist er við því að málið verði tekið fyrir að nýju eftir um það bil sex mánuði en forsetinn fyrrverandi mun sitja í fangelsi þangað til.

Samkvæmt miðlum í Frakklandi má gera ráð fyrir að Sarkozy muni dvelja einn í klefa, fá að stunda hreyfingu í eina klukkustund á dag og fá þrjár heimsóknir á viku. Þá sé líklegt að hann verði vistaður í álmu fyrir „viðkvæma fanga“, sem stunduð sé kölluð „VIP“ álman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×