„Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. október 2025 08:16 Gísli Rafn segir ekki einungis vanta mat og húsnæði fyrir fólk heldur þurfi einnig að fara inn á Gasa með vinnuvélar til að ryðja burt rústum og hefja uppbyggingu allra helstu innviða. Aðsend og Vísir/EPA Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir neyðarsöfnun samtakanna fyrir Gasa fara vel af stað. Það sé risa verkefni framundan við að koma hjálpargögnum og vinnuvélum inn á Gasa og hefja uppbyggingu innviða á ný. Alþjóðaráð Rauða krossins tók í gær á móti Ísraelum og Palestínumönnum sem voru í haldi Ísraela og Hamas og vinnur nú að því að koma mannúðaraðstoð inn á svæðið. „Neyðarsöfnun okkar fyrir íbúa Gasa fer vel af stað og augljóst að landsmenn treysta Rauða krossinum fyrir að vera leiðandi í því gríðarstóra mannúðarverkefni sem nú fer í hönd á svæðinu,“ segir Gísli Rafn. Neyðarsöfnun Rauða krossins hófst fyrir helgi og var í tilkynningu um hana vísað til þess að yfirvofandi væri ein stærsta mannúðaraðgerð sögunnar, að koma hjálpargögnum og aðstoða íbúa Gasa í kjölfar þess að vopnahléi var komið á. „Í gær tók teymi Alþjóðaráðs Rauða krossins á móti þeim gíslum sem eftir voru á Gasa og flutti þá til Ísrael. Teymin fluttu einnig Palestínubúa úr haldi Ísraela til Gasa og Vesturbakkans. Hlutverk Rauða krossins í þessum aðgerðum er að vera hlutlaus milligönguaðili og tryggja að mannúð sé höfð að leiðarljósi,“ segir Gísli. Hann segir Rauða krossinn hafa mikla reynslu og þekkingu í slíkum aðgerðum en Rauði krossinn hefur tekið þátt í sambærilegum aðgerðum á svæðinu og greitt fyrir lausn tuga gísla og hundruða Palestínubúa frá 7. október 2023. Rétt svo að byrja „Mannúðaraðstoð er farin að streyma inn á Gasa undir merkjum egypska Rauða hálfmánans. En það er bara byrjunin. Það er okkar von að nú geti dreifing hjálpargagna; matvæla, vatns, lyfja, tjalda og annarra nauðsynja, hafist af fullum krafti og án hindrana. Fjölmörg mannúðarsamtök og ýmsar stofnanir um allan heim taka höndum saman í því verkefni. Í forgangi er að koma aðstoð til særðra, veikra, aldraðra og barna,“ segir Gísli. Hann segir þessar nauðsynjavörur þó alls ekki það eina sem þarf til. „Eins og við höfum séð á fréttamyndum frá til dæmis Gasaborg þá þarf stórvirkar vinnuvélar inn á svæðið til að ryðja burt rústum. Það þarf líka að laga innviði á borð við fráveitu- og vatnskerfi og koma á rafmagni að nýju. Í þessu verkefni munu sérfræðingar á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins taka mikinn þátt.“ Hann segir það gríðarstórt verkefni að aðstoða tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð. „Að aðstoða tæpar tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð í ofanálag síðustu mánuði krefst gríðarlegs skipulags og ítarlegrar útfærslu. Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa, allan sólarhringinn - mánuðum og jafnvel árum saman. Þannig verður hægt að bjarga mannslífum og byrja að aðstoða Gasabúa við að byggja upp líf sitt að nýju. Rykið er að setjast en það er aðeins byrjunin.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira
„Neyðarsöfnun okkar fyrir íbúa Gasa fer vel af stað og augljóst að landsmenn treysta Rauða krossinum fyrir að vera leiðandi í því gríðarstóra mannúðarverkefni sem nú fer í hönd á svæðinu,“ segir Gísli Rafn. Neyðarsöfnun Rauða krossins hófst fyrir helgi og var í tilkynningu um hana vísað til þess að yfirvofandi væri ein stærsta mannúðaraðgerð sögunnar, að koma hjálpargögnum og aðstoða íbúa Gasa í kjölfar þess að vopnahléi var komið á. „Í gær tók teymi Alþjóðaráðs Rauða krossins á móti þeim gíslum sem eftir voru á Gasa og flutti þá til Ísrael. Teymin fluttu einnig Palestínubúa úr haldi Ísraela til Gasa og Vesturbakkans. Hlutverk Rauða krossins í þessum aðgerðum er að vera hlutlaus milligönguaðili og tryggja að mannúð sé höfð að leiðarljósi,“ segir Gísli. Hann segir Rauða krossinn hafa mikla reynslu og þekkingu í slíkum aðgerðum en Rauði krossinn hefur tekið þátt í sambærilegum aðgerðum á svæðinu og greitt fyrir lausn tuga gísla og hundruða Palestínubúa frá 7. október 2023. Rétt svo að byrja „Mannúðaraðstoð er farin að streyma inn á Gasa undir merkjum egypska Rauða hálfmánans. En það er bara byrjunin. Það er okkar von að nú geti dreifing hjálpargagna; matvæla, vatns, lyfja, tjalda og annarra nauðsynja, hafist af fullum krafti og án hindrana. Fjölmörg mannúðarsamtök og ýmsar stofnanir um allan heim taka höndum saman í því verkefni. Í forgangi er að koma aðstoð til særðra, veikra, aldraðra og barna,“ segir Gísli. Hann segir þessar nauðsynjavörur þó alls ekki það eina sem þarf til. „Eins og við höfum séð á fréttamyndum frá til dæmis Gasaborg þá þarf stórvirkar vinnuvélar inn á svæðið til að ryðja burt rústum. Það þarf líka að laga innviði á borð við fráveitu- og vatnskerfi og koma á rafmagni að nýju. Í þessu verkefni munu sérfræðingar á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins taka mikinn þátt.“ Hann segir það gríðarstórt verkefni að aðstoða tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð. „Að aðstoða tæpar tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð í ofanálag síðustu mánuði krefst gríðarlegs skipulags og ítarlegrar útfærslu. Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa, allan sólarhringinn - mánuðum og jafnvel árum saman. Þannig verður hægt að bjarga mannslífum og byrja að aðstoða Gasabúa við að byggja upp líf sitt að nýju. Rykið er að setjast en það er aðeins byrjunin.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Sjá meira