Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar 14. október 2025 11:32 Við verðum að tala meira saman. Ég þekki það manna best að tala ekki nóg. Ég missti föður minn úr sjálfsvígi þegar ég var 15 ára gamall árið 2007 og er það mitt stærsta áfall. Ég er almennt talinn mjög jákvæður og hress að eðlisfari og er ég ánægður með það. Þegar ég var barn og unglingur var ég ekki eins opinn og ég er í dag, sem er allt í fínu lagi. Við erum öll mismunandi og getum mótast í þá manneskju sem við erum í dag út frá alls konar aðstæðum og áskorunum. Þegar fráfall föður míns átti sér stað ákvað ég strax að vera sterkur. Ég er mjög stoltur af þeirri staðreynd að sem 15 ára gamall gaur ákvað ég að sjá glas lífsins hálffullt og ég ætlaði ekki að láta þetta einkenna mig að eilífu. Falleg hugsun og mjög þroskað af 15 ára manneskju. Það sem ég hins vegar flaskaði á var að opna ekki á mér munninn og segja hvernig mér raunverulega leið á þeim tíma. Ég grét ekki einu sinni í jarðarförinni hans því ég ætlaði að vera svo sterkur fyrir alla aðra og sýna fordæmi þar. Það voru auðvitað mikil mistök sem ég áttaði mig á seinna en það er erfitt að greina þetta þar sem enginn les hugsanir. Auðvitað átti ég að leyfa tilfinningunum að flæða en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Hvernig átti ég að vita það á þessum tíma? Auðvitað átti ég ekkert að átta mig á eða vita að ég ætti að tjá mig á þann hátt sem hentaði mér best og það voru allir að gera sitt besta í mjög erfiðum aðstæðum. Ég hélt að ég væri að gera allt rétt og að ég væri mjög duglegur að tjá mig. Þess vegna er ég að deila þessu! Þetta er eitthvað sem raunverulega er einungis hægt að átta sig á þegar maður lítur í baksýnisspegilinn. Það er engin handbók við áföllum. Það er ekki hægt að fletta upp í bók og finna kaflann um hvernig maður á að tækla dauðsfall náins ættingja með undirkaflanum sem segir að þetta hafi verið sjálfsvíg. Ég á frábært bakland og er heppinn. Við verðum að opna á okkur munninn og tala saman um hvernig okkur líður, sama hversu mikið við skömmumst okkar fyrir líðan okkar og hugsanir. Maður á ekki að skammast sín! Ég skammaðist mín lengi fyrir það hvernig mér leið í kjölfar áfallsins, fyrir hugsanir mínar, fyrir það að vera strákurinn sem missti pabba sinn á þennan hátt og fleira til. Ég myndaði með mér þráhyggjur, kvíða, áhyggjur og alls konar sem svona áföllum fylgir. Ef einhver spurði mig á þessum tíma hvernig mér leið svaraði ég nánast alltaf að mér liði nú bara nokkuð vel og væri bara góður. Jákvæður og góður á því. Staðan var alls ekki alltaf þannig. Ég þorði ekki að segja hvernig mér leið. Mundu kæri lesandi að skammast þín ekki fyrir hvernig þér líður og fyrir það sem þú hugsar. Við erum öll mismunandi og það að byrja að tjá sig varðandi hvernig manni líður, þó það sé ekki nema ein setning til þess að byrja með getur gert kraftaverk. Ég er lifandi dæmi þess. Hjólin fóru að snúast er varðar að líða betur um leið og ég fór að tala um þetta af alvöru. Það tók tíma og það er allt í lagi. Öll höfum við okkar hátt á hlutunum en númer 1, 2 og 3 er að skammast sín ekki fyrir hvernig manni líður, hvað maður er að hugsa og byrja jafnt og þétt að tjá sig og tala við fólk sem maður treystir. Það gerir í alvörunni kraftaverk! Þetta áfall mitt hefur mótað mig í manninn sem ég er í dag og ég get stoltur sagt að ég myndi ekki vilja skipta Krissa í dag út fyrir nokkuð annað, þrátt fyrir áfallið. Það að taka eitthvað jákvætt út úr erfiðum aðstæðum Auðvitað vildi ég óska þess að gamli væri hjá mér og að hann væri afi barnanna minna í þessu jarðneska lífi. Við værum líklega bestu vinir. Maður getur verið staddur í hræðilegum aðstæðum og hefur mögulega enga von, sér enga leið út...ekkert. Það er ekkert að fara að koma manni í gegnum aðstæðurnar og það er ekkert jákvætt í kortunum. Mitt tilfelli sannar hins vegar að sama hversu dimmur dalurinn er og engin von sé í sjónmáli þá getur þessi ömurlega raun manns orðið til þess að maður verður besta útgáfan af manni sjálfum eða útgáfa sem manni óraði ekki um að geta orðið. Lykilatriðið þarna er að halda í vonina sama hvað og reyna að sjá glas lífsins hálffullt. Punkturinn er sá að það er alltaf hægt að taka eitthvað jákvætt úr öllu, hvort sem það er breytt lífssýn eða hvað sem er. Lífið er oft á tíðum erfitt og virðast hlutirnir stundum óyfirstíganlegir. Haltu í vonina, þetta verður allt í lagi! Jákvæði og neikvæðni Jákvæðni er ekki það að vera Pollýanna. Jákvæðni er það að þora að vera maður sjálfur, sem er eitt mesta hugrekki sem hægt er að finna hjá sjálfum sér. Það að vera ekki meðvirkur gagnvart sjálfum sér og öðrum. Jákvæðni er heiðarleiki, að hafa glasið hálffullt og að halda í vonina. Neikvæðni er miklu auðveldari en jákvæðni. Það er miklu auðveldara að segja að maður geti ekki þetta og hitt, að hlutirnir munu klikka, að allt sé ömurlegt, að það sé engin von, að maður sé ekki nógu góður til þess að gera hluti og svo framvegis. Það að taka jákvæða pólinn á lífið, að trúa að maður geti gert eitthvað, að maður sé nógu góður, að maður ætli að finna lausnir frekar en vandamál, að það sé von og að hlutirnir geti raunverulega orðið betri er hugrekki. Það er líka mikilvægt að átta sig á því að stundum ganga hlutirnir ekki upp og það er allt í góðu lagi. Ef hlutirnir ganga ekki upp og maður þó tók þann pólinn í hæðina að glasið sé hálffullt þá að minnsta kosti reyndi maður og lærir þá eitthvað í leiðinni. Það er miklu skemmtilegra að horfa á lífið með glasið hálffullt og maður mun uppskera með því hugarfari. Minnkum það að spá í því sem minna máli skiptir eins og hverjir mættu á flokksþing, hverjir voru hvar, hvað þingmönnum finnst um vín í búðir og svo framvegis og förum að huga meira að samskiptum og hvernig okkur raunverulega líður. Þá verður heimurinn að minnsta kosti örlítið betri. Ást og friður. Höfundur er fyrirlesari, hlaðvarpsstjórnandi og meistaranemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Sjá meira
Við verðum að tala meira saman. Ég þekki það manna best að tala ekki nóg. Ég missti föður minn úr sjálfsvígi þegar ég var 15 ára gamall árið 2007 og er það mitt stærsta áfall. Ég er almennt talinn mjög jákvæður og hress að eðlisfari og er ég ánægður með það. Þegar ég var barn og unglingur var ég ekki eins opinn og ég er í dag, sem er allt í fínu lagi. Við erum öll mismunandi og getum mótast í þá manneskju sem við erum í dag út frá alls konar aðstæðum og áskorunum. Þegar fráfall föður míns átti sér stað ákvað ég strax að vera sterkur. Ég er mjög stoltur af þeirri staðreynd að sem 15 ára gamall gaur ákvað ég að sjá glas lífsins hálffullt og ég ætlaði ekki að láta þetta einkenna mig að eilífu. Falleg hugsun og mjög þroskað af 15 ára manneskju. Það sem ég hins vegar flaskaði á var að opna ekki á mér munninn og segja hvernig mér raunverulega leið á þeim tíma. Ég grét ekki einu sinni í jarðarförinni hans því ég ætlaði að vera svo sterkur fyrir alla aðra og sýna fordæmi þar. Það voru auðvitað mikil mistök sem ég áttaði mig á seinna en það er erfitt að greina þetta þar sem enginn les hugsanir. Auðvitað átti ég að leyfa tilfinningunum að flæða en það er auðvelt að vera vitur eftir á. Hvernig átti ég að vita það á þessum tíma? Auðvitað átti ég ekkert að átta mig á eða vita að ég ætti að tjá mig á þann hátt sem hentaði mér best og það voru allir að gera sitt besta í mjög erfiðum aðstæðum. Ég hélt að ég væri að gera allt rétt og að ég væri mjög duglegur að tjá mig. Þess vegna er ég að deila þessu! Þetta er eitthvað sem raunverulega er einungis hægt að átta sig á þegar maður lítur í baksýnisspegilinn. Það er engin handbók við áföllum. Það er ekki hægt að fletta upp í bók og finna kaflann um hvernig maður á að tækla dauðsfall náins ættingja með undirkaflanum sem segir að þetta hafi verið sjálfsvíg. Ég á frábært bakland og er heppinn. Við verðum að opna á okkur munninn og tala saman um hvernig okkur líður, sama hversu mikið við skömmumst okkar fyrir líðan okkar og hugsanir. Maður á ekki að skammast sín! Ég skammaðist mín lengi fyrir það hvernig mér leið í kjölfar áfallsins, fyrir hugsanir mínar, fyrir það að vera strákurinn sem missti pabba sinn á þennan hátt og fleira til. Ég myndaði með mér þráhyggjur, kvíða, áhyggjur og alls konar sem svona áföllum fylgir. Ef einhver spurði mig á þessum tíma hvernig mér leið svaraði ég nánast alltaf að mér liði nú bara nokkuð vel og væri bara góður. Jákvæður og góður á því. Staðan var alls ekki alltaf þannig. Ég þorði ekki að segja hvernig mér leið. Mundu kæri lesandi að skammast þín ekki fyrir hvernig þér líður og fyrir það sem þú hugsar. Við erum öll mismunandi og það að byrja að tjá sig varðandi hvernig manni líður, þó það sé ekki nema ein setning til þess að byrja með getur gert kraftaverk. Ég er lifandi dæmi þess. Hjólin fóru að snúast er varðar að líða betur um leið og ég fór að tala um þetta af alvöru. Það tók tíma og það er allt í lagi. Öll höfum við okkar hátt á hlutunum en númer 1, 2 og 3 er að skammast sín ekki fyrir hvernig manni líður, hvað maður er að hugsa og byrja jafnt og þétt að tjá sig og tala við fólk sem maður treystir. Það gerir í alvörunni kraftaverk! Þetta áfall mitt hefur mótað mig í manninn sem ég er í dag og ég get stoltur sagt að ég myndi ekki vilja skipta Krissa í dag út fyrir nokkuð annað, þrátt fyrir áfallið. Það að taka eitthvað jákvætt út úr erfiðum aðstæðum Auðvitað vildi ég óska þess að gamli væri hjá mér og að hann væri afi barnanna minna í þessu jarðneska lífi. Við værum líklega bestu vinir. Maður getur verið staddur í hræðilegum aðstæðum og hefur mögulega enga von, sér enga leið út...ekkert. Það er ekkert að fara að koma manni í gegnum aðstæðurnar og það er ekkert jákvætt í kortunum. Mitt tilfelli sannar hins vegar að sama hversu dimmur dalurinn er og engin von sé í sjónmáli þá getur þessi ömurlega raun manns orðið til þess að maður verður besta útgáfan af manni sjálfum eða útgáfa sem manni óraði ekki um að geta orðið. Lykilatriðið þarna er að halda í vonina sama hvað og reyna að sjá glas lífsins hálffullt. Punkturinn er sá að það er alltaf hægt að taka eitthvað jákvætt úr öllu, hvort sem það er breytt lífssýn eða hvað sem er. Lífið er oft á tíðum erfitt og virðast hlutirnir stundum óyfirstíganlegir. Haltu í vonina, þetta verður allt í lagi! Jákvæði og neikvæðni Jákvæðni er ekki það að vera Pollýanna. Jákvæðni er það að þora að vera maður sjálfur, sem er eitt mesta hugrekki sem hægt er að finna hjá sjálfum sér. Það að vera ekki meðvirkur gagnvart sjálfum sér og öðrum. Jákvæðni er heiðarleiki, að hafa glasið hálffullt og að halda í vonina. Neikvæðni er miklu auðveldari en jákvæðni. Það er miklu auðveldara að segja að maður geti ekki þetta og hitt, að hlutirnir munu klikka, að allt sé ömurlegt, að það sé engin von, að maður sé ekki nógu góður til þess að gera hluti og svo framvegis. Það að taka jákvæða pólinn á lífið, að trúa að maður geti gert eitthvað, að maður sé nógu góður, að maður ætli að finna lausnir frekar en vandamál, að það sé von og að hlutirnir geti raunverulega orðið betri er hugrekki. Það er líka mikilvægt að átta sig á því að stundum ganga hlutirnir ekki upp og það er allt í góðu lagi. Ef hlutirnir ganga ekki upp og maður þó tók þann pólinn í hæðina að glasið sé hálffullt þá að minnsta kosti reyndi maður og lærir þá eitthvað í leiðinni. Það er miklu skemmtilegra að horfa á lífið með glasið hálffullt og maður mun uppskera með því hugarfari. Minnkum það að spá í því sem minna máli skiptir eins og hverjir mættu á flokksþing, hverjir voru hvar, hvað þingmönnum finnst um vín í búðir og svo framvegis og förum að huga meira að samskiptum og hvernig okkur raunverulega líður. Þá verður heimurinn að minnsta kosti örlítið betri. Ást og friður. Höfundur er fyrirlesari, hlaðvarpsstjórnandi og meistaranemi við Háskóla Íslands.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun