Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar 15. október 2025 08:30 Dagur Hvíta stafsins, alþjóðlegur baráttu- og vitundardagur blindra og sjónskertra, er haldinn 15. október ár hvert. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi hvíta stafsins sem hjálpartækis og að beina athyglinni að hagsmunamálum blindra og sjónskertra, sérstaklega í tengslum við aðgengi, sjálfstæði og virka samfélagslega þátttöku. Hvíti stafurinn verður þannig táknmynd fyrir önnur hjálpartæki og þjónustu sem opnar aðgengi fyrir blinda og sjónskerta að menntun, atvinnu, menningu og listum svo eitthvað sé nefnt. Eitt af þessum mikilvægu atriðum er aðgengi að bókmenntum á aðgengilegu formi sem hentar hverjum og einum. Um langa hríð var veruleiki leshamlaðra sá að fara algerlega á mis við hið prentaða orð. En þetta breyttist í aðdraganda og við stofnun Blindrabókasafnsins árið 1982. Framan af var notendahópurinn takmarkaður við blinda og sjónskerta en í tímans rás hafa aðrir hópar sem glíma við leshömlun bæst við. Tilvist Blindrabókasafnsins hefur þannig opnað heim bókmenntanna fyrir lesblindum sem nú orðið eru í miklum meirihluta notenda. Í framhaldi af þeim breytingum var nafni safnsins breytt í Hljóðbókasafn Íslands. En það breytir ekki þeirri staðreynd að dyggustu notendur safnsins eru blindir og sjónskertir sem nota safnið langmest. Þannig er fjöldi útlána p.r. einstakling í þeim hópi vel ríflega tvöfalt hærri en hjá öðrum notendum safnsins. Það er líka ljóst að eldri notendur eru mun duglegri við að nýta sér safnið og þar með háðari þessari þjónustu sér til afþreyingar og yndisauka. Útlán til blindra og sjónskertra notenda sem eru eldri en 70 ára eru meira en þrefalt hærri en meðalútlán til allra notenda. Það endurspeglar mikilvægi þjónustunnar fyrir þennan hóp umfram aðra. Það hefur líka sýnt sig í könnunum á meðal félagsmanna Blindrafélagsins að aðgangur að Hljóðbókasafninu er metinn á meðal þess mikilvægasta sem blindu og sjónskertu fólki stendur til boða. Það má því með sanni segja að Hljóðbókasafn Íslands sé sannkallaður Hvíti stafur menningarinnar fyrir blint og sjónskert fólk, lykillinn að fjársjóðskistu bókmenntanna og þeirri lífshamingju sem þær veita. Með þetta í huga er ekki að undra að ákvörðun menningar, háskóla og nýsköpunarráðherra um að láta Hljóðbókasafnið hverfa inn í Landsbókasafn Íslands – háskólabókasafn og koma því þar fyrir uppi á hanabjálka, mæti mikilli tortryggni og fálæti blindra, sjónskertra og lesblindra notenda sem treysta á þjónustuna. Hafa ber í huga að hljóðbókasafnið er ekki safn í hefðbundnum skilningi heldur framleiðslueining sem umbreytir bókum í aðgengilegt form fyrir fólk sem á erfitt með lestur. Þetta er sérhæfð þjónusta sem einkennst hefur af persónulegri nálgun, sveigjanleika og stuttum boðleiðum sem tryggt hafa að þjónustan sé sniðin að þörfum notenda. Notendahópurinn samkvæmt lögum er takmarkaður við skilgreindan hóp blindra, sjónskertra og lesblindra ásamt öðrum sem eiga við prentleturshömlun að stríða af einhverjum öðrum orsökum. Hljóðbókasafnið hefur verið vanfjármagnað sem komið hefur niður af framboði á lesnu efni og við óttumst að ef það verður hluti af stærri heild sem er einnig vanfjármögnuð minnki áherslan enn frekar á þarfir þess og smátt og smátt dragi úr þessari mikilvægu þjónustu. Jafnframt blasir við að í miklu stærri heild með mun víðfeðmari skyldur og starfsemi mun athygli stjórnenda beinast að öðru en þörfum leshamlaðra. Boðleiðir lengjast, ákvörðunarferli verða þyngri í vöfum og nálægðin við notendur hverfur og sveigjanleikinn gufar upp. Ekki síst í ljósi þess að Landsbókasafni – Háskólabókasafni er ætlað að þjónusta í raun alla landsmenn á meðan notendur Hljóðbókasafnsins eru eins og áður segir takmarkaður við skilgreindan hóp fatlaðs fólks sem rétt eiga til þessarar sérhæfðu þjónustu samkvæmt lögum. Öllu þessu til viðbótar er aðgengi fatlaðra, hvort heldur sem er fyrir hreyfihamlaða eða blinda og sjónskerta, að Þjóðarbókhlöðunni verulega ábótavant og verður ekki komið í gott lag nema með umtalsverðum tilkostnaði og raski. Ef þessar framkvæmdir verða ekki tryggilega fjármagnaðar strax í byrjun og eins ef nauðsynlegar aðgerðir sem ráðast þarf í dragast á langinn er full ástæða til að hafa áhyggjur af að það verði klipið af fjárveitingum til lögbundins hlutverks Hljóðbókasafnsins, sem þó eru af skornum skammti fyrir. Þetta setur einnig spurningamerki við óljósar hugmyndir um sparnað við sameininguna. Ákvörðun um sameiningu hvílir á greiningu fýsileikahóps sem notendur höfðu ekki setu í og sem hefur skilað niðurstöðu án kostnaðargreiningar. Við hjá Blindrafélaginu setjum einnig fyrirvara við aðdragandann að ákvörðun ráðherra. Skortur á virku samráði við notendur í takt við vandaða ákvarðanatöku og í samræmi við Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks blasir við. Það er fullur samhljómur í afstöðu Blindrafélagsins og Félags lesblindra um að þessi áform séu til þess fallin að grafa undan sérstöðu safnsins og veikja tilverugrundvöll þess, til óheilla fyrir notendur. Hvítir stafir menningarinnar eru víða og sá sem felst í þjónustu Hljóðbókasafnsins má hvorki brjóta né týna. Höfundur er formaður Blindrafeálgsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur Hvíta stafsins, alþjóðlegur baráttu- og vitundardagur blindra og sjónskertra, er haldinn 15. október ár hvert. Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi hvíta stafsins sem hjálpartækis og að beina athyglinni að hagsmunamálum blindra og sjónskertra, sérstaklega í tengslum við aðgengi, sjálfstæði og virka samfélagslega þátttöku. Hvíti stafurinn verður þannig táknmynd fyrir önnur hjálpartæki og þjónustu sem opnar aðgengi fyrir blinda og sjónskerta að menntun, atvinnu, menningu og listum svo eitthvað sé nefnt. Eitt af þessum mikilvægu atriðum er aðgengi að bókmenntum á aðgengilegu formi sem hentar hverjum og einum. Um langa hríð var veruleiki leshamlaðra sá að fara algerlega á mis við hið prentaða orð. En þetta breyttist í aðdraganda og við stofnun Blindrabókasafnsins árið 1982. Framan af var notendahópurinn takmarkaður við blinda og sjónskerta en í tímans rás hafa aðrir hópar sem glíma við leshömlun bæst við. Tilvist Blindrabókasafnsins hefur þannig opnað heim bókmenntanna fyrir lesblindum sem nú orðið eru í miklum meirihluta notenda. Í framhaldi af þeim breytingum var nafni safnsins breytt í Hljóðbókasafn Íslands. En það breytir ekki þeirri staðreynd að dyggustu notendur safnsins eru blindir og sjónskertir sem nota safnið langmest. Þannig er fjöldi útlána p.r. einstakling í þeim hópi vel ríflega tvöfalt hærri en hjá öðrum notendum safnsins. Það er líka ljóst að eldri notendur eru mun duglegri við að nýta sér safnið og þar með háðari þessari þjónustu sér til afþreyingar og yndisauka. Útlán til blindra og sjónskertra notenda sem eru eldri en 70 ára eru meira en þrefalt hærri en meðalútlán til allra notenda. Það endurspeglar mikilvægi þjónustunnar fyrir þennan hóp umfram aðra. Það hefur líka sýnt sig í könnunum á meðal félagsmanna Blindrafélagsins að aðgangur að Hljóðbókasafninu er metinn á meðal þess mikilvægasta sem blindu og sjónskertu fólki stendur til boða. Það má því með sanni segja að Hljóðbókasafn Íslands sé sannkallaður Hvíti stafur menningarinnar fyrir blint og sjónskert fólk, lykillinn að fjársjóðskistu bókmenntanna og þeirri lífshamingju sem þær veita. Með þetta í huga er ekki að undra að ákvörðun menningar, háskóla og nýsköpunarráðherra um að láta Hljóðbókasafnið hverfa inn í Landsbókasafn Íslands – háskólabókasafn og koma því þar fyrir uppi á hanabjálka, mæti mikilli tortryggni og fálæti blindra, sjónskertra og lesblindra notenda sem treysta á þjónustuna. Hafa ber í huga að hljóðbókasafnið er ekki safn í hefðbundnum skilningi heldur framleiðslueining sem umbreytir bókum í aðgengilegt form fyrir fólk sem á erfitt með lestur. Þetta er sérhæfð þjónusta sem einkennst hefur af persónulegri nálgun, sveigjanleika og stuttum boðleiðum sem tryggt hafa að þjónustan sé sniðin að þörfum notenda. Notendahópurinn samkvæmt lögum er takmarkaður við skilgreindan hóp blindra, sjónskertra og lesblindra ásamt öðrum sem eiga við prentleturshömlun að stríða af einhverjum öðrum orsökum. Hljóðbókasafnið hefur verið vanfjármagnað sem komið hefur niður af framboði á lesnu efni og við óttumst að ef það verður hluti af stærri heild sem er einnig vanfjármögnuð minnki áherslan enn frekar á þarfir þess og smátt og smátt dragi úr þessari mikilvægu þjónustu. Jafnframt blasir við að í miklu stærri heild með mun víðfeðmari skyldur og starfsemi mun athygli stjórnenda beinast að öðru en þörfum leshamlaðra. Boðleiðir lengjast, ákvörðunarferli verða þyngri í vöfum og nálægðin við notendur hverfur og sveigjanleikinn gufar upp. Ekki síst í ljósi þess að Landsbókasafni – Háskólabókasafni er ætlað að þjónusta í raun alla landsmenn á meðan notendur Hljóðbókasafnsins eru eins og áður segir takmarkaður við skilgreindan hóp fatlaðs fólks sem rétt eiga til þessarar sérhæfðu þjónustu samkvæmt lögum. Öllu þessu til viðbótar er aðgengi fatlaðra, hvort heldur sem er fyrir hreyfihamlaða eða blinda og sjónskerta, að Þjóðarbókhlöðunni verulega ábótavant og verður ekki komið í gott lag nema með umtalsverðum tilkostnaði og raski. Ef þessar framkvæmdir verða ekki tryggilega fjármagnaðar strax í byrjun og eins ef nauðsynlegar aðgerðir sem ráðast þarf í dragast á langinn er full ástæða til að hafa áhyggjur af að það verði klipið af fjárveitingum til lögbundins hlutverks Hljóðbókasafnsins, sem þó eru af skornum skammti fyrir. Þetta setur einnig spurningamerki við óljósar hugmyndir um sparnað við sameininguna. Ákvörðun um sameiningu hvílir á greiningu fýsileikahóps sem notendur höfðu ekki setu í og sem hefur skilað niðurstöðu án kostnaðargreiningar. Við hjá Blindrafélaginu setjum einnig fyrirvara við aðdragandann að ákvörðun ráðherra. Skortur á virku samráði við notendur í takt við vandaða ákvarðanatöku og í samræmi við Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks blasir við. Það er fullur samhljómur í afstöðu Blindrafélagsins og Félags lesblindra um að þessi áform séu til þess fallin að grafa undan sérstöðu safnsins og veikja tilverugrundvöll þess, til óheilla fyrir notendur. Hvítir stafir menningarinnar eru víða og sá sem felst í þjónustu Hljóðbókasafnsins má hvorki brjóta né týna. Höfundur er formaður Blindrafeálgsins.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun