Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar 15. október 2025 07:46 Aukin stríðsátök í Evrópu og náttúruvá á Reykjanesi hafa áþreifanlega sýnt fram á það hversu brothætt samfélög geta verið. Þessar ógnir hafa afhjúpað takmarkanir hefðbundinna öryggisvarna og áhættumats þjóða, sem oft byggir á því að meta líkur á þekktum ógnum. Þegar óvissan er mikil dugar slík nálgun ekki lengur. Við þurfum grundvallarbreytingu á hugsunarhætti: Að hætta að einblína á vernd einstakra innviða en tryggja í staðinn samfellda starfsemi samfélagsins út frá grunnþörfum þess. Með nýrri aðferðarfræði er hægt að byggja upp raunverulegt áfallaþol þjóða með skipulögðum hætti. Markvisst samfélagsöryggi Til að geta byggt upp áfallaþol á markvissan hátt er nauðsynlegt að hafa skýra sameiginlega skilgreiningu á því hvað við erum að reyna að vernda. Samfélagsöryggi snýst um að vernda líf, heilsu og aðrar grunnþarfir fólks með því að viðhalda mikilvægustu starfsemi samfélagsins við áföll. Þar sem öryggið er byggt upp frá grunni og fylgt er skýrri, rökréttri orsakakeðju ákvarðar hvert skref það næsta: 1. Grunnþarfir einstaklinga: Allt byrjar á grunnþörfum fólks. Hver og einn þarf aðgang að skjóli, mat, hreinu vatni og öryggi til að lifa af. 2. Grundvallargildi samfélagsins: Þessar grunnþarfir ráða því hvaða gildi við sem samfélag viljum standa vörð um. Þetta eru gildi eins og heilsa almennings, velferð og samfélagslegur stöðugleiki. 3. Samfélagsleg virkni: Þessi virkni skilgreinir hvaða starfsemi og þjónusta er algjörlega ómissandi til að viðhalda grundvallargildunum. Hér erum við að tala um grunnstoðir eins og heilbrigðisþjónustu, matvælaframleiðslu, orkuframleiðslu og samgöngur, en aðeins þá þætti grunnstoðanna sem nauðsynlegir eru fyrir liði 1 og 2. 4. Mikilvægir innviðir: Að lokum ákvarðar þessi samfélagslega virkni hvaða innviðir (mannvirki, kerfi og tækni) eru nauðsynlegir til að styðja við hana. Þetta getur verið allt frá raforkukerfum og vatnsveitum til fjarskiptaneta og sjúkrahúsa, að því marki sem þau styðja við skilgreinda þætti í lið 3. Með þessari nálgun færist áherslan frá því að líta á einstaka innviði sem grunninn sem þarf að vernda, yfir í að líta á innviði til að tryggja þá þjónustu sem er fólki lífsnauðsynleg. Í stað þess að spyrja „hvernig verndum við hitaveituna?“ spyrjum við „hvernig tryggjum við að fólk hafi aðgang að heitu vatni?“, eða í stærra samhengi, „hvernig tryggjum við að húsnæði sé nægjanlega upphitað?“ Þessi breyting á aðferðarfræði er lykillinn að því að byggja upp raunverulegt áfallaþol. Frá áhættumati yfir í samfellda virkni samfélagsins Hefðbundið áhættumat, sem byggir á því að reikna líkur á tilteknum atburðum, er oft ófullnægjandi til að takast á við flóknar og ófyrirséðar áskoranir. Óvissa ógna hefur þannig áhrif á aðferðarfræði áhættumatsins. Ný aðferðarfræði, sem byggir á samfélagsöryggi og rekstrarsamfellu, tekur tillit til óvissu í mati á áhættu. Í stað þess að reyna að spá fyrir um alla mögulega atburði er áherslan lögð á að tryggja að mikilvægasta starfsemin geti haldið áfram, óháð ógnum. Þetta krefst þess að við setjum okkur skýr og mælanleg markmið byggð á skilgreindu samfélagsöryggi. Þetta eru ekki aðeins tæknilegir mælikvarðar heldur stefnumarkandi ákvarðanir sem skilgreina metnaðarstig þjóðar í öryggismálum og byggja á mati á því hvað telst óásættanlegt tjón. Tvo lykilhugtök eru þar í forgrunni: Lágmarksþjónustustig: Sú lágmarksþjónusta sem verður að vera til staðar á öllum tímum til að koma í veg fyrir óásættanlegar afleiðingar, miðað við fyrir fram skilgreindar álagsforsendur. Dæmi gæti verið að tryggja að hver einstaklingur hafi aðgang að minnst þremur til fimm lítrum af hreinu drykkjarvatni á dag við allt að fjögurra daga rafmagnsleysi. Hámarksroftími: Sá hámarkstími sem mikilvæg þjónusta má liggja niðri áður en afleiðingarnar verða óásættanlegar. Til dæmis hversu margar klukkustundir mega líða áður en skortur á húshitun í köldu loftslagi verður að alvarlegu heilbrigðisvandamáli. Með því að skilgreina þessa mælikvarða getur þjóð sett sér skýr og hagnýt markmið um þjónustustig í stað þess að einblína á óljósar líkur á sjaldgæfum atburðum. Eftir að hafa skilgreint hvað við þurfum að vernda (lágmarks þjónustustig) og á hvaða tímaramma (hámarksroftími) getum við snúið okkur að hagnýtu spurningunni um hvernig við náum þessum markmiðum. Það þarf að gera með greiningu á áhættum og vörnum tengdum þeim ferlum sem styðja samfélagslega virkni, sem ekki verður fjallað nánar um hér. Áfallaþol er ferðalag, ekki áfangastaður Ný skýrsla samráðshóps þingmanna um „Inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum“ varpar ljósi á alvarleika ógna og berskjöldun Íslands á mörgum sviðum. Eins og nýlegar ógnir með drónum í Evrópu hafa sýnt er nauðsynlegt að vera viðbúinn hinu óvænta og byggja upp kerfi sem geta staðist álag, sama hvaðan það kemur. Í því ljósi hefur sjaldan verið mikilvægara að stefnu fylgi aðgerðir og árangursríkri aðferðarfræði sé beitt í að tryggja öryggi samfélagsins eins og kostur er. Stjórnvöld öryggismála og almannavarna þurfa því að auka tíðni og nálgun þjóðaráhættumats og áhættuminnkandi aðgerða til að ná utan um breytta heimsmynd í öryggismálum. Höfundur er framkvæmdastjóri ÖRUGG verkfræðistofu og stundar doktorsnám í samfélagsöryggi og áhættustjórnun við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Aukin stríðsátök í Evrópu og náttúruvá á Reykjanesi hafa áþreifanlega sýnt fram á það hversu brothætt samfélög geta verið. Þessar ógnir hafa afhjúpað takmarkanir hefðbundinna öryggisvarna og áhættumats þjóða, sem oft byggir á því að meta líkur á þekktum ógnum. Þegar óvissan er mikil dugar slík nálgun ekki lengur. Við þurfum grundvallarbreytingu á hugsunarhætti: Að hætta að einblína á vernd einstakra innviða en tryggja í staðinn samfellda starfsemi samfélagsins út frá grunnþörfum þess. Með nýrri aðferðarfræði er hægt að byggja upp raunverulegt áfallaþol þjóða með skipulögðum hætti. Markvisst samfélagsöryggi Til að geta byggt upp áfallaþol á markvissan hátt er nauðsynlegt að hafa skýra sameiginlega skilgreiningu á því hvað við erum að reyna að vernda. Samfélagsöryggi snýst um að vernda líf, heilsu og aðrar grunnþarfir fólks með því að viðhalda mikilvægustu starfsemi samfélagsins við áföll. Þar sem öryggið er byggt upp frá grunni og fylgt er skýrri, rökréttri orsakakeðju ákvarðar hvert skref það næsta: 1. Grunnþarfir einstaklinga: Allt byrjar á grunnþörfum fólks. Hver og einn þarf aðgang að skjóli, mat, hreinu vatni og öryggi til að lifa af. 2. Grundvallargildi samfélagsins: Þessar grunnþarfir ráða því hvaða gildi við sem samfélag viljum standa vörð um. Þetta eru gildi eins og heilsa almennings, velferð og samfélagslegur stöðugleiki. 3. Samfélagsleg virkni: Þessi virkni skilgreinir hvaða starfsemi og þjónusta er algjörlega ómissandi til að viðhalda grundvallargildunum. Hér erum við að tala um grunnstoðir eins og heilbrigðisþjónustu, matvælaframleiðslu, orkuframleiðslu og samgöngur, en aðeins þá þætti grunnstoðanna sem nauðsynlegir eru fyrir liði 1 og 2. 4. Mikilvægir innviðir: Að lokum ákvarðar þessi samfélagslega virkni hvaða innviðir (mannvirki, kerfi og tækni) eru nauðsynlegir til að styðja við hana. Þetta getur verið allt frá raforkukerfum og vatnsveitum til fjarskiptaneta og sjúkrahúsa, að því marki sem þau styðja við skilgreinda þætti í lið 3. Með þessari nálgun færist áherslan frá því að líta á einstaka innviði sem grunninn sem þarf að vernda, yfir í að líta á innviði til að tryggja þá þjónustu sem er fólki lífsnauðsynleg. Í stað þess að spyrja „hvernig verndum við hitaveituna?“ spyrjum við „hvernig tryggjum við að fólk hafi aðgang að heitu vatni?“, eða í stærra samhengi, „hvernig tryggjum við að húsnæði sé nægjanlega upphitað?“ Þessi breyting á aðferðarfræði er lykillinn að því að byggja upp raunverulegt áfallaþol. Frá áhættumati yfir í samfellda virkni samfélagsins Hefðbundið áhættumat, sem byggir á því að reikna líkur á tilteknum atburðum, er oft ófullnægjandi til að takast á við flóknar og ófyrirséðar áskoranir. Óvissa ógna hefur þannig áhrif á aðferðarfræði áhættumatsins. Ný aðferðarfræði, sem byggir á samfélagsöryggi og rekstrarsamfellu, tekur tillit til óvissu í mati á áhættu. Í stað þess að reyna að spá fyrir um alla mögulega atburði er áherslan lögð á að tryggja að mikilvægasta starfsemin geti haldið áfram, óháð ógnum. Þetta krefst þess að við setjum okkur skýr og mælanleg markmið byggð á skilgreindu samfélagsöryggi. Þetta eru ekki aðeins tæknilegir mælikvarðar heldur stefnumarkandi ákvarðanir sem skilgreina metnaðarstig þjóðar í öryggismálum og byggja á mati á því hvað telst óásættanlegt tjón. Tvo lykilhugtök eru þar í forgrunni: Lágmarksþjónustustig: Sú lágmarksþjónusta sem verður að vera til staðar á öllum tímum til að koma í veg fyrir óásættanlegar afleiðingar, miðað við fyrir fram skilgreindar álagsforsendur. Dæmi gæti verið að tryggja að hver einstaklingur hafi aðgang að minnst þremur til fimm lítrum af hreinu drykkjarvatni á dag við allt að fjögurra daga rafmagnsleysi. Hámarksroftími: Sá hámarkstími sem mikilvæg þjónusta má liggja niðri áður en afleiðingarnar verða óásættanlegar. Til dæmis hversu margar klukkustundir mega líða áður en skortur á húshitun í köldu loftslagi verður að alvarlegu heilbrigðisvandamáli. Með því að skilgreina þessa mælikvarða getur þjóð sett sér skýr og hagnýt markmið um þjónustustig í stað þess að einblína á óljósar líkur á sjaldgæfum atburðum. Eftir að hafa skilgreint hvað við þurfum að vernda (lágmarks þjónustustig) og á hvaða tímaramma (hámarksroftími) getum við snúið okkur að hagnýtu spurningunni um hvernig við náum þessum markmiðum. Það þarf að gera með greiningu á áhættum og vörnum tengdum þeim ferlum sem styðja samfélagslega virkni, sem ekki verður fjallað nánar um hér. Áfallaþol er ferðalag, ekki áfangastaður Ný skýrsla samráðshóps þingmanna um „Inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum“ varpar ljósi á alvarleika ógna og berskjöldun Íslands á mörgum sviðum. Eins og nýlegar ógnir með drónum í Evrópu hafa sýnt er nauðsynlegt að vera viðbúinn hinu óvænta og byggja upp kerfi sem geta staðist álag, sama hvaðan það kemur. Í því ljósi hefur sjaldan verið mikilvægara að stefnu fylgi aðgerðir og árangursríkri aðferðarfræði sé beitt í að tryggja öryggi samfélagsins eins og kostur er. Stjórnvöld öryggismála og almannavarna þurfa því að auka tíðni og nálgun þjóðaráhættumats og áhættuminnkandi aðgerða til að ná utan um breytta heimsmynd í öryggismálum. Höfundur er framkvæmdastjóri ÖRUGG verkfræðistofu og stundar doktorsnám í samfélagsöryggi og áhættustjórnun við Háskóla Íslands
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun